Rangt stríð í sviðsljósinu 7. september 2004 00:01 Sjónarmið - Guðmundur Magnússon Vofa Víetnamstríðsins er ljóslifandi í aðdraganda forsetakosninganna í Bandaríkjunum þótt liðin séu nærri þrjátíu ár síðan þátttöku þeirra í stríðsrekstrinum lauk. Þetta hefur leitt til þess að veruleiki stríðsins í Írak, sem ætti að vera eitt helsta umræðuefni kosningabaráttunnar, hverfur í skuggann. Það var John Kerry, forsetaefni demókrata, sem setti Víetnamstríðið á dagskrá kosninganna. Hann var sjálfboðaliði í herliði Bandaríkjanna í Víetnam í nokkra mánuði í lok sjöunda áratugarins og hlaut þrjár orður fyrir frækna framgöngu. Líklegt er að Kerry hafi viljað leggja áherslu á hugprýði sína í samhengi við orðasveim um að George Bush, núverandi forseti, hafi með klíkuskap komið sér undan herþjónustu í Víetnam. Þá hefur Kerry látið þau orð falla að maður sem tekið hafi þátt í stríði eins og hann eigi auðveldara með að stýra herafla Bandaríkjanna og skilja þarfir hans en maður sem enga reynslu hefur af vígvellinum. Vandi Kerrys er hins vegar sá að eftir að hann kom heim frá Víetnam gerðist hann einn ákveðnasti andstæðingur styrjaldarinnar og þátttöku Bandaríkjamanna í henni. Hann lét þá þung orð falla um framferði bandarískra hermanna og taldi sig hafa vitneskju um að ýmsir í þeirra hópi hefðu orðið berir að stríðsglæpum. Þessi orð hafa margir fyrrverandi hermenn frá Víetnam átt erfitt með að fyrirgefa honum. Þeir eru nú fjölmennur og öflugur þrýstihópur í Bandaríkjunum. Þeim finnst Kerry hafa logið upp á þá sökum. Segja má að þeir hafi verið á eftir honum allt frá því að hann hóf stjórnmálaafskipti á áttunda ártugnum. Þótt Kerry hefði ekki sett Víetnam á dagskrá kosningabaráttunnar hefðu þessir fyrrverandi hermenn gert það eins og sjónvarpsauglýsingin illræmda og bókin Unfit for Command eru til marks um. En ekki er víst að herferðin gegn Kerry hefði orðið sá smellur og miðdepill athygli sem raun ber vitni ef hann hefði ekki sjálfur plægt jarðveginn. Ástæða er til að efast um þá fullyrðingu Kerrys að þátttaka hans í Víetnamstríðinu geri hann hæfari en Bush forseta til að vera leiðtogi Bandaríkjanna. Fyrir utan það hve þversagnarkenndur þessi málflutningur er í ljósi þess að Kerry var einn nafnkunnasti andstæðingur stríðsins er rétt að hafa í huga að eðli og skipulag hernaðar og hernaðarbúnaður allur hefur tekið grundvallarbreytingum á undanförnum árum og áratugum. Ósennilegt er að nokkurn markverðan lærdóm megi draga af stríðsrekstrinum í Víetanam fyrir nútímaátök. Bandaríkjamenn ættu frekar að tala um Írak en Víetnam nú þegar þeir ganga að kjörborðinu til að ákveða hver utanríkis- og hermálastefna landsins verður næstu fjögur árin. Þar er hins vegar sá vandi að Kerry var stuðningsmaður innrásarinnar og hefur ekki veitt trúverðug svör við því hvert hann stefni í málefnum Íraks verði hann kjörinn forseti. Hann hefur gagnrýnt Bush og gert mikið úr óförum hersins í Írak en enga leiðsögn veitt um hvernig hann sjálfur hugsi sér að halda á málum. Bandaríkjamenn hafa því enga skýra valkosti í Íraksmálinu, einu mikilvægasta máli samtímans, og sitja uppi með fáránlegar deilur um þrjátíu ára gamalt stríð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Magnússon Mest lesið Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek Skoðun Nokkur orð um sérlausn í flugi Birna Sigrún Hallsdóttir,Hrafnhildur Bragadóttir Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson Skoðun Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Nokkur orð um sérlausn í flugi Birna Sigrún Hallsdóttir,Hrafnhildur Bragadóttir skrifar Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason skrifar Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal skrifar Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson skrifar Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson skrifar Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson skrifar Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson skrifar Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Sjá meira
Sjónarmið - Guðmundur Magnússon Vofa Víetnamstríðsins er ljóslifandi í aðdraganda forsetakosninganna í Bandaríkjunum þótt liðin séu nærri þrjátíu ár síðan þátttöku þeirra í stríðsrekstrinum lauk. Þetta hefur leitt til þess að veruleiki stríðsins í Írak, sem ætti að vera eitt helsta umræðuefni kosningabaráttunnar, hverfur í skuggann. Það var John Kerry, forsetaefni demókrata, sem setti Víetnamstríðið á dagskrá kosninganna. Hann var sjálfboðaliði í herliði Bandaríkjanna í Víetnam í nokkra mánuði í lok sjöunda áratugarins og hlaut þrjár orður fyrir frækna framgöngu. Líklegt er að Kerry hafi viljað leggja áherslu á hugprýði sína í samhengi við orðasveim um að George Bush, núverandi forseti, hafi með klíkuskap komið sér undan herþjónustu í Víetnam. Þá hefur Kerry látið þau orð falla að maður sem tekið hafi þátt í stríði eins og hann eigi auðveldara með að stýra herafla Bandaríkjanna og skilja þarfir hans en maður sem enga reynslu hefur af vígvellinum. Vandi Kerrys er hins vegar sá að eftir að hann kom heim frá Víetnam gerðist hann einn ákveðnasti andstæðingur styrjaldarinnar og þátttöku Bandaríkjamanna í henni. Hann lét þá þung orð falla um framferði bandarískra hermanna og taldi sig hafa vitneskju um að ýmsir í þeirra hópi hefðu orðið berir að stríðsglæpum. Þessi orð hafa margir fyrrverandi hermenn frá Víetnam átt erfitt með að fyrirgefa honum. Þeir eru nú fjölmennur og öflugur þrýstihópur í Bandaríkjunum. Þeim finnst Kerry hafa logið upp á þá sökum. Segja má að þeir hafi verið á eftir honum allt frá því að hann hóf stjórnmálaafskipti á áttunda ártugnum. Þótt Kerry hefði ekki sett Víetnam á dagskrá kosningabaráttunnar hefðu þessir fyrrverandi hermenn gert það eins og sjónvarpsauglýsingin illræmda og bókin Unfit for Command eru til marks um. En ekki er víst að herferðin gegn Kerry hefði orðið sá smellur og miðdepill athygli sem raun ber vitni ef hann hefði ekki sjálfur plægt jarðveginn. Ástæða er til að efast um þá fullyrðingu Kerrys að þátttaka hans í Víetnamstríðinu geri hann hæfari en Bush forseta til að vera leiðtogi Bandaríkjanna. Fyrir utan það hve þversagnarkenndur þessi málflutningur er í ljósi þess að Kerry var einn nafnkunnasti andstæðingur stríðsins er rétt að hafa í huga að eðli og skipulag hernaðar og hernaðarbúnaður allur hefur tekið grundvallarbreytingum á undanförnum árum og áratugum. Ósennilegt er að nokkurn markverðan lærdóm megi draga af stríðsrekstrinum í Víetanam fyrir nútímaátök. Bandaríkjamenn ættu frekar að tala um Írak en Víetnam nú þegar þeir ganga að kjörborðinu til að ákveða hver utanríkis- og hermálastefna landsins verður næstu fjögur árin. Þar er hins vegar sá vandi að Kerry var stuðningsmaður innrásarinnar og hefur ekki veitt trúverðug svör við því hvert hann stefni í málefnum Íraks verði hann kjörinn forseti. Hann hefur gagnrýnt Bush og gert mikið úr óförum hersins í Írak en enga leiðsögn veitt um hvernig hann sjálfur hugsi sér að halda á málum. Bandaríkjamenn hafa því enga skýra valkosti í Íraksmálinu, einu mikilvægasta máli samtímans, og sitja uppi með fáránlegar deilur um þrjátíu ára gamalt stríð.
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar
Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson Skoðun