Þörf er á meiri sveigjanleika 8. september 2004 00:01 Sjónarmið - Guðmundur Magnússon Auðvelt er að setja sig í spor beggja deilenda í máli öryrkjans sem borinn var út úr leiguíbúð í eigu Reykjavíkurborgar í lok síðustu viku vegna vangreiddrar húsaleigu til langs tíma. Björk Vilhelmsdóttir, formaður félagsmálaráðs, segir réttilega hér í blaðinu í gær að ekki sé hægt að una við það að einstakir leigjendur félagslegra íbúða hækki velferðarstyrk sinn mánuðum og jafnvel árum saman með því að vanrækja greiðslu húsaleigu. Í orðum hennar liggur að umrætt mál snúist ekki um greiðslugetu viðkomandi skjólstæðings Félagsþjónustunnar heldur viljaleysi og skort á ábyrgðarkennd. Sjónarmið Ögmundar Jónassonar alþingismanns er líka réttmætt og raunar almennt viðurkennt hér á landi. Enginn á að þurfa að standa uppi án húsnæðis í einhverju ríkasta þjóðfélagi veraldar. Enginn á að vera á götunni eða búa við umkomuleysi vegna fátæktar eða aðstæðna sem viðkomandi ræður ekki við. Deila Bjarkar og Ögmundar er áhugaverð frá stjórnmálasjónarmiði. Þau tilheyra bæði flokki Vinstri grænna sem telur sig helsta málsvara láglaunafólks og hinna efnaminni í þjóðfélaginu. Vegna aðildar að Reykjavíkurlistanum hafa fulltrúar flokksins komist til valda og áhrifa í stjórn Reykjavíkurborgar. Með Björk Vilhelmsdóttur sem formann félagsmálaráðs má heita að Vinstri grænir ráði því sem þeir vilja ráða um félagsþjónustu borgarinnar. Ekki er órökrétt er að álykta að vinnubrögð þeirra hjá borginni endurspegli hvernig þeir stæðu að málum ef þeir færu með völdin í þjóðfélaginu öllu. Þó að Vinstri grænir vilji í orði kveðnu gera allt fyrir alla og mæli í kosningum af meira örlæti um samhjálp og jafna dreifingu lífsgæða en nokkur annar stjórnmálaflokkur vita forystumenn þeirra að jafnvel í gnægtaþjóðfélagi eru félagslegri aðstoð takmörk sett. Hafi einhver trúað því að Vinstri grænir hefðu undir höndum lykil að allsherjarlausn félagslegra vandamála sýnir framganga þeirra í valdastöðu að svo er ekki. Vinstri grænir eru þó auðvitað aukaatriði í öryrkjamálinu sjálfu. Miklu mikilvægari hlið málsins snýr að vinnubrögðum Félagsþjónustunnar í Reykjavík. Spurningar vakna um sveigjanleika hennar við erfið skilyrði. Alkunna er að jafnvel hin bestu samhjálparkerfi hafa tilhneigingu til að frjósa og lokast og blindast þegar þau standa frammi fyrir óvenjulegum úrlausnarefnum. Kerfin virka best þegar hægt er að fylgja forskrift og venjum. Félagsþjónustan braut engar reglur í öryrkjamálinu. Frá almennu sjónarmiði er ekkert aðfinnsluvert við að fólk sem sýnir ábyrgðarleysi og ámælisverða framkomu, hvort sem það á við í þessu máli eða ekki, sé látið taka afleiðingum þess. En í öryrkjamálinu stendur Félagsþjónustan frammi fyrir því að með því að fylgja reglum sínum út í æsar "leysir" hún vandann eins og hann birtist á einu sviðinu en skapar um leið annan vanda á öðru sviði sem henni samkvæmt sömu reglum ber að finna lausn á. Einhvers staðar verða "vondir" að vera. Í þessu ljósi virðist aðkallandi að Félagsþjónustan leggi aukna hugsun og vinnu í að fást við "erfiða" skjólstæðinga og finna úrræði handa þeim án þess að þeir lendi í óviðunandi aðstæðum og vítahring sem hætt er við að magni aðeins ógæfu þeirra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Magnússon Mest lesið Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Sjónarmið - Guðmundur Magnússon Auðvelt er að setja sig í spor beggja deilenda í máli öryrkjans sem borinn var út úr leiguíbúð í eigu Reykjavíkurborgar í lok síðustu viku vegna vangreiddrar húsaleigu til langs tíma. Björk Vilhelmsdóttir, formaður félagsmálaráðs, segir réttilega hér í blaðinu í gær að ekki sé hægt að una við það að einstakir leigjendur félagslegra íbúða hækki velferðarstyrk sinn mánuðum og jafnvel árum saman með því að vanrækja greiðslu húsaleigu. Í orðum hennar liggur að umrætt mál snúist ekki um greiðslugetu viðkomandi skjólstæðings Félagsþjónustunnar heldur viljaleysi og skort á ábyrgðarkennd. Sjónarmið Ögmundar Jónassonar alþingismanns er líka réttmætt og raunar almennt viðurkennt hér á landi. Enginn á að þurfa að standa uppi án húsnæðis í einhverju ríkasta þjóðfélagi veraldar. Enginn á að vera á götunni eða búa við umkomuleysi vegna fátæktar eða aðstæðna sem viðkomandi ræður ekki við. Deila Bjarkar og Ögmundar er áhugaverð frá stjórnmálasjónarmiði. Þau tilheyra bæði flokki Vinstri grænna sem telur sig helsta málsvara láglaunafólks og hinna efnaminni í þjóðfélaginu. Vegna aðildar að Reykjavíkurlistanum hafa fulltrúar flokksins komist til valda og áhrifa í stjórn Reykjavíkurborgar. Með Björk Vilhelmsdóttur sem formann félagsmálaráðs má heita að Vinstri grænir ráði því sem þeir vilja ráða um félagsþjónustu borgarinnar. Ekki er órökrétt er að álykta að vinnubrögð þeirra hjá borginni endurspegli hvernig þeir stæðu að málum ef þeir færu með völdin í þjóðfélaginu öllu. Þó að Vinstri grænir vilji í orði kveðnu gera allt fyrir alla og mæli í kosningum af meira örlæti um samhjálp og jafna dreifingu lífsgæða en nokkur annar stjórnmálaflokkur vita forystumenn þeirra að jafnvel í gnægtaþjóðfélagi eru félagslegri aðstoð takmörk sett. Hafi einhver trúað því að Vinstri grænir hefðu undir höndum lykil að allsherjarlausn félagslegra vandamála sýnir framganga þeirra í valdastöðu að svo er ekki. Vinstri grænir eru þó auðvitað aukaatriði í öryrkjamálinu sjálfu. Miklu mikilvægari hlið málsins snýr að vinnubrögðum Félagsþjónustunnar í Reykjavík. Spurningar vakna um sveigjanleika hennar við erfið skilyrði. Alkunna er að jafnvel hin bestu samhjálparkerfi hafa tilhneigingu til að frjósa og lokast og blindast þegar þau standa frammi fyrir óvenjulegum úrlausnarefnum. Kerfin virka best þegar hægt er að fylgja forskrift og venjum. Félagsþjónustan braut engar reglur í öryrkjamálinu. Frá almennu sjónarmiði er ekkert aðfinnsluvert við að fólk sem sýnir ábyrgðarleysi og ámælisverða framkomu, hvort sem það á við í þessu máli eða ekki, sé látið taka afleiðingum þess. En í öryrkjamálinu stendur Félagsþjónustan frammi fyrir því að með því að fylgja reglum sínum út í æsar "leysir" hún vandann eins og hann birtist á einu sviðinu en skapar um leið annan vanda á öðru sviði sem henni samkvæmt sömu reglum ber að finna lausn á. Einhvers staðar verða "vondir" að vera. Í þessu ljósi virðist aðkallandi að Félagsþjónustan leggi aukna hugsun og vinnu í að fást við "erfiða" skjólstæðinga og finna úrræði handa þeim án þess að þeir lendi í óviðunandi aðstæðum og vítahring sem hætt er við að magni aðeins ógæfu þeirra.
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun