Kennaraverkfall hafið 19. september 2004 00:01 Rúmlega 43 þúsund grunnskólabörn þurfa að sitja heima í dag og næstu daga þar sem ekki tókst að leysa kjaradeilu kennara og sveitarfélaga. Samningafundi grunnskólakennara og launanefndar sveitarfélaga var slitið á tíunda tímanum í gærkvöld og hófst boðað verkfall 4.500 grunnskólakennara um land allt á miðnætti. Samningafundur er boðaður á fimmtudag. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins ber enn mikið í milli og ekki er útséð um hvenær eða hvort samningar náist. Fyrir utan Karphúsið í gær afhentu grunnskólabörn úr Hafnarfirði samninganefnd kennara og sveitarfélaga undirskriftalista með um 200 nöfnum grunnskólanema í Hafnarfirði. Var skorað á deilendur að semja sem fyrst og hugsa um framtíð barnannna í landinu. Margrét Guðjónsdóttir, Elín Sigurðardóttir og Katrín Hallgrímsdóttir, allar úr Hvaleyrarskóla, sögðu af því tilefni í samtali við Fréttablaðið að þær styddu fyllilega kröfur kennara. "Við viljum að kennarar fái hærri laun. Þetta er erfitt starf, við nemendur getum verið ótrúlega erfið. Vinnudagurinn er langur og launin eru allt of lág," sögðu þær. Þær sögðust sjálfar vera með frábæra kennara og það skipti miklu máli fyrir ungt fólk að hafa góðar fyrirmyndir. Samkvæmt upplýsingum frá Kennarasambandi Íslands eru meðallaun grunnskólakennara um 210 til 215 þúsund krónur á mánuði. Byrjunarlaun 24-27 ára nýútskrifaðra grunnskólakennara eru rúm 130 þúsund á mánuði. Kröfur grunnskólakennara eru meðal annars þær að byrjunarlaun verði sambærileg við laun framhaldsskólakennara. Byrjunarlaun framhaldsskólakennara eru tæp 240 þúsund á mánuði.Þá vilja kennarar draga úr kennsluskyldu, minnka kennsluskyldu umsjónarkennara, auka lágmarksundirbúning á forræði kennara og afnema launapotta. Grunnskólakennarar fóru síðast í dagsverkfall 27. október 1997. Þremur árum áður stóðu þeir í sex vikna verkfalli ásamt framhaldsskólakennurum. Tekist hefur að semja um kjör kennara í nokkrum einkareknum grunnskólum. Til að mynda fer einungis hluti kennara í Ísaksskóla í verkfall, Hjallaskólakennarar fara ekki í verkfall og ekki heldur kennarar Landakotsskóla og Tjarnarskóla. Fréttir Innlent Kjaramál Mest lesið Íslendingur handtekinn á EM Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Hljóp á sig Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Fleiri fréttir Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sjá meira
Rúmlega 43 þúsund grunnskólabörn þurfa að sitja heima í dag og næstu daga þar sem ekki tókst að leysa kjaradeilu kennara og sveitarfélaga. Samningafundi grunnskólakennara og launanefndar sveitarfélaga var slitið á tíunda tímanum í gærkvöld og hófst boðað verkfall 4.500 grunnskólakennara um land allt á miðnætti. Samningafundur er boðaður á fimmtudag. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins ber enn mikið í milli og ekki er útséð um hvenær eða hvort samningar náist. Fyrir utan Karphúsið í gær afhentu grunnskólabörn úr Hafnarfirði samninganefnd kennara og sveitarfélaga undirskriftalista með um 200 nöfnum grunnskólanema í Hafnarfirði. Var skorað á deilendur að semja sem fyrst og hugsa um framtíð barnannna í landinu. Margrét Guðjónsdóttir, Elín Sigurðardóttir og Katrín Hallgrímsdóttir, allar úr Hvaleyrarskóla, sögðu af því tilefni í samtali við Fréttablaðið að þær styddu fyllilega kröfur kennara. "Við viljum að kennarar fái hærri laun. Þetta er erfitt starf, við nemendur getum verið ótrúlega erfið. Vinnudagurinn er langur og launin eru allt of lág," sögðu þær. Þær sögðust sjálfar vera með frábæra kennara og það skipti miklu máli fyrir ungt fólk að hafa góðar fyrirmyndir. Samkvæmt upplýsingum frá Kennarasambandi Íslands eru meðallaun grunnskólakennara um 210 til 215 þúsund krónur á mánuði. Byrjunarlaun 24-27 ára nýútskrifaðra grunnskólakennara eru rúm 130 þúsund á mánuði. Kröfur grunnskólakennara eru meðal annars þær að byrjunarlaun verði sambærileg við laun framhaldsskólakennara. Byrjunarlaun framhaldsskólakennara eru tæp 240 þúsund á mánuði.Þá vilja kennarar draga úr kennsluskyldu, minnka kennsluskyldu umsjónarkennara, auka lágmarksundirbúning á forræði kennara og afnema launapotta. Grunnskólakennarar fóru síðast í dagsverkfall 27. október 1997. Þremur árum áður stóðu þeir í sex vikna verkfalli ásamt framhaldsskólakennurum. Tekist hefur að semja um kjör kennara í nokkrum einkareknum grunnskólum. Til að mynda fer einungis hluti kennara í Ísaksskóla í verkfall, Hjallaskólakennarar fara ekki í verkfall og ekki heldur kennarar Landakotsskóla og Tjarnarskóla.
Fréttir Innlent Kjaramál Mest lesið Íslendingur handtekinn á EM Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Hljóp á sig Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Fleiri fréttir Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sjá meira