Endurgreiðslubyrði námslána lækkuð Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar 26. nóvember 2004 00:01 Námslán - Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra Það frumvarp sem nú liggur fyrir Alþingi um breytingar á lögum um Lánasjóð íslenskra námsmanna felur í sér mikla réttarbót fyrir námsmenn og lánþega LÍN. Frumvarpið byggir á niðurstöðu nefndar er ég skipaði í júlí síðastliðnum og fól að endurskoða lögin um LÍN í samræmi við stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar. Í stefnuyfirlýsingunni er lögð áhersla á að LÍN gegni áfram því meginhlutverki að tryggja öllum tækifæri til náms. Jafnframt segir þar að endurskoða beri lög um sjóðinn og huga að því að lækka endurgreiðslubyrði námslána. Nefndin, sem Gunnar Ingi Birgisson gegndi formennsku í, komst að þeirri meginniðurstöðu að lögin um Lánasjóðinn hefðu reynst góður grunnur fyrir starfsemi sjóðsins. Hún lagði því til að meginatriði laganna héldust óbreytt en að hugað yrði að breytingum á einstökum ákvæðum. Þær meginbreytingar sem nefndin lagði til og er að finna í frumvarpinu eru eftirfarandi: - Árlegt endurgreiðsluhlutfall námslána verði lækkað úr 4,75% í 3,75%. - Fjármagnstekjum verði bætt við tekjustofn til ákvörðunar árlegri tekjutengdri afborgun. - Tekjugrundvöllur einhleypra lánþega verði útsvarsstofn og fjármagnstekjur samkvæmt skattalögum. - Lánþegum með eldri námslán verði gefinn kostur á skuldbreytingu, þ.e. að endurgreiða af lánum sínu í samræmi við nýja endurgreiðsluskilmála. - LÍN hætti að veita svokölluð markaðskjaralán. Mikilvægustu ákvæði frumvarpsins snúa að lækkun endurgreiðsluhlutfallsins og breikkun tekjustofnsins sem endurgreiðslan tekur mið af. Hér er um stórt hagsmunamál lánþega að ræða sem ætla má að muni ekki síst nýtast greiðendum námslána fyrstu árin að loknu námi. Það er yfirleitt á þeim árum sem ungt fólk er að kaupa sína fyrstu íbúð og stofna fjölskyldu. Þetta er því vonandi kærkomin kjarabót fyrir þennan hóp. Þó að breikkun tekjustofnsins og tillit til fjármagnstekna geti hækkað árlega greiðslubyrði og þannig stytt endurgreiðslutíma námsláns er ég sammála endurskoðunarnefndinni um að breikkun þessi sé eftirsóknarverð. Hún dregur úr kostnaði ríkissjóðs við lækkun endurgreiðsluhlutfallsins og það skiptir minna máli en áður hvernig greiðendur haga tekjuöflun sinni. Það má líka segja að með þessari leið sé verið að undirstrika enn og aftur að Lánasjóður íslenskra námsmanna er félagslegur jöfnunarsjóður og það hefur verið réttlætt með því að þeir sem hafa hærri tekjur greiði hlutfallslega hraðar inn í sjóðinn. Með því að taka nú einnig tillit til fjármagnstekna er verið að draga fram fram fleiri tekjustofna enda fjölgar þeim sem hafa ekki einungis framfærslu af launatekjum heldur einnig fjármagnstekjum. Það er að mínu mati einnig mikilvægt að lækkun árlegrar greiðslubyrði nái ekki einungis til nýrra lánþega heldur einnig þeirra sem tekið hafa lán á grundvelli eldri laga um LÍN. Þeim verður í ákveðinn tíma gefinn kostur á að skuldbreyta eldri lánum. Frumvarpið byggir á því að helmingur þeirra sem tekið hafa námslán eftir 1992 nýti sér þennan rétt. Greiðendur þeirra eru um 15.000 talsins og áætlað er að tæplega 10.000 manns fái námslán skólaárið 2004-2005. Lánasjóður íslenskra námsmanna gegnir lykilhlutverki í okkar menntakerfi. Það er vandfundið kerfi í nokkru öðru ríki er styður jafn dyggilega við bakið á háskólanemum og LÍN. Heildarfjöldi lánþega hjá LÍN var í lok síðasta árs 35 þúsund og útistandandi lán sjóðsins námu 66 milljörðum króna. Í áætlun sjóðsins fyrir næsta ár er gert ráð fyrir tæplega tíu þúsund lánþegum og að ný útlán verði 7,1 milljarður króna. Um helmingur þeirrar upphæðar kemur úr ríkissjóði enda er það mat Ríkisendurskoðunar að árlegt framlag til viðbótar rekstrarkostnaði þurfi að nema 50% af útlánum til að standa undir afföllum og kostnaði við vaxtaniðurgreiðslu sjóðsins. Það frumvarp sem nú liggur fyrir Alþingi mun leiða til nokkurs kostnaðarauka til viðbótar þrátt fyrir að í framtíðinni verði einnig tekið tillit til fjármagnstekna við útreikninga á endurgreiðslu lánþega. Það er mat fjármálaráðuneytisins að árlegur kostnaðarauki ríkissjóðs af því að lækka endurgreiðsluhlutfall um eitt prósentustig muni nema 265-340 milljónum króna. Það þýðir að framlag ríkissjóðs til LÍN hækkar um 3,7-4,8% eða úr um 49% af útlánum í um 53%. Með þessu verið að létta róðurinn verulega hjá lánþegum Lánasjóðsins og uppfylla það loforð ríkisstjórnarinnar að lækka endurgreiðslubyrði námslána. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Mest lesið Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén Skoðun Skoðun Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Sjá meira
Námslán - Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra Það frumvarp sem nú liggur fyrir Alþingi um breytingar á lögum um Lánasjóð íslenskra námsmanna felur í sér mikla réttarbót fyrir námsmenn og lánþega LÍN. Frumvarpið byggir á niðurstöðu nefndar er ég skipaði í júlí síðastliðnum og fól að endurskoða lögin um LÍN í samræmi við stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar. Í stefnuyfirlýsingunni er lögð áhersla á að LÍN gegni áfram því meginhlutverki að tryggja öllum tækifæri til náms. Jafnframt segir þar að endurskoða beri lög um sjóðinn og huga að því að lækka endurgreiðslubyrði námslána. Nefndin, sem Gunnar Ingi Birgisson gegndi formennsku í, komst að þeirri meginniðurstöðu að lögin um Lánasjóðinn hefðu reynst góður grunnur fyrir starfsemi sjóðsins. Hún lagði því til að meginatriði laganna héldust óbreytt en að hugað yrði að breytingum á einstökum ákvæðum. Þær meginbreytingar sem nefndin lagði til og er að finna í frumvarpinu eru eftirfarandi: - Árlegt endurgreiðsluhlutfall námslána verði lækkað úr 4,75% í 3,75%. - Fjármagnstekjum verði bætt við tekjustofn til ákvörðunar árlegri tekjutengdri afborgun. - Tekjugrundvöllur einhleypra lánþega verði útsvarsstofn og fjármagnstekjur samkvæmt skattalögum. - Lánþegum með eldri námslán verði gefinn kostur á skuldbreytingu, þ.e. að endurgreiða af lánum sínu í samræmi við nýja endurgreiðsluskilmála. - LÍN hætti að veita svokölluð markaðskjaralán. Mikilvægustu ákvæði frumvarpsins snúa að lækkun endurgreiðsluhlutfallsins og breikkun tekjustofnsins sem endurgreiðslan tekur mið af. Hér er um stórt hagsmunamál lánþega að ræða sem ætla má að muni ekki síst nýtast greiðendum námslána fyrstu árin að loknu námi. Það er yfirleitt á þeim árum sem ungt fólk er að kaupa sína fyrstu íbúð og stofna fjölskyldu. Þetta er því vonandi kærkomin kjarabót fyrir þennan hóp. Þó að breikkun tekjustofnsins og tillit til fjármagnstekna geti hækkað árlega greiðslubyrði og þannig stytt endurgreiðslutíma námsláns er ég sammála endurskoðunarnefndinni um að breikkun þessi sé eftirsóknarverð. Hún dregur úr kostnaði ríkissjóðs við lækkun endurgreiðsluhlutfallsins og það skiptir minna máli en áður hvernig greiðendur haga tekjuöflun sinni. Það má líka segja að með þessari leið sé verið að undirstrika enn og aftur að Lánasjóður íslenskra námsmanna er félagslegur jöfnunarsjóður og það hefur verið réttlætt með því að þeir sem hafa hærri tekjur greiði hlutfallslega hraðar inn í sjóðinn. Með því að taka nú einnig tillit til fjármagnstekna er verið að draga fram fram fleiri tekjustofna enda fjölgar þeim sem hafa ekki einungis framfærslu af launatekjum heldur einnig fjármagnstekjum. Það er að mínu mati einnig mikilvægt að lækkun árlegrar greiðslubyrði nái ekki einungis til nýrra lánþega heldur einnig þeirra sem tekið hafa lán á grundvelli eldri laga um LÍN. Þeim verður í ákveðinn tíma gefinn kostur á að skuldbreyta eldri lánum. Frumvarpið byggir á því að helmingur þeirra sem tekið hafa námslán eftir 1992 nýti sér þennan rétt. Greiðendur þeirra eru um 15.000 talsins og áætlað er að tæplega 10.000 manns fái námslán skólaárið 2004-2005. Lánasjóður íslenskra námsmanna gegnir lykilhlutverki í okkar menntakerfi. Það er vandfundið kerfi í nokkru öðru ríki er styður jafn dyggilega við bakið á háskólanemum og LÍN. Heildarfjöldi lánþega hjá LÍN var í lok síðasta árs 35 þúsund og útistandandi lán sjóðsins námu 66 milljörðum króna. Í áætlun sjóðsins fyrir næsta ár er gert ráð fyrir tæplega tíu þúsund lánþegum og að ný útlán verði 7,1 milljarður króna. Um helmingur þeirrar upphæðar kemur úr ríkissjóði enda er það mat Ríkisendurskoðunar að árlegt framlag til viðbótar rekstrarkostnaði þurfi að nema 50% af útlánum til að standa undir afföllum og kostnaði við vaxtaniðurgreiðslu sjóðsins. Það frumvarp sem nú liggur fyrir Alþingi mun leiða til nokkurs kostnaðarauka til viðbótar þrátt fyrir að í framtíðinni verði einnig tekið tillit til fjármagnstekna við útreikninga á endurgreiðslu lánþega. Það er mat fjármálaráðuneytisins að árlegur kostnaðarauki ríkissjóðs af því að lækka endurgreiðsluhlutfall um eitt prósentustig muni nema 265-340 milljónum króna. Það þýðir að framlag ríkissjóðs til LÍN hækkar um 3,7-4,8% eða úr um 49% af útlánum í um 53%. Með þessu verið að létta róðurinn verulega hjá lánþegum Lánasjóðsins og uppfylla það loforð ríkisstjórnarinnar að lækka endurgreiðslubyrði námslána.
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir Skoðun
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir Skoðun