Framúrkeyrslur óviðunandi 12. júlí 2004 00:01 Ríkisendurskoðun telur árlega framúrkeyrslu fjárlagaliða hjá ríkinu vera óviðunandi. Þar segir að í nágrannalöndunum heyri það til undantekninga að fjárlög séu ekki virt en hér á landi séu um 120 af 530 liðum á fjárlögum með uppsafnaðan halla sem nemur meira en fjórum prósentum af árlegum fjárheimildum. Í tilkynningu frá Ríkisendurskoðun segir að stofnunin telji þessa umframeyðslu óviðunandi enda "gerir hún að engu markmið stjórnvalda um hóflega aukningu ríkisútgjalda og hallalausan rekstur." Ríkisendurskoðun leggur til að farið verði sérstaklega yfir stöðu þeirra stofnana sem hafi safnað neikvæðri stöðu gagnvart fjárheimildum undanfarin ár. "Ljóst er að margar þeirra geta engan veginn sinnt núverandi starfsemi með þeim fjárveitingum sem þeim eru ætlaðar í fjárlögum. Ef stjórnvöld ætla þessum stofnunum ekki að draga verulega saman rekstur sinn til að jafna hallann er ljóst að þær þurfa á sérstökum fjárveitingum að halda," segir í skýrslunni. Ríkisendurskoðun rekur frávik ríkisrekstrarins frá fjárlögum; meðal annars það að fjárlög ársins 2003 gerðu ráð fyrir 3,8 milljarða króna greiðsluafgangi en í reynd varð hallinn 9,1 milljarður króna. Þá segir að í fjárlögum hafi verið gert ráð fyrir um 1 prósent hækkun á samneyslu en reyndin hafi verið 7,1 prósent hækkun. Þá voru lántökur meiri en gert hafði verið ráð fyrir. Ríkisendurskoðun telur hins vegar að áætlanagerð ráðuneyta og ríkisstofnanna hafi almennt batnað á undanförnum árum þótt halli stofnana sem fóru umfram fjárheimildir á árinu 2003, hafi aukist. Í skýrslunni er tímabilið 1999 til 2002 skoðað sérstaklega. Í ljós kemur að á því tímabili fékk ríkið 38,2 milljarða króna meira í skatttekjur en fjárlög gerðu ráð fyrir. Útgjöld voru hins vegar um nítíu milljörðum króna hærri og útskýrir hækkun lífeyrisskuldbindinga 32 milljarða af því. Fréttir Innlent Stj.mál Viðskipti Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ Segir ESB stærstu ógnina við viðskiptahagsmuni landsins Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Sjá meira
Ríkisendurskoðun telur árlega framúrkeyrslu fjárlagaliða hjá ríkinu vera óviðunandi. Þar segir að í nágrannalöndunum heyri það til undantekninga að fjárlög séu ekki virt en hér á landi séu um 120 af 530 liðum á fjárlögum með uppsafnaðan halla sem nemur meira en fjórum prósentum af árlegum fjárheimildum. Í tilkynningu frá Ríkisendurskoðun segir að stofnunin telji þessa umframeyðslu óviðunandi enda "gerir hún að engu markmið stjórnvalda um hóflega aukningu ríkisútgjalda og hallalausan rekstur." Ríkisendurskoðun leggur til að farið verði sérstaklega yfir stöðu þeirra stofnana sem hafi safnað neikvæðri stöðu gagnvart fjárheimildum undanfarin ár. "Ljóst er að margar þeirra geta engan veginn sinnt núverandi starfsemi með þeim fjárveitingum sem þeim eru ætlaðar í fjárlögum. Ef stjórnvöld ætla þessum stofnunum ekki að draga verulega saman rekstur sinn til að jafna hallann er ljóst að þær þurfa á sérstökum fjárveitingum að halda," segir í skýrslunni. Ríkisendurskoðun rekur frávik ríkisrekstrarins frá fjárlögum; meðal annars það að fjárlög ársins 2003 gerðu ráð fyrir 3,8 milljarða króna greiðsluafgangi en í reynd varð hallinn 9,1 milljarður króna. Þá segir að í fjárlögum hafi verið gert ráð fyrir um 1 prósent hækkun á samneyslu en reyndin hafi verið 7,1 prósent hækkun. Þá voru lántökur meiri en gert hafði verið ráð fyrir. Ríkisendurskoðun telur hins vegar að áætlanagerð ráðuneyta og ríkisstofnanna hafi almennt batnað á undanförnum árum þótt halli stofnana sem fóru umfram fjárheimildir á árinu 2003, hafi aukist. Í skýrslunni er tímabilið 1999 til 2002 skoðað sérstaklega. Í ljós kemur að á því tímabili fékk ríkið 38,2 milljarða króna meira í skatttekjur en fjárlög gerðu ráð fyrir. Útgjöld voru hins vegar um nítíu milljörðum króna hærri og útskýrir hækkun lífeyrisskuldbindinga 32 milljarða af því.
Fréttir Innlent Stj.mál Viðskipti Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ Segir ESB stærstu ógnina við viðskiptahagsmuni landsins Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Sjá meira