Alvarlega slösuðum fækkar mest 31. desember 2004 00:01 Tuttugu og þrír hafa látist í umferðarslysum það sem af er árinu. Jafnmargir létust í umferðinni í fyrra en voru 29 árið 2002. Sigurður Helgason, hjá Umferðarstofu, segir mesta árangurinn undanfarin ár hafa verið í fækkun þeirra sem slasast alvarlega. Átta létust í umferðinni í júlí, ágúst og september. "Það er svo skrítið að stór hluti banaslysa verður um hábjartan dag þegar skilyrði eru hvað best. Þá er eins og fólk keyri hraðar, taki meiri áhættu," segir Sigurður. Hann segir jafnframt áberandi að þeir útlendingar sem deyja í umferðinni hér eru oft ekki í bílbeltum. Að meðaltali látast 24 í umferðinni ár hvert og var fjöldi banaslysa fyrir tuttugu árum svipaður og hann er nú þó umferðin sé helmingi meiri. "Hvert slys er einu slysi of mikið. Mesti árangurinn virðist vera í fækkun slasaðra. Ég hef á tilfinningunni að færri hafi slasast alvarlega í umferðinni í ár heldur en í fyrra sem þó var besta árið í tuttugu ár," segir Sigurður. Á síðasta ári slösuðust 145 alvarlega en árið 1984 voru þeir 419 talsins. Sigurður segir mestu muna um bílbeltin og öruggari bíla og nefnir tilvik þar sem fólk stígur lítið eða óslasað út úr gjörónýtum bílum. Langflest banaslysa verða í dreifbýli innan við eitt hundrað kílómetra fjarlægð frá Reykjavík. Hraðinn er meiri út á þjóðvegunum en Sigurður segir hraðan þó vera skaplegri í nágrenni við höfuðborgina en á móti komi meiri umferð. Hann segir árekstra og útafakstra vera mest áberandi þegar horft er til banaslysa síðasta árs. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent Segir Heimildarmenn hafa njósnað um son hans Innlent „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Innlent Allt að tuttugu stiga hiti Veður Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Vill losna við tálma úr vegi sínum Erlent Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Innlent Fleiri fréttir Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Segir Heimildarmenn hafa njósnað um son hans Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Sjá meira
Tuttugu og þrír hafa látist í umferðarslysum það sem af er árinu. Jafnmargir létust í umferðinni í fyrra en voru 29 árið 2002. Sigurður Helgason, hjá Umferðarstofu, segir mesta árangurinn undanfarin ár hafa verið í fækkun þeirra sem slasast alvarlega. Átta létust í umferðinni í júlí, ágúst og september. "Það er svo skrítið að stór hluti banaslysa verður um hábjartan dag þegar skilyrði eru hvað best. Þá er eins og fólk keyri hraðar, taki meiri áhættu," segir Sigurður. Hann segir jafnframt áberandi að þeir útlendingar sem deyja í umferðinni hér eru oft ekki í bílbeltum. Að meðaltali látast 24 í umferðinni ár hvert og var fjöldi banaslysa fyrir tuttugu árum svipaður og hann er nú þó umferðin sé helmingi meiri. "Hvert slys er einu slysi of mikið. Mesti árangurinn virðist vera í fækkun slasaðra. Ég hef á tilfinningunni að færri hafi slasast alvarlega í umferðinni í ár heldur en í fyrra sem þó var besta árið í tuttugu ár," segir Sigurður. Á síðasta ári slösuðust 145 alvarlega en árið 1984 voru þeir 419 talsins. Sigurður segir mestu muna um bílbeltin og öruggari bíla og nefnir tilvik þar sem fólk stígur lítið eða óslasað út úr gjörónýtum bílum. Langflest banaslysa verða í dreifbýli innan við eitt hundrað kílómetra fjarlægð frá Reykjavík. Hraðinn er meiri út á þjóðvegunum en Sigurður segir hraðan þó vera skaplegri í nágrenni við höfuðborgina en á móti komi meiri umferð. Hann segir árekstra og útafakstra vera mest áberandi þegar horft er til banaslysa síðasta árs.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent Segir Heimildarmenn hafa njósnað um son hans Innlent „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Innlent Allt að tuttugu stiga hiti Veður Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Vill losna við tálma úr vegi sínum Erlent Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Innlent Fleiri fréttir Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Segir Heimildarmenn hafa njósnað um son hans Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Sjá meira