Deilt um fyrsta ráðherra Íslands 28. október 2004 00:01 Hvers vegna varð Hannes Hafstein ráðherra þegar Íslendingar fengu heimastjórn árið 1904? Kom enginn annar til greina? Var það vegna yfirburða Hannesar yfir aðra þingmenn á Alþingi? Eða kom klíkuskapur þar við sögu eins og svo oft áður þegar tekist hefur verið á um völd og áhrif á Íslandi? Ekki er óeðlilegt að slíkum spurningum sé varpað fram nú þegar hundrað ár eru liðin frá upphafi heimastjórnar. En var ekki heimastjórnarafmælið í febrúar? Er ekki búið að afgreiða málið með ráðstefnum, blaða- og tímaritsgreinum og vefsíðunni heimastjorn.is? Vissulega hefur margt verið sagt um efnið en þó eru ekki nema nokkrir dagar síðan nýtt framlag til umræðunnar barst með sagnfræðiritinu Dr. Valtýr sem Jón Þ. Þór sagnfræðingur hefur samið. Þer er rakin ævisaga helsta keppinautar Hannesar um ráðherraembættið, Valtýs Guðmundssonar alþingismanns (1868-1928). Jón kallar hann “hinn gleymda mann Íslandssögunnar".Valtýr samdi við Dani Margt forvitnilegt kemur fram í bókinni og stingur sumt í stúf við hefðbundnar söguskýringar. Jón Þ. Þór skrifar: “Um aldamótin 1900 var [Valtýr] einna þekktastur allra Íslendinga. Hann tókst á við Hannes Hafstein og tapaði. En engum er meira að meira að þakka að Íslendingar fengu heimastjórn á þeim tíma sem raun bar vitni en einmitt Valtý. Þessari staðreynd hafa landar hans kosið að gleyma. Það var líka honum að þakka að Íslendingar fengu síma en ekki bara Reykvíkingar, og hann átti flestum mönnum meiri þátt í stofnun Íslandsbanka (eldri) sem hafði afgerandi áhrif á uppbyggingu íslenskra atvinnuvega á öndverðri 20. öld. Hann gaf út þekktasta tímarit landsins, Eimreiðina, var háskólakennari í Kaupmannahöfn í 38 ár og nærri orðinn fyrsti ráðherra Íslands". Valtýr Guðmundsson er þekktastur fyrir að hafa náð um það samkomulagi við stjórnvöld í Danmörku rétt fyrir aldamótin 1900 að Íslendingar fengju íslenskan ráðherra (eða ráðgjafa eins og embættið var þá kallað) sem búsettur væri í Kaupmannahöfn. Alþingismenn höfðu þá lengi barist fyrir auknu framkvæmdavaldi Íslendingum til handa. En áherslan var á að fá ráðherra sem hefði aðsetur á Íslandi. Þess vegna varð lausn Valtýs, valtýskan eins og hún var kölluð, umdeild. Skiptust menn í flokka eftir því hvort þeir vildu heimastjórn eða Hafnarstjórn eins og það var kallað.Valtýr hafði ekki trú á því að Íslendingar gætu fengið innlendan ráðherra, taldi kröfu um það óraunsætt yfirboð og vildi að Íslendingar gengju að tilboði Dana og hæfust síðan handa um atvinnuuppbyggingu og verklegar framkvæmdir í landinu. Það dró ekki úr áhuga Valtýs á að fá tillögu sína samþykkta að hann taldi sig hafa vissu fyrir því að dönsk stjórnvöld höfðu augastað á honum sem fyrsta ráðherranum.Danir bjóða ráðherra á Íslandi Þegar Alþingi sat á rökstólum 1901 til að útkljá deiluna um stjórnarfyrirkomulagið gerðust þau tíðindi í Danmörku að ný stjórn, vinstri stjórn, komst þar til valda. Valtýr hélt á fund hins nýja Íslandsráðherra í Kaupmannahöfn, sem P.A.Alberti hét, og gerði tilkall til ráðherraembættis. Heimastjórnarmenn gerðu einnig út sendiboða að tala máli sínu við Alberti. Til fararinnar valdist Hannes Hafstein. Áttu þeir viðræður við danska ráðherra án þess að fá skýr svör um fyrirætlanir þeirra. Í ársbyrjun 1902 tilkynnti danska ríkisstjórnin að hún hefði ákveðið að fallast á að Íslendingar fengju sinn eigin ráðherra og skyldi hann búsettur í Reykjavík. Jón Þ. Þór segir í ævisögunni að Valtýr hafi óttast að þetta þýddi að möguleikar hans til að verða ráðherra væru nú að engu orðnir. En þá hafi hann óvænt fengið boð um að hitta Alberti Íslandsráðherra og af því samtali hafi Valtýr dregið þá ályktun að danska stjórnin ætlaði raunverulega að skipa hann Íslandsráðherra. Gera þurfti breytingar á stjórnarskránni til að samþykkja tilboð Dana um ráðherra búsettan á Íslandi. Í framhaldi af því þurfti að rjúfa þing og kjósa á ný til Alþingis. Í kosningum sumarið 1902 náði flokkur Hannesar Hafstein, Heimastjórnarflokkurinn, meirihluta á þingi. Aftur á móti náðu hvorki Hannes né Valtýr kjöri. Haustið 1902 átti Valtýr aftur viðræður við Alberti Íslandsráðherra í Kaupmannahöfn og taldi sig þá enn eiga von um ráðherraembættið, þótt ekki sæti hann á þingi. Sumarið 1903 fóru fram aukakosningar og náðu þeir þá báðir sætum á þingi á ný, Hannes og Valtýr. Þegar Valtýr kom til Kaupmannahafnar haustið 1903 hóf hann strax að kanna möguleika sína til að verða ráðherra. Virðist hann þá enn hafa gert sér vonir um að hreppa embættið og hitti ýmsa áhrifamenn í því skyni. Í lok nóvember kom hins vegar í ljós að Hannes Hafstein hafði orðið hlutskarpari og var skipaður fyrsti ráðherra Íslands. Tók hann svo við embættinu í febrúar 1904. Valtýr taldi að Alberti hefði gengið á bak orða sinna eftir að hafa verið beittur þrýstingi frá áhrifa- og valdamönnum á Íslandi."Tengslanet" Hannesar Hafstein Í bréfi sem Valtýr ritaði stjúpföður sínum, Símoni Símonarsyni, í desember 1903 segir hann til að útskýra valið á Hannesi Hafstein: "En nú sá embætisklikkan í hendi sér, að við mig mundi hún engu ráða, og því var um að að hindra það og fá einn af sínum mönnum í ráðgjafarsessinn. Og þá var enginn betur fallinn fyrir hana en H. Hafstein, því hann er ýmist tengdur eða skyldur þeim hér um bil öllum saman. Hann var gegnum konu sína tengdur landshöfðingja, hann var bróðursonur amtmannsins (J. Havsteen), systursonur bankastjórans (Tryggva Gunnarssonar), mágur landlæknisins (J.Jónassen, sem er giftur systur H. Hafsteina), náfrændi Eiríks Briem prestaskólakennara, mágur Lárusar sýslumanns Bjarnasonar o.s.frv. Þessir menn vildu því umfram allt hafa hann og þeir beittu öllum brögðum til þess að fá sem felsta þingmenn til að biðja um hann og notuðu bæði embættisvaldið og bankavaldið. Og þetta tókst, nógu margir gengu í gildruna, svo þeir fengu meirihluta með sér í þetta, og stjórnin áleit, að hún væri neydd til að láta að óskum meirihlutans. Um hvað væri bezt fyrir landið voru þessir herrar ekki að hugsa, heldur hvað væri bezt fyrir sjálfa þá". Jón Þ. Þór telur að Valtýr hitti þarna naglann á höfuðið. Hann rekur í bókinni ýmsar ástæður fyrir því að embættismenn og valdastétt á Íslandi hafi verið á móti Valtý, sem var bláfátækur alþýðumaður sem braust til mennta og varð prófessor við Hafnarháskóla. Þá vitnar Jón í bréfi frá Tryggva Gunnarssyni bankastjóra sem sýnir að samblástur var um að reyna að koma í veg fyrir endurkjör Valtýs á þing 1903 og hafi þá hvorki peningar né fyrirhöfn verið spöruð. Hvaðan þeir peningar hafi komið liggi ekki fyrir.Hannes fulltrúi meirihlutans Hin hefðbundna skýring á því að Hannes Hafstein varð fyrir valinu er sú að danska stjórnin hafi litið svo á að hann væri fulltrúi meirihluta Alþingis sem haustið 1903 var skipaður heimastjórnarmönnum. Alberti hefði að vísu getað valið einhvern annan úr sama flokki og þá ekki þurft að binda sig við þingmann en líklega hafi Hannes fengið eindregin meðmæli flestra þeirra manna sem stjórnin ráðfærði sig að jafnaði við um íslensk málefni. Raunar voru það mennirnir sem Valtýr kallaði "embættisklíkuna". Haft var eftir Valtý löngu seinna: "Hannes drap mig með glæsileikanum" og vísaði hann þá til þess hve Hannes bar sig vel og hve mikill völlur var á honum þegar þeir voru í Kaupmannahöfn haustið 1901. Og vel má vera að örugg framkoma og heimsborgarasvipur hafi átt sinn þátt í að Hannes varð fyrir valinu sem fyrsti ráðherra Íslands. En efinn er til staðar eftir bók Jón Þ. Þór um Valtý Guðmundsson. Það breytir ekki hinu að ráðherraferill Hannesar var glæsilegur og hann telst með réttu einn helsti stjórnmálaskörungur þjóðarinnar.Guðmundur Magnússon -gm@frettabladid.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Magnússon Í brennidepli Mest lesið Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun Að þora að stíga skref Magnús Þór Jónsson Skoðun Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Að þora að stíga skref Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson skrifar Skoðun Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Sjá meira
Hvers vegna varð Hannes Hafstein ráðherra þegar Íslendingar fengu heimastjórn árið 1904? Kom enginn annar til greina? Var það vegna yfirburða Hannesar yfir aðra þingmenn á Alþingi? Eða kom klíkuskapur þar við sögu eins og svo oft áður þegar tekist hefur verið á um völd og áhrif á Íslandi? Ekki er óeðlilegt að slíkum spurningum sé varpað fram nú þegar hundrað ár eru liðin frá upphafi heimastjórnar. En var ekki heimastjórnarafmælið í febrúar? Er ekki búið að afgreiða málið með ráðstefnum, blaða- og tímaritsgreinum og vefsíðunni heimastjorn.is? Vissulega hefur margt verið sagt um efnið en þó eru ekki nema nokkrir dagar síðan nýtt framlag til umræðunnar barst með sagnfræðiritinu Dr. Valtýr sem Jón Þ. Þór sagnfræðingur hefur samið. Þer er rakin ævisaga helsta keppinautar Hannesar um ráðherraembættið, Valtýs Guðmundssonar alþingismanns (1868-1928). Jón kallar hann “hinn gleymda mann Íslandssögunnar".Valtýr samdi við Dani Margt forvitnilegt kemur fram í bókinni og stingur sumt í stúf við hefðbundnar söguskýringar. Jón Þ. Þór skrifar: “Um aldamótin 1900 var [Valtýr] einna þekktastur allra Íslendinga. Hann tókst á við Hannes Hafstein og tapaði. En engum er meira að meira að þakka að Íslendingar fengu heimastjórn á þeim tíma sem raun bar vitni en einmitt Valtý. Þessari staðreynd hafa landar hans kosið að gleyma. Það var líka honum að þakka að Íslendingar fengu síma en ekki bara Reykvíkingar, og hann átti flestum mönnum meiri þátt í stofnun Íslandsbanka (eldri) sem hafði afgerandi áhrif á uppbyggingu íslenskra atvinnuvega á öndverðri 20. öld. Hann gaf út þekktasta tímarit landsins, Eimreiðina, var háskólakennari í Kaupmannahöfn í 38 ár og nærri orðinn fyrsti ráðherra Íslands". Valtýr Guðmundsson er þekktastur fyrir að hafa náð um það samkomulagi við stjórnvöld í Danmörku rétt fyrir aldamótin 1900 að Íslendingar fengju íslenskan ráðherra (eða ráðgjafa eins og embættið var þá kallað) sem búsettur væri í Kaupmannahöfn. Alþingismenn höfðu þá lengi barist fyrir auknu framkvæmdavaldi Íslendingum til handa. En áherslan var á að fá ráðherra sem hefði aðsetur á Íslandi. Þess vegna varð lausn Valtýs, valtýskan eins og hún var kölluð, umdeild. Skiptust menn í flokka eftir því hvort þeir vildu heimastjórn eða Hafnarstjórn eins og það var kallað.Valtýr hafði ekki trú á því að Íslendingar gætu fengið innlendan ráðherra, taldi kröfu um það óraunsætt yfirboð og vildi að Íslendingar gengju að tilboði Dana og hæfust síðan handa um atvinnuuppbyggingu og verklegar framkvæmdir í landinu. Það dró ekki úr áhuga Valtýs á að fá tillögu sína samþykkta að hann taldi sig hafa vissu fyrir því að dönsk stjórnvöld höfðu augastað á honum sem fyrsta ráðherranum.Danir bjóða ráðherra á Íslandi Þegar Alþingi sat á rökstólum 1901 til að útkljá deiluna um stjórnarfyrirkomulagið gerðust þau tíðindi í Danmörku að ný stjórn, vinstri stjórn, komst þar til valda. Valtýr hélt á fund hins nýja Íslandsráðherra í Kaupmannahöfn, sem P.A.Alberti hét, og gerði tilkall til ráðherraembættis. Heimastjórnarmenn gerðu einnig út sendiboða að tala máli sínu við Alberti. Til fararinnar valdist Hannes Hafstein. Áttu þeir viðræður við danska ráðherra án þess að fá skýr svör um fyrirætlanir þeirra. Í ársbyrjun 1902 tilkynnti danska ríkisstjórnin að hún hefði ákveðið að fallast á að Íslendingar fengju sinn eigin ráðherra og skyldi hann búsettur í Reykjavík. Jón Þ. Þór segir í ævisögunni að Valtýr hafi óttast að þetta þýddi að möguleikar hans til að verða ráðherra væru nú að engu orðnir. En þá hafi hann óvænt fengið boð um að hitta Alberti Íslandsráðherra og af því samtali hafi Valtýr dregið þá ályktun að danska stjórnin ætlaði raunverulega að skipa hann Íslandsráðherra. Gera þurfti breytingar á stjórnarskránni til að samþykkja tilboð Dana um ráðherra búsettan á Íslandi. Í framhaldi af því þurfti að rjúfa þing og kjósa á ný til Alþingis. Í kosningum sumarið 1902 náði flokkur Hannesar Hafstein, Heimastjórnarflokkurinn, meirihluta á þingi. Aftur á móti náðu hvorki Hannes né Valtýr kjöri. Haustið 1902 átti Valtýr aftur viðræður við Alberti Íslandsráðherra í Kaupmannahöfn og taldi sig þá enn eiga von um ráðherraembættið, þótt ekki sæti hann á þingi. Sumarið 1903 fóru fram aukakosningar og náðu þeir þá báðir sætum á þingi á ný, Hannes og Valtýr. Þegar Valtýr kom til Kaupmannahafnar haustið 1903 hóf hann strax að kanna möguleika sína til að verða ráðherra. Virðist hann þá enn hafa gert sér vonir um að hreppa embættið og hitti ýmsa áhrifamenn í því skyni. Í lok nóvember kom hins vegar í ljós að Hannes Hafstein hafði orðið hlutskarpari og var skipaður fyrsti ráðherra Íslands. Tók hann svo við embættinu í febrúar 1904. Valtýr taldi að Alberti hefði gengið á bak orða sinna eftir að hafa verið beittur þrýstingi frá áhrifa- og valdamönnum á Íslandi."Tengslanet" Hannesar Hafstein Í bréfi sem Valtýr ritaði stjúpföður sínum, Símoni Símonarsyni, í desember 1903 segir hann til að útskýra valið á Hannesi Hafstein: "En nú sá embætisklikkan í hendi sér, að við mig mundi hún engu ráða, og því var um að að hindra það og fá einn af sínum mönnum í ráðgjafarsessinn. Og þá var enginn betur fallinn fyrir hana en H. Hafstein, því hann er ýmist tengdur eða skyldur þeim hér um bil öllum saman. Hann var gegnum konu sína tengdur landshöfðingja, hann var bróðursonur amtmannsins (J. Havsteen), systursonur bankastjórans (Tryggva Gunnarssonar), mágur landlæknisins (J.Jónassen, sem er giftur systur H. Hafsteina), náfrændi Eiríks Briem prestaskólakennara, mágur Lárusar sýslumanns Bjarnasonar o.s.frv. Þessir menn vildu því umfram allt hafa hann og þeir beittu öllum brögðum til þess að fá sem felsta þingmenn til að biðja um hann og notuðu bæði embættisvaldið og bankavaldið. Og þetta tókst, nógu margir gengu í gildruna, svo þeir fengu meirihluta með sér í þetta, og stjórnin áleit, að hún væri neydd til að láta að óskum meirihlutans. Um hvað væri bezt fyrir landið voru þessir herrar ekki að hugsa, heldur hvað væri bezt fyrir sjálfa þá". Jón Þ. Þór telur að Valtýr hitti þarna naglann á höfuðið. Hann rekur í bókinni ýmsar ástæður fyrir því að embættismenn og valdastétt á Íslandi hafi verið á móti Valtý, sem var bláfátækur alþýðumaður sem braust til mennta og varð prófessor við Hafnarháskóla. Þá vitnar Jón í bréfi frá Tryggva Gunnarssyni bankastjóra sem sýnir að samblástur var um að reyna að koma í veg fyrir endurkjör Valtýs á þing 1903 og hafi þá hvorki peningar né fyrirhöfn verið spöruð. Hvaðan þeir peningar hafi komið liggi ekki fyrir.Hannes fulltrúi meirihlutans Hin hefðbundna skýring á því að Hannes Hafstein varð fyrir valinu er sú að danska stjórnin hafi litið svo á að hann væri fulltrúi meirihluta Alþingis sem haustið 1903 var skipaður heimastjórnarmönnum. Alberti hefði að vísu getað valið einhvern annan úr sama flokki og þá ekki þurft að binda sig við þingmann en líklega hafi Hannes fengið eindregin meðmæli flestra þeirra manna sem stjórnin ráðfærði sig að jafnaði við um íslensk málefni. Raunar voru það mennirnir sem Valtýr kallaði "embættisklíkuna". Haft var eftir Valtý löngu seinna: "Hannes drap mig með glæsileikanum" og vísaði hann þá til þess hve Hannes bar sig vel og hve mikill völlur var á honum þegar þeir voru í Kaupmannahöfn haustið 1901. Og vel má vera að örugg framkoma og heimsborgarasvipur hafi átt sinn þátt í að Hannes varð fyrir valinu sem fyrsti ráðherra Íslands. En efinn er til staðar eftir bók Jón Þ. Þór um Valtý Guðmundsson. Það breytir ekki hinu að ráðherraferill Hannesar var glæsilegur og hann telst með réttu einn helsti stjórnmálaskörungur þjóðarinnar.Guðmundur Magnússon -gm@frettabladid.is
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun