Maður, líttu þér nær! 9. nóvember 2005 06:00 Í Fréttablaðinu sunnudaginn 6. nóvember gefur að líta ummæli ríkisskattstjóra, Indriða G. Þorlákssonar, um að verslunin blekki viðskiptavini með því að auglýsa að virðisaukaskattur sé felldur niður af vörum. Hann viðurkennir samt að oft sé tilgreint með minna letri að virðisaukaskattur sé eftir sem áður greiddur af vörunum, en samt sé um blekkingu að ræða. Manni fallast næstum hendur við lestur svona yfirlýsinga. Það er með ólíkindum hvernig sumir menn geta gengið um með augnblöðkur sem varna þeim sjónar á öðru en því sem er beint fyrir framan þá. Ef ríkisskattstjóri hugleiddi ofurlítið hvernig þessi markaðsfærsla hefur orðið til þá myndi hann fljótlega átta sig á því að umrædd háttsemi verslunarinnar er andsvar við siðlausri og óskammfeilinni háttsemi ríkisins í komuversluninni í Flugstöð Leifs Eiríkssonar (FLE). Oftast ef ekki alltaf er þess getið, reyndar með smáu letri, að verslanir greiði virðisaukaskatt af þessum tilboðsvörum. Þegar komufarþegar í FLE koma á það svæði sem farangur þeirra kemur inn blasir við þeim gólfauglýsing sem staðhæfir að verð í komuversluninni sé allt að 50 prósent lægra en í Reykjavík. Og hvernig skyldi nú þessi ríkisverslun fara að því að selja vörur svona ódýrt miðað við það að húsnæði, laun og aðrir rekstrarliðir eru vart lægri en í almennri verslun í Reykjavík? Jú, það gerist með því að fella niður tolla, vörugjöld og virðisaukaskatt á þeim vörum sem þarna eru seldar í samkeppni við innlenda verslun. Hvað heitir þetta í orðasafni ríkisskattstjóra? Getur það verið að ríkisskattstjóri þekki ekki til þessa fyrirkomulags í FLE? Ég ætla honum það ekki og er næstum viss um að hann hefur gengið yfir umrædda auglýsingu eins og svo margir aðrir. Getur verið að öll sú umræða sem hefur farið fram um siðleysi, og jafnvel lögleysi (á það verður látið reyna) sem felst í þessum verslunarrekstri ríkisins hafi farið fram hjá eina æðsta embættismanni ríkisins í skattamálum? Hefur hann ekki orðið var við gagnrýni SVÞ á þetta fyrirkomulag og háttalag starfsmanna umræddrar ríkisverslunar, sem eru í lítt dulbúinni samkeppni um snyrtivörur, raftæki o.fl. við verslun á höfuðborgarsvæðinu? Ég vil benda ríkisskattstjóra á að horfa á bjálkann í eigin auga áður en hann gagnrýnir flísina í augum annarra. Hann verður að axla þá ábyrgð að vera í þessu máli sá sem hlífa ætti fremur en að höggva. Hann er fulltrúi stjórnvalda sem reka komuverslunina og má ekki mæla með klofinni tungu með því annars vegar að hvetja fólk til að greiða ekki skatta af innkaupum sínum og hins vegar að ásaka þá sem á er hallað um að bregðast við með því að draga fram það sem veldur verðmun og nota það í markaðsfærslu sinni. Með því að taka fram, þótt með smáu letri sé, að virðisaukaskattur sé greiddur af viðkomandi tilboðum, er enginn blekktur og reyndar rétt að vekja athygli á því að það stjórnvald sem fylgist með auglýsingum fyrirtækja á markaði, áður Samkeppnisstofnun og nú Neytendastofa, hefur ekki séð ástæðu til að gera athugasemdir við tilvitnaðar auglýsingar verslunarfyrirtækja í Reykjavík. Maður líttu þér nær! Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Skoðun Mest lesið Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen Skoðun Framtíðin er rafmögnuð Jóhanna Hlín Auðunsdóttir Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson skrifar Skoðun Menntamál eru ekki afgangsstærð Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem skrifar Skoðun Er friður tálsýn eða verkefni? Inga Daníelsdóttir skrifar Skoðun Kattahald Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Framtíðin er rafmögnuð Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í blokkinni Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Ég hataði rafíþróttir! Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Versta sem Ísland gæti gert Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir skrifar Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar Skoðun „...ég lærði líka að nota gagnrýna hugsun“ Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Látið okkur í friði Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Gefðu fimmu! Ágúst Arnar Þráinsson skrifar Skoðun Allar hendur á dekk! Oddný G. Harðardóttir skrifar Skoðun Engin sátt án sannmælis Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Að finna rétt veiðigjald... Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Hvað viltu að samskiptin á vinnustaðnum kosti? Carmen Maja Valencia skrifar Skoðun Stórt inngrip í rekstur íþróttafélaga! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Börn voga sér inn í afbrotaheim fullorðinna eða er það öfugt? Davíð Bergmann skrifar Sjá meira
Í Fréttablaðinu sunnudaginn 6. nóvember gefur að líta ummæli ríkisskattstjóra, Indriða G. Þorlákssonar, um að verslunin blekki viðskiptavini með því að auglýsa að virðisaukaskattur sé felldur niður af vörum. Hann viðurkennir samt að oft sé tilgreint með minna letri að virðisaukaskattur sé eftir sem áður greiddur af vörunum, en samt sé um blekkingu að ræða. Manni fallast næstum hendur við lestur svona yfirlýsinga. Það er með ólíkindum hvernig sumir menn geta gengið um með augnblöðkur sem varna þeim sjónar á öðru en því sem er beint fyrir framan þá. Ef ríkisskattstjóri hugleiddi ofurlítið hvernig þessi markaðsfærsla hefur orðið til þá myndi hann fljótlega átta sig á því að umrædd háttsemi verslunarinnar er andsvar við siðlausri og óskammfeilinni háttsemi ríkisins í komuversluninni í Flugstöð Leifs Eiríkssonar (FLE). Oftast ef ekki alltaf er þess getið, reyndar með smáu letri, að verslanir greiði virðisaukaskatt af þessum tilboðsvörum. Þegar komufarþegar í FLE koma á það svæði sem farangur þeirra kemur inn blasir við þeim gólfauglýsing sem staðhæfir að verð í komuversluninni sé allt að 50 prósent lægra en í Reykjavík. Og hvernig skyldi nú þessi ríkisverslun fara að því að selja vörur svona ódýrt miðað við það að húsnæði, laun og aðrir rekstrarliðir eru vart lægri en í almennri verslun í Reykjavík? Jú, það gerist með því að fella niður tolla, vörugjöld og virðisaukaskatt á þeim vörum sem þarna eru seldar í samkeppni við innlenda verslun. Hvað heitir þetta í orðasafni ríkisskattstjóra? Getur það verið að ríkisskattstjóri þekki ekki til þessa fyrirkomulags í FLE? Ég ætla honum það ekki og er næstum viss um að hann hefur gengið yfir umrædda auglýsingu eins og svo margir aðrir. Getur verið að öll sú umræða sem hefur farið fram um siðleysi, og jafnvel lögleysi (á það verður látið reyna) sem felst í þessum verslunarrekstri ríkisins hafi farið fram hjá eina æðsta embættismanni ríkisins í skattamálum? Hefur hann ekki orðið var við gagnrýni SVÞ á þetta fyrirkomulag og háttalag starfsmanna umræddrar ríkisverslunar, sem eru í lítt dulbúinni samkeppni um snyrtivörur, raftæki o.fl. við verslun á höfuðborgarsvæðinu? Ég vil benda ríkisskattstjóra á að horfa á bjálkann í eigin auga áður en hann gagnrýnir flísina í augum annarra. Hann verður að axla þá ábyrgð að vera í þessu máli sá sem hlífa ætti fremur en að höggva. Hann er fulltrúi stjórnvalda sem reka komuverslunina og má ekki mæla með klofinni tungu með því annars vegar að hvetja fólk til að greiða ekki skatta af innkaupum sínum og hins vegar að ásaka þá sem á er hallað um að bregðast við með því að draga fram það sem veldur verðmun og nota það í markaðsfærslu sinni. Með því að taka fram, þótt með smáu letri sé, að virðisaukaskattur sé greiddur af viðkomandi tilboðum, er enginn blekktur og reyndar rétt að vekja athygli á því að það stjórnvald sem fylgist með auglýsingum fyrirtækja á markaði, áður Samkeppnisstofnun og nú Neytendastofa, hefur ekki séð ástæðu til að gera athugasemdir við tilvitnaðar auglýsingar verslunarfyrirtækja í Reykjavík. Maður líttu þér nær! Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu.
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun
Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar
Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar
Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun