Lítill vilji til lagasetningar 26. september 2004 00:01 Þingflokkar stjórnarflokkanna hafa ekki komið saman til að ræða kennaraverkfallið sem hófst fyrir viku. Hjálmar Árnason, formaður þingflokks Framsóknarflokks, segir að menn hafi rætt þetta sín á milli þó það hafi ekki verið rætt með formlegum hætti, enda hafi þingflokkurinn ekki komið saman síðan verkfallið hófst. Hjálmar segir að sér hugnist ekki að enda verkfallið með lagasetningu. Sveitarfélög og kennarar verði að semja. Einar K. Guðfinnsson, formaður þingflokks Sjálfstæðisflokks segir að þingflokkurinn hafi ekki komið saman í liðinni viku og því hafi verkfallið ekki verið rætt. Hann segir einsýnt að verkfallið verði rætt á þingflokksfundi sem boðaður hefur verið 1. október, standi það þá enn yfir. Einar vildi ekki tjá sig um hvort binda ætti enda á verkfallið með lögum. Þingflokkur Samfylkingarinnar hefur rætt málið formlega með forystumönnum flokksins í sveitarstjórnum. Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar segir að á fundinum hafi komið fram sterkur skilningur á kröfum kennara. Hann segir órökrétt að ræða lagasetningu á þessu stigi, ríkisvaldið eigi frekar að huga að því að rétta hlut sveitarfélaganna í tekjuskiptingu þeirra og ríkisins. Þingflokkur Vinstrihreyfingarinnar-græns framboðs hefur fjallað um verkfallið. Ögmundur Jónasson, formaður hans, segir þingflokkinn styðja kjarabaráttu kennara og útilokar að samþykkja lög til að ljúka verkfallinu. Það sé hins vegar skylda ríkisins að koma til móts við sveitarfélögin, sem séu fjárhagslega illa stödd. Guðjón Arnar Kristjánsson, formaður Frjálslynda flokksins, segir að þingflokkurinn ræði málið í dag. Hann telur ótímabært fyrir ríkisvaldið að grípa inn í deiluna. Fréttir Innlent Kjaramál Stj.mál Mest lesið Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Innlent Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Erlent Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Innlent Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Innlent Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Innlent Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Innlent Fleiri fréttir Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Sjá meira
Þingflokkar stjórnarflokkanna hafa ekki komið saman til að ræða kennaraverkfallið sem hófst fyrir viku. Hjálmar Árnason, formaður þingflokks Framsóknarflokks, segir að menn hafi rætt þetta sín á milli þó það hafi ekki verið rætt með formlegum hætti, enda hafi þingflokkurinn ekki komið saman síðan verkfallið hófst. Hjálmar segir að sér hugnist ekki að enda verkfallið með lagasetningu. Sveitarfélög og kennarar verði að semja. Einar K. Guðfinnsson, formaður þingflokks Sjálfstæðisflokks segir að þingflokkurinn hafi ekki komið saman í liðinni viku og því hafi verkfallið ekki verið rætt. Hann segir einsýnt að verkfallið verði rætt á þingflokksfundi sem boðaður hefur verið 1. október, standi það þá enn yfir. Einar vildi ekki tjá sig um hvort binda ætti enda á verkfallið með lögum. Þingflokkur Samfylkingarinnar hefur rætt málið formlega með forystumönnum flokksins í sveitarstjórnum. Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar segir að á fundinum hafi komið fram sterkur skilningur á kröfum kennara. Hann segir órökrétt að ræða lagasetningu á þessu stigi, ríkisvaldið eigi frekar að huga að því að rétta hlut sveitarfélaganna í tekjuskiptingu þeirra og ríkisins. Þingflokkur Vinstrihreyfingarinnar-græns framboðs hefur fjallað um verkfallið. Ögmundur Jónasson, formaður hans, segir þingflokkinn styðja kjarabaráttu kennara og útilokar að samþykkja lög til að ljúka verkfallinu. Það sé hins vegar skylda ríkisins að koma til móts við sveitarfélögin, sem séu fjárhagslega illa stödd. Guðjón Arnar Kristjánsson, formaður Frjálslynda flokksins, segir að þingflokkurinn ræði málið í dag. Hann telur ótímabært fyrir ríkisvaldið að grípa inn í deiluna.
Fréttir Innlent Kjaramál Stj.mál Mest lesið Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Innlent Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Erlent Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Innlent Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Innlent Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Innlent Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Innlent Fleiri fréttir Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Sjá meira