Fólk treystir einum en kýs annan 22. september 2004 00:01 Mun fleiri bera mest traust til Steingríms J. Sigfússonar en þeir sem ætla að kjósa flokk hans, Vinstri græna. Steingrímur og Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra njóta báðir meira trausts en sem samsvarar fylgi flokka þeirra, samkvæmt könnun Fréttablaðsins sem gerð var um helgina. Steingrímur J. fékk þó mun meira eða 6% umfram fylgi flokksins en Halldór 2,7%. Allir aðrir formenn flokkanna njóta minna trausts en sem samsvarar fylgi flokka þeirra í könnuninni. Athygli vekur að 27,6% sögðust treysta Davíð Oddssyni mest stjórnmálamanna en 34,9% sögðust ætla að kjósa flokk hans. Ef tölur þeirra sjálfstæðismanna sem mest var treyst eru lagðar saman nær flokkurinn hins vegar fylgi sínu í könnuninni. Öðru máli gegnir um Samfylkinguna. Össur Skarphéðinsson formaður nýtur mests trausts aðeins 5,7% kjósenda. Ef allir forystumenn flokksins eru lagðir saman kemur í ljós að 17,3% bera mest traust til einhvers forystumanna Samfylkingarinnar. Engu að síður hefur flokkurinn þokkalegan byr því 28,6% sögðust ætla að kjósa flokkinn. Ásgeir Friðgeirsson, fjölmiðlaráðgjafi og varaþingmaður Samfylkingarinnar, segir þetta þýða að forystuna skorti trúverðugleika: "Það er ljóst að forystusveitar flokksins bíður það verkefni að auka trúverðugleika sinn meðal íslenskra kjósenda". Össur er raunar vanur að færri treysti honum mest en kjósa flokkinn. Hann hefur séð það svartara, t.d. mældist hann vart í könnun í ársbyrjun 2003. Ingibjörg Sólrún skákar honum í nýju Fréttablaðskönnuninni, en 9% sögðust treysta henni mest. Hún trónaði hins vegar um tíma á trauststoppnum og skaut Davíð Oddssyni aftur fyrir sig í mars 2003 þegar 37,8% treystu henni mest allra. Vandamál Guðjóns A. Kristjánssonar, formanns Frjálslynda flokksins, eru af svipuðum toga og Össurar. Enginn treysti honum mest, og nær enginn öðrum forystumönnum flokkins. Samt sem áður hafði flokkurinn 6,1% fylgi í könnuninni. Nýbakaði forsætisráðherrann nýtur talsverðs trausts en hefur fremur lítið fylgi. 16,2% treystu Halldóri Ásgrímssyni mest og forystumenn flokksins í heild geta unað hag sínum þokkalega því samanlagt nefna 22,1% framsóknarmann, spurðir um traustverðasta stjórnmálamanninn. Samt sem áður segjast mun færri ætla að kjósa Framsóknarflokkinn eða aðeins 13,5%. Með öðrum orðum treysta menn Steingrími J. og Vinstri grænum annars vegar og Halldóri og framsóknarmönnum hins vegar en kjósa samt Samfylkinguna og Frjálslynda. Hljómgrunnur Samfylkingar og Frjálslyndra er meiri en trú fólks á forystunni og að sama skapi minni hjá Framsókn og Vinstri grænum. "Vinsældir flokksforingja eru ekki alltaf góður mælikvarði á fylgi flokks," segir Ólafur Þ. Harðarson, prófessor í stjórnmálafræði. "Rannsóknir benda til að afstaða til flokkanna sjálfra skipti meira máli en afstaða til foringja, en auðvitað getur afstaðan til hans smitað yfir á fylgi við flokkinn. Styrkur foringjans getur legið í öðru en að laða að sér fylgi. Sterkur foringi heldur flokki saman, er öflugur í stefnumótun, mórallinn verður góður og hann myndar ríkisstjórnir. Sá styrkur getur síðan skilað sér í kjörfylgi," segir prófessor Ólafur. Sjálfstæðisflokkur: 1. Davíð Oddsson, mest traust 27,6% 2. Sjálfstæðisflokkur, mest traust 36,5% 3. Fylgi 34,9% Vinstri grænir 1. Steingrímur J. Sigfússon, mest traust 22,5% 2. Vinstri-grænir 23,4% 3. Fylgi 16,5% Framsóknarflokkur 1. Halldór Ásgrímsson, mest traust 16,2% 2. Framsóknarflokkur, mest traust 22,1% 3. Fylgi 13,5% Samfylkingin 1. Össur Skarphéðinsson, mest traust 5,7% 2. Samfylkingin, mest traust 17,3% 3. Fylgi 28,6% Frjálslyndi flokkurinn 1. Guðjón Arnar Kristjánsson, mest traust 0 2. Frjálslyndir, mest traust 0,2% 3. Fylgi 6,1% Fréttir Innlent Kannanir Fréttablaðsins Stj.mál Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Fleiri fréttir Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Sjá meira
Mun fleiri bera mest traust til Steingríms J. Sigfússonar en þeir sem ætla að kjósa flokk hans, Vinstri græna. Steingrímur og Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra njóta báðir meira trausts en sem samsvarar fylgi flokka þeirra, samkvæmt könnun Fréttablaðsins sem gerð var um helgina. Steingrímur J. fékk þó mun meira eða 6% umfram fylgi flokksins en Halldór 2,7%. Allir aðrir formenn flokkanna njóta minna trausts en sem samsvarar fylgi flokka þeirra í könnuninni. Athygli vekur að 27,6% sögðust treysta Davíð Oddssyni mest stjórnmálamanna en 34,9% sögðust ætla að kjósa flokk hans. Ef tölur þeirra sjálfstæðismanna sem mest var treyst eru lagðar saman nær flokkurinn hins vegar fylgi sínu í könnuninni. Öðru máli gegnir um Samfylkinguna. Össur Skarphéðinsson formaður nýtur mests trausts aðeins 5,7% kjósenda. Ef allir forystumenn flokksins eru lagðir saman kemur í ljós að 17,3% bera mest traust til einhvers forystumanna Samfylkingarinnar. Engu að síður hefur flokkurinn þokkalegan byr því 28,6% sögðust ætla að kjósa flokkinn. Ásgeir Friðgeirsson, fjölmiðlaráðgjafi og varaþingmaður Samfylkingarinnar, segir þetta þýða að forystuna skorti trúverðugleika: "Það er ljóst að forystusveitar flokksins bíður það verkefni að auka trúverðugleika sinn meðal íslenskra kjósenda". Össur er raunar vanur að færri treysti honum mest en kjósa flokkinn. Hann hefur séð það svartara, t.d. mældist hann vart í könnun í ársbyrjun 2003. Ingibjörg Sólrún skákar honum í nýju Fréttablaðskönnuninni, en 9% sögðust treysta henni mest. Hún trónaði hins vegar um tíma á trauststoppnum og skaut Davíð Oddssyni aftur fyrir sig í mars 2003 þegar 37,8% treystu henni mest allra. Vandamál Guðjóns A. Kristjánssonar, formanns Frjálslynda flokksins, eru af svipuðum toga og Össurar. Enginn treysti honum mest, og nær enginn öðrum forystumönnum flokkins. Samt sem áður hafði flokkurinn 6,1% fylgi í könnuninni. Nýbakaði forsætisráðherrann nýtur talsverðs trausts en hefur fremur lítið fylgi. 16,2% treystu Halldóri Ásgrímssyni mest og forystumenn flokksins í heild geta unað hag sínum þokkalega því samanlagt nefna 22,1% framsóknarmann, spurðir um traustverðasta stjórnmálamanninn. Samt sem áður segjast mun færri ætla að kjósa Framsóknarflokkinn eða aðeins 13,5%. Með öðrum orðum treysta menn Steingrími J. og Vinstri grænum annars vegar og Halldóri og framsóknarmönnum hins vegar en kjósa samt Samfylkinguna og Frjálslynda. Hljómgrunnur Samfylkingar og Frjálslyndra er meiri en trú fólks á forystunni og að sama skapi minni hjá Framsókn og Vinstri grænum. "Vinsældir flokksforingja eru ekki alltaf góður mælikvarði á fylgi flokks," segir Ólafur Þ. Harðarson, prófessor í stjórnmálafræði. "Rannsóknir benda til að afstaða til flokkanna sjálfra skipti meira máli en afstaða til foringja, en auðvitað getur afstaðan til hans smitað yfir á fylgi við flokkinn. Styrkur foringjans getur legið í öðru en að laða að sér fylgi. Sterkur foringi heldur flokki saman, er öflugur í stefnumótun, mórallinn verður góður og hann myndar ríkisstjórnir. Sá styrkur getur síðan skilað sér í kjörfylgi," segir prófessor Ólafur. Sjálfstæðisflokkur: 1. Davíð Oddsson, mest traust 27,6% 2. Sjálfstæðisflokkur, mest traust 36,5% 3. Fylgi 34,9% Vinstri grænir 1. Steingrímur J. Sigfússon, mest traust 22,5% 2. Vinstri-grænir 23,4% 3. Fylgi 16,5% Framsóknarflokkur 1. Halldór Ásgrímsson, mest traust 16,2% 2. Framsóknarflokkur, mest traust 22,1% 3. Fylgi 13,5% Samfylkingin 1. Össur Skarphéðinsson, mest traust 5,7% 2. Samfylkingin, mest traust 17,3% 3. Fylgi 28,6% Frjálslyndi flokkurinn 1. Guðjón Arnar Kristjánsson, mest traust 0 2. Frjálslyndir, mest traust 0,2% 3. Fylgi 6,1%
Fréttir Innlent Kannanir Fréttablaðsins Stj.mál Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Fleiri fréttir Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Sjá meira