Innlent

Hraðakstur orsökin?

Verið er að rannsaka banaslysið við Varmahlíð í Skagafirði í fyrrakvöld og bendir flest til þess að hálka og of hraður akstur miðað við aðstæður hafi valdið því. Bíllinn sem valt var bílaleigubíll og í fréttum í gær var haft eftir lögreglu að hann hefði verið á sumardekkjum. Eigandi bílsins segir að hann hafi verið á heilsársdekkjum. Lögreglan á Sauðárkróki fékk skoðunarmann til að athuga hjólbarðana og staðfesti hann að heilsársdekk væru undir bílnum. Lögreglan segir að sum þeirra séu orðin hálfslitin og við þessar aðstæður hefði þurfti betri búnað en heilsársdekk.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×