Áhyggjufullir en óbugaðir 21. september 2004 00:01 Kennarar óttast að yfirstandandi verkfall verði bæði langt og strangt. Margir þeirra sækja verkfallsmiðstöðvar víða um land til að sýna samstöðu og fá stuðning frá starfsystkinum sínum. Jón Pétur Zimsen, kennari í Réttarholtsskóla, og Kristbjörg Eðvaldsdóttir, Hólabrekkuskóla, voru í gær í verkfallsmiðstöð Kennarafélags Reykjavíkur í gamla Karphúsinu við Borgartún. Jón Pétur hefur ekki áður verið í þessum aðstæðum. "Ég á örugglega eftir að upplifa hluti sem ég veit ekki hverjir eru núna. Ég hef heyrt það frá mér reyndara fólki að menn geti jafnvel lagst í þunglyndi og þess vegna getur verkfallsmiðstöðin veitt svo mikilvægan stuðning." Miðstöðin er fjölsótt þótt Kristbjörgu finnist að yngri kennarar mættu vera meira áberandi. "Ég held að þeir átti sig ekki á því að þetta er ekkert frí. Þeir halda að þeir eigi að bíða heima, svo verði samið og þá geti þeir komið aftur. Við mætum hins vegar hér í okkar verkfallsvinnu." Bæði eru sammála um að tekjumissirinn sem af verkfallinu leiðir muni koma verulega við kaunin á kennurum. "Í október fer virkilega að sverfa að og má búast við fyrsti hálfi mánuðurinn verði virkilega erfiður", segir Jón Pétur. "Fjárhagsskuldbindingar margra kennara eru töluverðar og ég veit að úr fyrri verkföllum þá hefur fólk nánast farið á hausinn þannig að þetta er ekkert grín. Áhyggjurnar sem fólk hefur af fjárhagnum eru það sem helst fælir það frá því að nota verkfallsvopnið, og svo auðvitað umhyggja fyrir börnunum." Kristbjörg hefur kennt um áraraðir og lagt niður störf nokkrum sinnum áður. Hún telur aðalmuninn á þessu verkfalli og því sem kennarar fóru í vorið 1995 liggja í aðkomu stórfyrirtækja að deilunni sem hún álítur að kæri sig kollótt um réttindabaráttu þeirra. Bæði búa þau sig undir langt verkfall og þó að horfurnar séu dökkar láta þau engan bilbug á sér finna. "Það er spurning hvort hægt sé að svelta kennarana til hlýðni. Ég vona ekki," segir Jón Pétur Zimsen. Fréttir Innlent Kjaramál Mest lesið Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Innlent Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Erlent Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Innlent Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Innlent Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Innlent Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Innlent Fleiri fréttir Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Sjá meira
Kennarar óttast að yfirstandandi verkfall verði bæði langt og strangt. Margir þeirra sækja verkfallsmiðstöðvar víða um land til að sýna samstöðu og fá stuðning frá starfsystkinum sínum. Jón Pétur Zimsen, kennari í Réttarholtsskóla, og Kristbjörg Eðvaldsdóttir, Hólabrekkuskóla, voru í gær í verkfallsmiðstöð Kennarafélags Reykjavíkur í gamla Karphúsinu við Borgartún. Jón Pétur hefur ekki áður verið í þessum aðstæðum. "Ég á örugglega eftir að upplifa hluti sem ég veit ekki hverjir eru núna. Ég hef heyrt það frá mér reyndara fólki að menn geti jafnvel lagst í þunglyndi og þess vegna getur verkfallsmiðstöðin veitt svo mikilvægan stuðning." Miðstöðin er fjölsótt þótt Kristbjörgu finnist að yngri kennarar mættu vera meira áberandi. "Ég held að þeir átti sig ekki á því að þetta er ekkert frí. Þeir halda að þeir eigi að bíða heima, svo verði samið og þá geti þeir komið aftur. Við mætum hins vegar hér í okkar verkfallsvinnu." Bæði eru sammála um að tekjumissirinn sem af verkfallinu leiðir muni koma verulega við kaunin á kennurum. "Í október fer virkilega að sverfa að og má búast við fyrsti hálfi mánuðurinn verði virkilega erfiður", segir Jón Pétur. "Fjárhagsskuldbindingar margra kennara eru töluverðar og ég veit að úr fyrri verkföllum þá hefur fólk nánast farið á hausinn þannig að þetta er ekkert grín. Áhyggjurnar sem fólk hefur af fjárhagnum eru það sem helst fælir það frá því að nota verkfallsvopnið, og svo auðvitað umhyggja fyrir börnunum." Kristbjörg hefur kennt um áraraðir og lagt niður störf nokkrum sinnum áður. Hún telur aðalmuninn á þessu verkfalli og því sem kennarar fóru í vorið 1995 liggja í aðkomu stórfyrirtækja að deilunni sem hún álítur að kæri sig kollótt um réttindabaráttu þeirra. Bæði búa þau sig undir langt verkfall og þó að horfurnar séu dökkar láta þau engan bilbug á sér finna. "Það er spurning hvort hægt sé að svelta kennarana til hlýðni. Ég vona ekki," segir Jón Pétur Zimsen.
Fréttir Innlent Kjaramál Mest lesið Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Innlent Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Erlent Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Innlent Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Innlent Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Innlent Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Innlent Fleiri fréttir Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Sjá meira