Áhyggjulaust ævikvöld orðið að martröð 25. nóvember 2005 06:00 Ég hef um alllangt skeið fylgst með baráttumálum aldraðra. Þeir sem hafa verið í forsvari fyrir þeim hópi hafa látið vel í sér heyra og m.a. rætt við ráðamenn ríkisstjórnarinnar og sýnt fram á þá skerðingu sem aldraðir og öryrkjar hafa mátt þola í langan tíma, en alltaf talað fyrir daufum eyrum. Núverandi ríkisstjórn breytti lögum um málefni aldraðra árið 1995. Lögin sögðu að bætur til þessara hópa skuli fylgja kaupgjaldsvísitölu en ekki launavísitölu eins og var áður.Þetta leiddi til þess að kjör þessara hópa hafa verið stórskert eftir þessar breytingar. Skattleysismörkin eru alltof lág eða alls 75.062 krónur, en væru 102.472 ef ekki hefði verið hreyft við vísitölunni á sínum tíma. Kerfið eins og það er uppbyggt í dag hegnir miskunnarlaust þeim sem hafa farið að lögum og greitt í lífeyrissjóð. Sá sem aftur á móti hefur svikist um og greitt í staðinn inn á bankabók eða keypt sér verðbréf stendur miklu betur að vígi. Hann tekur sparnað sinn út og greiðir aðeins 10 prósent fjármagnstekjuskatt meðan hin þjóðin (það eru tvær þjóðir í þessu landi) greiðir 38 prósent skatt. Það má einnig benda á tekjutengingarnar og takmarkanirnar sem óspart eru notaðar á ellilífeyrisþega og öryrkja. Ég vil benda öllum á sem greitt hafa í aukalífeyrissparnað að taka hann allan út fyrir 67 ára aldur og ávaxta sjálf á þann hátt sem hver vill. Fullan skatt verður að borga af þessu strax en þá er maður laus við skerðinguna sem verður hjá Tryggingastofnun ríkisins þegar þar að kemur. Ég lenti sjálf í því að taka þennan sparnað of seint út og sýp seyðið af því nú. Er ekki kominn tími til að einfalda þennan óskiljanlega frumskóg sem tryggingakerfið er nú. Á síðustu árum er svo oft búið að breyta lögum um málefni aldraðra að þetta er orðið að einum hrærigraut. Nú nýlega þegar aðilar vinnumarkaðarins gengu frá samkomulagi um eingreiðslu 26.000 kr. ákvað ríkisstjórnin að þeir sem væru á atvinnuleysisbótum, örorkubótum og ellilífeyrisþegar skuli einnig fá þessar greiðslur, það er að segja þeir sem eru með óskerta tekjutryggingu. Í dag eru um 300 manns á öllu landinu með óskerta tekjutryggingu, það eru þeir sem fá ekkert úr lífeyrissjóði. Lífeyrissjóður Suðurnesja (nú Suðurlands) sendi sjóðsfélögum nýverið bréf um skerðingu upp á 16 prósent sem gildir frá 1.október. Þann 1. janúar á þessu ári skerti sjóðurinn bæturnar um 5 prósent. Samtals er þetta 21 prósent skerðing á árinu. Þeir sem eru að fá greiðslur úr sjóðnum í dag finna óþyrmilega fyrir því þegar svona miskunnarlaust og án fyrirvara er vegið að afkomu fólks. Áhyggjulausa ævikvöldið fyrir aldraða sem talað er um á tyllidögum er orðið að martröð. Var ekki sagt í haust á alþingi þegar uppgötvaðist um klúðrið á lögum um eftirlaunafrumvarp ríkisstjórnarinnar fyrir alþingismenn, að það mætti ekki skerða alþingismenn sem nú þegar væru farnir að fá eftirlaunagreiðslur? Það gilda víst aðrar reglur á þeim bæ! Höfundur er lífeyrisþegi í Lífeyrissjóði Suðurlands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Skoðun Mest lesið Halldór 23.8.2025 Halldór Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
Ég hef um alllangt skeið fylgst með baráttumálum aldraðra. Þeir sem hafa verið í forsvari fyrir þeim hópi hafa látið vel í sér heyra og m.a. rætt við ráðamenn ríkisstjórnarinnar og sýnt fram á þá skerðingu sem aldraðir og öryrkjar hafa mátt þola í langan tíma, en alltaf talað fyrir daufum eyrum. Núverandi ríkisstjórn breytti lögum um málefni aldraðra árið 1995. Lögin sögðu að bætur til þessara hópa skuli fylgja kaupgjaldsvísitölu en ekki launavísitölu eins og var áður.Þetta leiddi til þess að kjör þessara hópa hafa verið stórskert eftir þessar breytingar. Skattleysismörkin eru alltof lág eða alls 75.062 krónur, en væru 102.472 ef ekki hefði verið hreyft við vísitölunni á sínum tíma. Kerfið eins og það er uppbyggt í dag hegnir miskunnarlaust þeim sem hafa farið að lögum og greitt í lífeyrissjóð. Sá sem aftur á móti hefur svikist um og greitt í staðinn inn á bankabók eða keypt sér verðbréf stendur miklu betur að vígi. Hann tekur sparnað sinn út og greiðir aðeins 10 prósent fjármagnstekjuskatt meðan hin þjóðin (það eru tvær þjóðir í þessu landi) greiðir 38 prósent skatt. Það má einnig benda á tekjutengingarnar og takmarkanirnar sem óspart eru notaðar á ellilífeyrisþega og öryrkja. Ég vil benda öllum á sem greitt hafa í aukalífeyrissparnað að taka hann allan út fyrir 67 ára aldur og ávaxta sjálf á þann hátt sem hver vill. Fullan skatt verður að borga af þessu strax en þá er maður laus við skerðinguna sem verður hjá Tryggingastofnun ríkisins þegar þar að kemur. Ég lenti sjálf í því að taka þennan sparnað of seint út og sýp seyðið af því nú. Er ekki kominn tími til að einfalda þennan óskiljanlega frumskóg sem tryggingakerfið er nú. Á síðustu árum er svo oft búið að breyta lögum um málefni aldraðra að þetta er orðið að einum hrærigraut. Nú nýlega þegar aðilar vinnumarkaðarins gengu frá samkomulagi um eingreiðslu 26.000 kr. ákvað ríkisstjórnin að þeir sem væru á atvinnuleysisbótum, örorkubótum og ellilífeyrisþegar skuli einnig fá þessar greiðslur, það er að segja þeir sem eru með óskerta tekjutryggingu. Í dag eru um 300 manns á öllu landinu með óskerta tekjutryggingu, það eru þeir sem fá ekkert úr lífeyrissjóði. Lífeyrissjóður Suðurnesja (nú Suðurlands) sendi sjóðsfélögum nýverið bréf um skerðingu upp á 16 prósent sem gildir frá 1.október. Þann 1. janúar á þessu ári skerti sjóðurinn bæturnar um 5 prósent. Samtals er þetta 21 prósent skerðing á árinu. Þeir sem eru að fá greiðslur úr sjóðnum í dag finna óþyrmilega fyrir því þegar svona miskunnarlaust og án fyrirvara er vegið að afkomu fólks. Áhyggjulausa ævikvöldið fyrir aldraða sem talað er um á tyllidögum er orðið að martröð. Var ekki sagt í haust á alþingi þegar uppgötvaðist um klúðrið á lögum um eftirlaunafrumvarp ríkisstjórnarinnar fyrir alþingismenn, að það mætti ekki skerða alþingismenn sem nú þegar væru farnir að fá eftirlaunagreiðslur? Það gilda víst aðrar reglur á þeim bæ! Höfundur er lífeyrisþegi í Lífeyrissjóði Suðurlands.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar