Samninganefndinni ekki skipt út 13. október 2005 14:41 Formaður Kennarasambands Íslands telur ekki tímabært að skipta út samninganefnd kennara. Þá segir hann það í hendi sveitarfélaganna hvort börnum verði bættur upp sá námstími sem tapast í yfirstandandi verkfalli. Forystumenn samningsaðila bundu miklar vonir við samninginn sem gerður var árið 2001. Guðrún Ebba Ólafsdóttir, sem þá var formaður Félags grunnskólakennara, sagði hann mjög merkilegan og vinnubrögð við gerð hans til eftirbreytni. Um þessar mundir er þó megn óánægja meðal kennara með þennan sama samning. Lækkun á kennsluskyldu sé ekki virk og sveitarfélög fái yfirvinnu innta af hendi frá kennurum án þess að greiða fyrir, svo fátt eitt sé nefnt. Eiríkur Jónsson, formaður Kennarasambands Íslands, segir framkvæmd núgildandi samnings ekki í takt við það sem rætt hafi verið um við samningaborðið síðast. Að hluta til sama fólk skipar samninganefndina og síðast að sögn Eiríks. Spurður hvort tími sé kominn á að skipt verði um fólk í brúnni segist formaðurinn ekki álíta svo hvað varðar fólkið sem hann sé að vinna með. Varðandi sjálfan sig kvaðst hann ekki geta svarað spurningunni. Eiríkur segir engin ný útspil í undirbúningi af hálfu kennara fyrir næsta samningafund deilenda sem verður á fimmtudag. „Við erum ekki tibúin að víkja frá okkar kostnaðarramma á meðan sveitarfélögin hreyfa sig ekkert, og engin hreyfing hefur átt sér stað síðan í maí,“ segir Eiríkur. Formaðurinn kveðst ekki vita hversu langt verkfallið verði og segist ekki sjá fyrir sér hvort til greina komi að bæta börnunum upp missi úr skóla með kennslu næsta sumar. Það sé í hendi sveitarfélaganna en kennarar muni alla vega ekki vinna upp verkfallið í frívinnu. Fréttir Innlent Kjaramál Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira
Formaður Kennarasambands Íslands telur ekki tímabært að skipta út samninganefnd kennara. Þá segir hann það í hendi sveitarfélaganna hvort börnum verði bættur upp sá námstími sem tapast í yfirstandandi verkfalli. Forystumenn samningsaðila bundu miklar vonir við samninginn sem gerður var árið 2001. Guðrún Ebba Ólafsdóttir, sem þá var formaður Félags grunnskólakennara, sagði hann mjög merkilegan og vinnubrögð við gerð hans til eftirbreytni. Um þessar mundir er þó megn óánægja meðal kennara með þennan sama samning. Lækkun á kennsluskyldu sé ekki virk og sveitarfélög fái yfirvinnu innta af hendi frá kennurum án þess að greiða fyrir, svo fátt eitt sé nefnt. Eiríkur Jónsson, formaður Kennarasambands Íslands, segir framkvæmd núgildandi samnings ekki í takt við það sem rætt hafi verið um við samningaborðið síðast. Að hluta til sama fólk skipar samninganefndina og síðast að sögn Eiríks. Spurður hvort tími sé kominn á að skipt verði um fólk í brúnni segist formaðurinn ekki álíta svo hvað varðar fólkið sem hann sé að vinna með. Varðandi sjálfan sig kvaðst hann ekki geta svarað spurningunni. Eiríkur segir engin ný útspil í undirbúningi af hálfu kennara fyrir næsta samningafund deilenda sem verður á fimmtudag. „Við erum ekki tibúin að víkja frá okkar kostnaðarramma á meðan sveitarfélögin hreyfa sig ekkert, og engin hreyfing hefur átt sér stað síðan í maí,“ segir Eiríkur. Formaðurinn kveðst ekki vita hversu langt verkfallið verði og segist ekki sjá fyrir sér hvort til greina komi að bæta börnunum upp missi úr skóla með kennslu næsta sumar. Það sé í hendi sveitarfélaganna en kennarar muni alla vega ekki vinna upp verkfallið í frívinnu.
Fréttir Innlent Kjaramál Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira