Erlent

Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn

Jón Þór Stefánsson skrifar
Mike Johnson, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings. Í bakgrunni sést Donald Trump, fyrrverandi og verðandi Bandaríkjaforseti.
Mike Johnson, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings. Í bakgrunni sést Donald Trump, fyrrverandi og verðandi Bandaríkjaforseti. Getty

Repúblikanar munu vera með stjórn á Hvíta húsinu og báðum deildum Bandaríska þingsins. Þetta segir CNN sem lýsir því yfir að Repúblikanaflokkurinn hafi náð meirihluta í fulltrúadeildinni eftir kosningarnar í síðustu viku.

Áður hafði legið fyrir að Repúblikanar hefðu unnið í forsetakosningunum, þar sem Donald Trump sigraði Kamölu Harris frá Demókrötum, sem og í öldungadeildinni.

CNN segir að þetta muni gefa Repúblikanaflokknum gríðarlegt vald, sem geti breytt Bandaríkjunum svo um munar.

Líklegt sé að miklar skattalækkanir muni ganga í garð vestanhafs, harðari útlendingastefna verði tekin upp og aðrar umsvifamiklar breytingar verði gerðar bæði í innan- og utanríkismálum.

Undanfarna daga hefur nokkuð verið fjallað um ákvarðanir Trump fyrir komandi forsetatíð hans. Hann mun útnefna auðjöfurinn Elon Musk sem ráðgjafa um niðurskurð og sparnað innan stjórnkerfisins.

 Þá mun Pete Hegseth, sjónvarpsmaður hjá Fox News, verða næsti varnarmálaráðherra landsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×