Bush ánægður með skýrsluna 24. júlí 2004 00:01 George Bush, forseti Bandaríkjanna, lýsir ánægju sinni með skýrslu nefndar um hryðjuverkin 11. september 2001, þótt ríkisstjórn hans sé harðlega gagnrýnd í henni. Skýrslan varpar meðal annars skýrara ljósi en áður á þau hörðu átök sem urðu milli flugræningja og farþega í flugvélinni sem hrapaði í Pennsylvaníu. Í skýrslu nefndarinnar segir meðal annars að hryðjuverkin 11. september hafi verið áfall, en þó ekki óvænt áfall. Aðgerðir ríkisstjórna George Bush og Bills Clintons á árunum 1998-2001 hafi hvorki truflað né seinkað áformum Al-Kaída og stjórn George Bush hafi hreinlega ekki tekið hryðjuverkaógnina alvarlega. Þrátt fyrir þessa gagnrýni er George Bush ánægður með það sem fram kemur í skýrslunni og segir hana minna Bandaríkjamenn á að ógnin vegna hryðjuverka sé alls ekki liðin hjá. Hann sagðist í vikulegu útvarpsávarpi sínu til þjóðarinnar vera þakklátur fyrir störf nefndarinnar undanfarna tuttugu mánuði. Hún hafi skilað alvarlegri og tæmandi skýrslu og Bush þiggur ráðleggingar hennar með þökkum. Hann segir ríkisstjórnina reyndar þegar hafa innleitt margar þær tillögur sem nefndin skilaði. Allar hugmyndir verða skoðar vandlega, að sögn forsetans, um úrbætur í öryggismálum og hvernig megi koma í veg fyrir frekari árásir. Ekki eru allir tilbúnir að samþykkja að stjórn Bush hafi þegar hrint í framkvæmd stórum hluta þeirra úrbóta sem lagðar eru til í skýrslunni. John Kerry lýsti því t.a.m. yfir í gær að skýrslan fæli í sér þau einföldu skilaboð að hægt væri að gera betur í öryggismálum en stjórn Bush hefði gert, og það myndi hann gera kæmist hann til valda í haust. En það kemur ýmislegt annað fram í skýrslunni heldur en gagnrýni á ríkisstjórnir Bush og Clintons. Í skýrslunni eru t.d. tíunduð mikil átök sem áttu sér stað á milli farþega og flugræningja í vélinni sem brotlenti í Pennsylvaníu. Farþegar vélarinnar voru við það að yfirbuga flugræningjana þegar vélinni var brotlent í jörðina. Einn flugræningjanna, Ziad Jarrah, sem var við stjórnvölinn, sveigði vélinni til beggja átta og upp og niður til þess að trufla fjölda farþega sem voru við það að komast inn í stjórnklefann. Þegar farþegarnir gerðu næstu atlögu að stjórnklefanum aðeins fáeinum mínútum síðar var Jarrah nóg boðið og hann keyrði vélina niður í átt að jörðinni um leið og hann ákallaði Allah. Skömmu síðar lá brakið af vélinni í jörðinni í Shanksville í Pennsylvaníu. Á myndinni má sjá skýrsluna til sölu í bókabúð í Bandaríkjunum. Erlent Fréttir Stj.mál Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Sjá meira
George Bush, forseti Bandaríkjanna, lýsir ánægju sinni með skýrslu nefndar um hryðjuverkin 11. september 2001, þótt ríkisstjórn hans sé harðlega gagnrýnd í henni. Skýrslan varpar meðal annars skýrara ljósi en áður á þau hörðu átök sem urðu milli flugræningja og farþega í flugvélinni sem hrapaði í Pennsylvaníu. Í skýrslu nefndarinnar segir meðal annars að hryðjuverkin 11. september hafi verið áfall, en þó ekki óvænt áfall. Aðgerðir ríkisstjórna George Bush og Bills Clintons á árunum 1998-2001 hafi hvorki truflað né seinkað áformum Al-Kaída og stjórn George Bush hafi hreinlega ekki tekið hryðjuverkaógnina alvarlega. Þrátt fyrir þessa gagnrýni er George Bush ánægður með það sem fram kemur í skýrslunni og segir hana minna Bandaríkjamenn á að ógnin vegna hryðjuverka sé alls ekki liðin hjá. Hann sagðist í vikulegu útvarpsávarpi sínu til þjóðarinnar vera þakklátur fyrir störf nefndarinnar undanfarna tuttugu mánuði. Hún hafi skilað alvarlegri og tæmandi skýrslu og Bush þiggur ráðleggingar hennar með þökkum. Hann segir ríkisstjórnina reyndar þegar hafa innleitt margar þær tillögur sem nefndin skilaði. Allar hugmyndir verða skoðar vandlega, að sögn forsetans, um úrbætur í öryggismálum og hvernig megi koma í veg fyrir frekari árásir. Ekki eru allir tilbúnir að samþykkja að stjórn Bush hafi þegar hrint í framkvæmd stórum hluta þeirra úrbóta sem lagðar eru til í skýrslunni. John Kerry lýsti því t.a.m. yfir í gær að skýrslan fæli í sér þau einföldu skilaboð að hægt væri að gera betur í öryggismálum en stjórn Bush hefði gert, og það myndi hann gera kæmist hann til valda í haust. En það kemur ýmislegt annað fram í skýrslunni heldur en gagnrýni á ríkisstjórnir Bush og Clintons. Í skýrslunni eru t.d. tíunduð mikil átök sem áttu sér stað á milli farþega og flugræningja í vélinni sem brotlenti í Pennsylvaníu. Farþegar vélarinnar voru við það að yfirbuga flugræningjana þegar vélinni var brotlent í jörðina. Einn flugræningjanna, Ziad Jarrah, sem var við stjórnvölinn, sveigði vélinni til beggja átta og upp og niður til þess að trufla fjölda farþega sem voru við það að komast inn í stjórnklefann. Þegar farþegarnir gerðu næstu atlögu að stjórnklefanum aðeins fáeinum mínútum síðar var Jarrah nóg boðið og hann keyrði vélina niður í átt að jörðinni um leið og hann ákallaði Allah. Skömmu síðar lá brakið af vélinni í jörðinni í Shanksville í Pennsylvaníu. Á myndinni má sjá skýrsluna til sölu í bókabúð í Bandaríkjunum.
Erlent Fréttir Stj.mál Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Sjá meira
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent