Höll minninganna 2. september 2004 00:01 Sjónarmið - Guðmundur Magnússon Með opnun Þjóðminjasafns Íslands í gærkvöld eftir endurbyggingu safnhússins við Suðurgötu og nútímalega uppsetningu grunnsýningar og áhugaverðra sérsýninga höfum við Íslendingar eignast glæsilegt menningarsetur sem þjóðin getur verið stolt af. Fram að þessu hafa erlendir ferðamenn verið í meirihluta gesta á íslenskum minjasöfnum og menningarsögulegum sýningum. Íslendingum hefur fundist nóg að koma þangað einu sinni og jafnvel nægilegt að vita bara af menningarsögunni í öruggum höndum. Fullyrða má að hið nýja þjóðminjasafn mun toga þá til sín aftur sem á annað borð taka þá skynsamlegu ákvörðun að leggja þangað leið sína. Og ef eitthvað er að marka viðbrögð gestanna sem sóttu opnunarhátíðina í gærkvöld mun þjóðin fyllast undrun og gleði yfir arfi sínum og smekkvísi, dugnaði og metnaði þeirra sem falið hefur verið að miðla honum til samfélagsins. Sérstakt hrós ber Margréti Hallgrímsdóttur þjóðminjaverði fyrir örugga og fumlausa forystu um verkið. Biskup Íslands, herra Karl Sigurbjörnsson, kallaði þjóðminjasafnið "höll minninganna" þegar hann blessaði húsið. Þau orð ramma vel inn glæsilega umgjörðina annars vegar og hins vegar þær mörgu gersemar og þarfaþing frá öllum öldum Íslandssögunnar sem þar er að finna. Er makalaust að sjá hve sögufrægir forngripir eins og Þórslíkneskið, Ufsakristur, biskupsbagallinn frá Þingvöllum, hneftaflið gamla, Valþjófsstaðarhurðin, Grundarstólinn og innsigli Íslands, svo örfáir munir séu nefndir, njóta sín vel í sýningarskápunum, sem hugvitssamlega er fyrir komið, og hve aðgengilegar allar upplýsingar um gripina eru. Þjóðminjasafnið er um margt "spegill þjóðarinnar í fortíð sem nútíð" svo vitnað sé til orða Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur menntamálaráðherra í ávarpi til gesta við opnunina. "Safnið veitir okkur verðmæta innsýn í það hvernig við vorum og þá um leið skilning á því hvers vegna við sem þjóð höfum þróast eins og raun ber vitni," sagði ráðherra réttilega. Það er einmitt ástæðan fyrir því að landsmönnum er hollt, ekki síst á tímum mikilla breytinga eins og nú ganga yfir þjóðfélagið, að kynna sér Þjóðminjasafnið og þá mynd af sameiginlegri sögu okkar sem þar er dregin upp. En óháð allri þjóðrækni og umhugsun um söguna eru nýju sýningarnar áhugaverðar af því að þær eru fallegar, listrænar og kveikja með gestum hugsun og tilfinningu. Það var vel til fundið að fela Davíð Oddssyni forsætisráðherra að opna Þjóðminjasafnið formlega en það er fyrsta opinbera embættisverk hans eftir að hann veiktist fyrr í sumar. Hann hefur alla tíð verið mikill áhugamaður um safnið og þó að það hafi ekki farið hátt mun hann á síðasta ári hafa tekið af skarið um að settur var sá kraftur og fjárveiting í að ljúka endurbyggingunni á myndarlegan hátt eftir nokkurt erfiðleikatímabil sem bar þann árangur að safnið er nú loks opið á ný eftir átta ára hlé. Fagna ber því hve myndarlega nokkur stórfyrirtæki landsins hafa stutt við endurbyggingu Þjóðminjasafnsins. Það munar um slíkan stuðning frá atvinnu- og viðskiptalífinu og hann sýnir að forystumenn okkar á því sviði skilja mikilvægi þess að tengja saman í órofa heild fortíð, samtíð og sókn til framtíðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Magnússon Mest lesið Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um rekstur Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Er B minna en 8? Thelma Rut Haukdal skrifar Skoðun Endurskoðun áfengislöggjafarinnar er verkefni stjórnmálanna Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir skrifar Skoðun Tvær akgreinar í hvora átt frá Rauðavatni að Markarfljóti Arnar Freyr Ólafsson skrifar Sjá meira
Sjónarmið - Guðmundur Magnússon Með opnun Þjóðminjasafns Íslands í gærkvöld eftir endurbyggingu safnhússins við Suðurgötu og nútímalega uppsetningu grunnsýningar og áhugaverðra sérsýninga höfum við Íslendingar eignast glæsilegt menningarsetur sem þjóðin getur verið stolt af. Fram að þessu hafa erlendir ferðamenn verið í meirihluta gesta á íslenskum minjasöfnum og menningarsögulegum sýningum. Íslendingum hefur fundist nóg að koma þangað einu sinni og jafnvel nægilegt að vita bara af menningarsögunni í öruggum höndum. Fullyrða má að hið nýja þjóðminjasafn mun toga þá til sín aftur sem á annað borð taka þá skynsamlegu ákvörðun að leggja þangað leið sína. Og ef eitthvað er að marka viðbrögð gestanna sem sóttu opnunarhátíðina í gærkvöld mun þjóðin fyllast undrun og gleði yfir arfi sínum og smekkvísi, dugnaði og metnaði þeirra sem falið hefur verið að miðla honum til samfélagsins. Sérstakt hrós ber Margréti Hallgrímsdóttur þjóðminjaverði fyrir örugga og fumlausa forystu um verkið. Biskup Íslands, herra Karl Sigurbjörnsson, kallaði þjóðminjasafnið "höll minninganna" þegar hann blessaði húsið. Þau orð ramma vel inn glæsilega umgjörðina annars vegar og hins vegar þær mörgu gersemar og þarfaþing frá öllum öldum Íslandssögunnar sem þar er að finna. Er makalaust að sjá hve sögufrægir forngripir eins og Þórslíkneskið, Ufsakristur, biskupsbagallinn frá Þingvöllum, hneftaflið gamla, Valþjófsstaðarhurðin, Grundarstólinn og innsigli Íslands, svo örfáir munir séu nefndir, njóta sín vel í sýningarskápunum, sem hugvitssamlega er fyrir komið, og hve aðgengilegar allar upplýsingar um gripina eru. Þjóðminjasafnið er um margt "spegill þjóðarinnar í fortíð sem nútíð" svo vitnað sé til orða Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur menntamálaráðherra í ávarpi til gesta við opnunina. "Safnið veitir okkur verðmæta innsýn í það hvernig við vorum og þá um leið skilning á því hvers vegna við sem þjóð höfum þróast eins og raun ber vitni," sagði ráðherra réttilega. Það er einmitt ástæðan fyrir því að landsmönnum er hollt, ekki síst á tímum mikilla breytinga eins og nú ganga yfir þjóðfélagið, að kynna sér Þjóðminjasafnið og þá mynd af sameiginlegri sögu okkar sem þar er dregin upp. En óháð allri þjóðrækni og umhugsun um söguna eru nýju sýningarnar áhugaverðar af því að þær eru fallegar, listrænar og kveikja með gestum hugsun og tilfinningu. Það var vel til fundið að fela Davíð Oddssyni forsætisráðherra að opna Þjóðminjasafnið formlega en það er fyrsta opinbera embættisverk hans eftir að hann veiktist fyrr í sumar. Hann hefur alla tíð verið mikill áhugamaður um safnið og þó að það hafi ekki farið hátt mun hann á síðasta ári hafa tekið af skarið um að settur var sá kraftur og fjárveiting í að ljúka endurbyggingunni á myndarlegan hátt eftir nokkurt erfiðleikatímabil sem bar þann árangur að safnið er nú loks opið á ný eftir átta ára hlé. Fagna ber því hve myndarlega nokkur stórfyrirtæki landsins hafa stutt við endurbyggingu Þjóðminjasafnsins. Það munar um slíkan stuðning frá atvinnu- og viðskiptalífinu og hann sýnir að forystumenn okkar á því sviði skilja mikilvægi þess að tengja saman í órofa heild fortíð, samtíð og sókn til framtíðar.
Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar
Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun