Læknir í þremur kærumálum 8. nóvember 2004 00:01 Guðmundur Ingi Eyjólfsson, formaður Læknasetursins ehf., býst við að niðurstaða í tveimur kærumálum sem hann hefur lagt fram á hendur tveimur stofnunum í heilbrigðisgeiranum verði sér í hag. "Ég rek Læknasetrið," sagði hann. "Ég var með átta yfirlækna, en stjórnendur Landspítala - háskólasjúkrahúss bönnuðu þeim að reka stofur úti í bæ vildu þeir halda starfi sínu á spítalanum. Þá missti ég fimm lækna út og það kemur sér afar illa fyrir fyrirtækið með margvíslegum hætti." Guðmundur Ingi kvaðst hafa talið að þarna væri um brot á samkeppnislögum að ræða, þar sem Landspítalamenn væru að misnota aðstöðu sína gagnvart keppinaut sínum. Hitt málið sem Guðmundur Ingi á í er gegn Heilsugæslunni. "Við erum í sama húsi og heilsugæslan í Mjódd. Við erum búnir að þjóna henni hvað varðar blóðrannsóknir síðan hún var opnuð. Þar að auki setti ég upp blóðtökuaðstöðu í Grafarvogi þegar heilsugæslan þar var opnuð og hef þjónað henni síðan samkvæmt samningi." Guðmundur Ingi sagði að Læknasetrið hefði verið í viðamiklu þjónustuhlutverki við heilsugæsluna, bæði með viðskiptum við ofangreindar stöðvar og fleira. "Síðan gerði Landspítalinn samning við Heilsugæsluna í apríl um að annast blóðrannsóknir. Þeir undirbuðu okkur og lækkuðu þær rannsóknir sem við gerðum um 32 prósent. En þar sem þeir voru með einokun varð nánast engin lækkun þegar upp var staðið. Þeir eru í þeirri stöðu að fá um 28 milljarða á ári á föstum fjárlögum og fjárhæðir til viðbótar á aukafjárlögum, þannig að þeir eru að misbeita aðstöðu sinni gagnvart keppinaut. Þeir eru að reyna að grafa undan okkur." Guðmundur Ingi kvaðst hafa kært þessi tvö mál til Samkeppnisráðs. Hann sagðist hafa reynt að fá samning þann sem Landspítalinn og Heilsugæslan gerðu með sér um blóðrannsóknirnar. "Þeir neita að afhenda mér hann og segja að hann sé leynilegur. Það getur ekki staðist í stjórnsýslunni að samningar séu leynilegir, svo það er líka lögbrot. Þeir eru því að brjóta þrenn lög og allt bíður þetta dóms hjá Samkeppnisráði." Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent „Það er óákveðið“ Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Fleiri fréttir Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Sjá meira
Guðmundur Ingi Eyjólfsson, formaður Læknasetursins ehf., býst við að niðurstaða í tveimur kærumálum sem hann hefur lagt fram á hendur tveimur stofnunum í heilbrigðisgeiranum verði sér í hag. "Ég rek Læknasetrið," sagði hann. "Ég var með átta yfirlækna, en stjórnendur Landspítala - háskólasjúkrahúss bönnuðu þeim að reka stofur úti í bæ vildu þeir halda starfi sínu á spítalanum. Þá missti ég fimm lækna út og það kemur sér afar illa fyrir fyrirtækið með margvíslegum hætti." Guðmundur Ingi kvaðst hafa talið að þarna væri um brot á samkeppnislögum að ræða, þar sem Landspítalamenn væru að misnota aðstöðu sína gagnvart keppinaut sínum. Hitt málið sem Guðmundur Ingi á í er gegn Heilsugæslunni. "Við erum í sama húsi og heilsugæslan í Mjódd. Við erum búnir að þjóna henni hvað varðar blóðrannsóknir síðan hún var opnuð. Þar að auki setti ég upp blóðtökuaðstöðu í Grafarvogi þegar heilsugæslan þar var opnuð og hef þjónað henni síðan samkvæmt samningi." Guðmundur Ingi sagði að Læknasetrið hefði verið í viðamiklu þjónustuhlutverki við heilsugæsluna, bæði með viðskiptum við ofangreindar stöðvar og fleira. "Síðan gerði Landspítalinn samning við Heilsugæsluna í apríl um að annast blóðrannsóknir. Þeir undirbuðu okkur og lækkuðu þær rannsóknir sem við gerðum um 32 prósent. En þar sem þeir voru með einokun varð nánast engin lækkun þegar upp var staðið. Þeir eru í þeirri stöðu að fá um 28 milljarða á ári á föstum fjárlögum og fjárhæðir til viðbótar á aukafjárlögum, þannig að þeir eru að misbeita aðstöðu sinni gagnvart keppinaut. Þeir eru að reyna að grafa undan okkur." Guðmundur Ingi kvaðst hafa kært þessi tvö mál til Samkeppnisráðs. Hann sagðist hafa reynt að fá samning þann sem Landspítalinn og Heilsugæslan gerðu með sér um blóðrannsóknirnar. "Þeir neita að afhenda mér hann og segja að hann sé leynilegur. Það getur ekki staðist í stjórnsýslunni að samningar séu leynilegir, svo það er líka lögbrot. Þeir eru því að brjóta þrenn lög og allt bíður þetta dóms hjá Samkeppnisráði."
Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent „Það er óákveðið“ Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Fleiri fréttir Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Sjá meira