Ráðstafanir vegna atvinnuleysis 9. september 2004 00:01 Sjónarmið - Guðmundur Magnússon Þegar stóriðjuframkvæmdirnar á Austurlandi voru í sjónmáli fyrir um það bil tveimur árum fylltust margir bjartsýni um að atvinnuleysi í landinu minnkaði verulega. Ýmsum sýndist jafnvel umfang framkvæmdanna slíkt að skortur yrði á vinnuafli sem aftur hefði í för með sér launaskrið á vinnumarkaði með tilheyrandi verðbólguáhættu. Þetta hefur ekki gengið eftir. Hagvöxtur hefur að vísu aukist og virðist ætla að aukast áfram en atvinnuleysið er enn umtalsvert. Yfir fimm þúsund vinnufærir einstaklingar hafa enga daglega launavinnu. Eðlilega velta margir því fyrir sér hverju það sæti. Í þjóðhagsspá Greiningar Íslandsbanka, sem birt var á þriðjudaginn, er að finna forvitnilegar vangaveltur sem bregða ljósi á málið. Þar segir að aukinni vinnuaflsþörf við stóriðjuframkvæmdirnar hafi að miklu leyti verið mætt með innfluttu vinnuafli. Þess vegna hafi ekki skapast störf fyrir Íslendinga. Þá geri öflugar vinnuvélar og tækjabúnaður við framkvæmdirnar það að verkum að ekki sé þörf á jafn mörgum starfsmönnum og áður við sambærileg verkefni. Þessu til viðbótar telja sérfræðingar Íslandsbanka að við upphaf núverandi vaxtarskeiðs í efnahagslífinu hafi verið um að ræða allmikla vannýtta framleiðslugetu innan fyrirtækjanna. Það þýðir með öðrum orðum að um falið atvinnuleysi hafi verið að ræða. Fyrirtækin hafi ekki sagt upp starfsfólki þó að not fyrir það hafi verið lítil eða takmörkuð. Loks er bent á að ör þróun í upplýsingatækni kunni að skýra minni þörf fyrir vinnuafl. Allt eru þetta skynsamlegar ábendingar og umhugsunarverðar. Þær segja okkur að breytingar á atvinnulífinu sem áður tryggðu aukna atvinnu gera það ekki lengur. Ekki er það að öllu leyti vond þróun því hún þýðir að við getum aukið hagvöxt og bætt heildarlífskjörin án þess að þjóðfélagið lendi í vítahring verðbólgu eins og fyrr á árum. En þessi þróun vekur upp spurningar um verkefni fyrir þá sem eru atvinnulausir til lengri tíma. Eitthvert atvinnuleysi er eðlilegt og tímabundnar sveiflur í atvinnustigi þurfa ekki endilega að vera sérstakt áhyggjuefni. Það sem menn hljóta að staldra við sérstaklega núna er hve sá hópur sem hefur verið atvinnulaus í eitt ár eða lengur er orðinn fjölmennur. Hann telur nú á áttunda hundrað manns. Margir þessara atvinnuleysingja eru búnir hæfileikum og reynslu sem þjóðfélagið þarf að geta nýtt með einhverjum hætti. Í þessum hópi er margt fjölskyldufólk sem á erfitt með að láta enda ná saman í daglegu lífi vegna aðstæðna sinna. Atvinnuleysið skapar félagsleg vandamál sem eru óviðunandi fyrir okkar litla þjóðfélag. Ánægjulegu tíðindin í þjóðhagsspá Íslandsbanka eru þau orð að búast megi við að verulega dragi úr atvinnuleysi á næsta ári og þarnæsta. Það er að vísu tímabundin þróun að því er virðist en bót í máli. En ástæða er til að velta því fyrir sér hvort ekki sé með einhverjum hætti hægt að greiða götu þeirra sem ekki munu fyrirsjáanlega fá vinnu á næstu mánuðum. Getur ekki verið skynsamlegt fyrir ríki og sveitarfélög að leggja fé í markvissa ókeypis endurmenntun þessa fólks, svo sem á sviði upplýsingatækni, eða bjóða því aðrar námsleiðir og nýta þannig biðtímann á uppbyggilegan hátt? Aðgerðaleysi er versta böl hinna atvinnulausu. Eru ekki augljós hagræn rök fyrir því að verja opinberum fjármunum í námskeið og endurhæfingu atvinnulausra? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Magnússon Mest lesið Halldór 23.8.2025 Halldór Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
Sjónarmið - Guðmundur Magnússon Þegar stóriðjuframkvæmdirnar á Austurlandi voru í sjónmáli fyrir um það bil tveimur árum fylltust margir bjartsýni um að atvinnuleysi í landinu minnkaði verulega. Ýmsum sýndist jafnvel umfang framkvæmdanna slíkt að skortur yrði á vinnuafli sem aftur hefði í för með sér launaskrið á vinnumarkaði með tilheyrandi verðbólguáhættu. Þetta hefur ekki gengið eftir. Hagvöxtur hefur að vísu aukist og virðist ætla að aukast áfram en atvinnuleysið er enn umtalsvert. Yfir fimm þúsund vinnufærir einstaklingar hafa enga daglega launavinnu. Eðlilega velta margir því fyrir sér hverju það sæti. Í þjóðhagsspá Greiningar Íslandsbanka, sem birt var á þriðjudaginn, er að finna forvitnilegar vangaveltur sem bregða ljósi á málið. Þar segir að aukinni vinnuaflsþörf við stóriðjuframkvæmdirnar hafi að miklu leyti verið mætt með innfluttu vinnuafli. Þess vegna hafi ekki skapast störf fyrir Íslendinga. Þá geri öflugar vinnuvélar og tækjabúnaður við framkvæmdirnar það að verkum að ekki sé þörf á jafn mörgum starfsmönnum og áður við sambærileg verkefni. Þessu til viðbótar telja sérfræðingar Íslandsbanka að við upphaf núverandi vaxtarskeiðs í efnahagslífinu hafi verið um að ræða allmikla vannýtta framleiðslugetu innan fyrirtækjanna. Það þýðir með öðrum orðum að um falið atvinnuleysi hafi verið að ræða. Fyrirtækin hafi ekki sagt upp starfsfólki þó að not fyrir það hafi verið lítil eða takmörkuð. Loks er bent á að ör þróun í upplýsingatækni kunni að skýra minni þörf fyrir vinnuafl. Allt eru þetta skynsamlegar ábendingar og umhugsunarverðar. Þær segja okkur að breytingar á atvinnulífinu sem áður tryggðu aukna atvinnu gera það ekki lengur. Ekki er það að öllu leyti vond þróun því hún þýðir að við getum aukið hagvöxt og bætt heildarlífskjörin án þess að þjóðfélagið lendi í vítahring verðbólgu eins og fyrr á árum. En þessi þróun vekur upp spurningar um verkefni fyrir þá sem eru atvinnulausir til lengri tíma. Eitthvert atvinnuleysi er eðlilegt og tímabundnar sveiflur í atvinnustigi þurfa ekki endilega að vera sérstakt áhyggjuefni. Það sem menn hljóta að staldra við sérstaklega núna er hve sá hópur sem hefur verið atvinnulaus í eitt ár eða lengur er orðinn fjölmennur. Hann telur nú á áttunda hundrað manns. Margir þessara atvinnuleysingja eru búnir hæfileikum og reynslu sem þjóðfélagið þarf að geta nýtt með einhverjum hætti. Í þessum hópi er margt fjölskyldufólk sem á erfitt með að láta enda ná saman í daglegu lífi vegna aðstæðna sinna. Atvinnuleysið skapar félagsleg vandamál sem eru óviðunandi fyrir okkar litla þjóðfélag. Ánægjulegu tíðindin í þjóðhagsspá Íslandsbanka eru þau orð að búast megi við að verulega dragi úr atvinnuleysi á næsta ári og þarnæsta. Það er að vísu tímabundin þróun að því er virðist en bót í máli. En ástæða er til að velta því fyrir sér hvort ekki sé með einhverjum hætti hægt að greiða götu þeirra sem ekki munu fyrirsjáanlega fá vinnu á næstu mánuðum. Getur ekki verið skynsamlegt fyrir ríki og sveitarfélög að leggja fé í markvissa ókeypis endurmenntun þessa fólks, svo sem á sviði upplýsingatækni, eða bjóða því aðrar námsleiðir og nýta þannig biðtímann á uppbyggilegan hátt? Aðgerðaleysi er versta böl hinna atvinnulausu. Eru ekki augljós hagræn rök fyrir því að verja opinberum fjármunum í námskeið og endurhæfingu atvinnulausra?
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar