Erlent

Ríkisstjórnin styrkir fórnarlömbin

Aðstæður á flóðasvæðunum við Bengalflóa eru víða skelfilegar og þar ríkir sannkallað neyðarástand. Hjálparsamtök og ríkisstjórnir víða um heim hafa brugðist hratt við og sent á vettvang hjálparstarfsmenn, matvæli, lyf og aðrar nauðsynjar. Íslensk stjórnvöld láta ekki sitt eftir liggja því í gær ákváðu þau að veita þegar í stað fimm milljónum króna til mannúðar- og neyðaraðstoðar á þeim svæðum sem verst hafa orðið úti. Fjárveitingunni er veitt til Rauða kross Íslands sem mun sjá um að stuðningurinn komist til réttra aðila.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×