Misjafn erfðabreytileiki 19. desember 2004 00:01 "Þetta eru mikilvægar niðurstöður og þær koma til með að aðstoða okkur enn frekar við tilraunir við að einangra meingen," segir Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskar erfðagreiningar, um niðurstöður rannsóknar sem sýna að erfðabreytileiki Íslendinga er misjafn milli landshluta. Hið virta vísindatímarit Nature genetics birti niðurstöðurnar á á vef sínum í gær. Kári segir að aðferð rannsóknarinnar megi nota til að kortleggja vissa sjúkdóma sem ganga í erfðir. "Það má til dæmis komast að því hvort brjóstakrabbamein eða geðklofi eigi að miklu leyti rætur í ákveðnum landshlutum. Af þeim fimmtíu sjúkdómum sem Íslensk erfðagreining rannsakar eru margir misdreifðir eftir landsvæðum." Agnar Helgason mannfræðingur stýrði rannsókninnni fyrir Íslenska erfðagreiningu og studdist við gagnagrunninn Íslendingabók. "Við tókum alla Íslendinga sem eru fæddir eftir 1850 og röktum aftur í fimmta ættlið og komumst að því hvar forfeður þeirra voru búsettir. Þannig gátum við rakið nákvæmlega hversu hátt hlutfall af uppruna sínum hver einstaklingur á í hverri sýslu." Í ljós kom að forfeður flestra Íslendinga voru fæddir í sama landshluta og niðjar þeirra fimm ættliðum seinna. Sem dæmi má nefna að 95 prósent af forfeðrum Eyfirðinga fæddra á árunum 1850-1875 eru frá Norðurlandi. Eftir því sem leið á 20. öldina varð blöndunin þó meiri sökum þéttbýlismyndunar. Kári Stefánsson segir að þetta sýni að þótt Ísland sé einsleitt sé það rækilega lagskipt erfðafræðilega séð. "Það þarf að taka tillit til þess í tilraunum til að einangra mengin, til dæmis með því að velja sjúklinga og viðmiðunarhópa með svipaða landfræðilega dreifingu. Sé það ekki gert er nokkur hætta á bjöguðum niðurstöðum." Að sögn Kára staðfestir þetta hversu heppilegt Ísland sé til rannsókna af erfðafræðilegum toga: "Við getum rétt ímyndað okkur hversu erfitt er að taka tillit til lagskiptingarinnar úti í hinum stóra heimi þar sem samfélögin eru mun fjölbreyttari en hér á Íslandi." Fréttir Innlent Tækni Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Erlent Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Fleiri fréttir Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Sjá meira
"Þetta eru mikilvægar niðurstöður og þær koma til með að aðstoða okkur enn frekar við tilraunir við að einangra meingen," segir Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskar erfðagreiningar, um niðurstöður rannsóknar sem sýna að erfðabreytileiki Íslendinga er misjafn milli landshluta. Hið virta vísindatímarit Nature genetics birti niðurstöðurnar á á vef sínum í gær. Kári segir að aðferð rannsóknarinnar megi nota til að kortleggja vissa sjúkdóma sem ganga í erfðir. "Það má til dæmis komast að því hvort brjóstakrabbamein eða geðklofi eigi að miklu leyti rætur í ákveðnum landshlutum. Af þeim fimmtíu sjúkdómum sem Íslensk erfðagreining rannsakar eru margir misdreifðir eftir landsvæðum." Agnar Helgason mannfræðingur stýrði rannsókninnni fyrir Íslenska erfðagreiningu og studdist við gagnagrunninn Íslendingabók. "Við tókum alla Íslendinga sem eru fæddir eftir 1850 og röktum aftur í fimmta ættlið og komumst að því hvar forfeður þeirra voru búsettir. Þannig gátum við rakið nákvæmlega hversu hátt hlutfall af uppruna sínum hver einstaklingur á í hverri sýslu." Í ljós kom að forfeður flestra Íslendinga voru fæddir í sama landshluta og niðjar þeirra fimm ættliðum seinna. Sem dæmi má nefna að 95 prósent af forfeðrum Eyfirðinga fæddra á árunum 1850-1875 eru frá Norðurlandi. Eftir því sem leið á 20. öldina varð blöndunin þó meiri sökum þéttbýlismyndunar. Kári Stefánsson segir að þetta sýni að þótt Ísland sé einsleitt sé það rækilega lagskipt erfðafræðilega séð. "Það þarf að taka tillit til þess í tilraunum til að einangra mengin, til dæmis með því að velja sjúklinga og viðmiðunarhópa með svipaða landfræðilega dreifingu. Sé það ekki gert er nokkur hætta á bjöguðum niðurstöðum." Að sögn Kára staðfestir þetta hversu heppilegt Ísland sé til rannsókna af erfðafræðilegum toga: "Við getum rétt ímyndað okkur hversu erfitt er að taka tillit til lagskiptingarinnar úti í hinum stóra heimi þar sem samfélögin eru mun fjölbreyttari en hér á Íslandi."
Fréttir Innlent Tækni Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Erlent Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Fleiri fréttir Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Sjá meira