Grunnnetið verði sérfyrirtæki Kristinn H. Gunnarsson skrifar 3. janúar 2005 00:01 Framundan er sala Landssímans. Ákveðið var fyrir nokkrum árum að koma á samkeppni á fjarskiptamarkaði með þeim rökum að samkeppnin tryggði neytendum lægra verð og betri þjónustu. Eignarhald ríkisins gefur forskot á fyrirtæki sem eru í einkaeigu og því er talið nauðsynlegt að ríkið selji Landssímann til þess að jafnræði geti verið milli fyrirtækjanna sem keppa. En fleira kemur til sem getur torveldað samkeppni. Landssíminn hefur yfirburðastöðu á markaðnum með um 80% hlutdeild í almennri talsímaþjónustu og um 67% hlutdeild í fjarskiptakerfinu. Þessir yfirburðir Landssímans byggjast einkum á því að fyrirtækið á megnið af dreifikerfinu. Það er í einokunaraðstöðu hvað varðar koparnetið og þar með aðgang að heimtaug til notandans. Svipað er um ljósleiðaranetið, en þar er samkeppni aðeins á höfuðborgarsvæðinu, norður til Akureyrar og til Vestmannaeyja. Annars staðar er Landssíminn einn um að veita þjónustu með ljósleiðara. Fyrirtæki sem vilja keppa við Landssímann verða að fá greiðan aðgang að dreifikerfi Símans á sanngjörnu verði. Þarna er fyrirsjáanlegt að verði árekstrar milli fyrirtækja í samkeppni, enda er það svo. Stærsta fyrirtækið sem er í samkeppni við Landssímann, Og Vodafone, kvartar undan þjónustunni og telur að auki erfitt að staðreyna hvort verðlagning á aðgangi að heimtaugum sé byggð á raunkostnaði. Bendir fyrirtækið á að jafn aðgangur að grunnnetinu og rétt verðlagning sé forsenda samkeppni á smásölumarkaði á landsvísu. Í erindi til Alþingis, sem er umsögn um þingmannafrumvarp er varðar sölu Landssímans, gengur Og Vodafone svo langt að segja að það sé álit fyrirtækisins að verði eignarhaldi á grunnnetinu ekki komið fyrir í sérstöku fyrirtæki, sem selji aðgang að netinu til allra aðila á markaði á sömu kjörum og á sömu forsendum muni aldrei verða raunveruleg samkeppni á fjarskiptamarkaði. Ástæðan er einföld: hér á landi háttar svo til að aðeins er til eitt heildstætt grunnnet og fyrirtæki sem vilja veita talsímaþjónustu eða DSL þjónustu eiga ekki annarra kosta völ en að semja við keppinaut sinn, Landssíma Íslands hf., um aðgang að grunnnetinu. Og Vodafone telur að það geti verið þrjár leiðir í útfærslunni: grunnnetið verði áfram í eigu ríkisins, grunnnetið verði selt sama aðila og kaupir Landssímann en verði í sérfyrirtæki og með algerlega aðskilinn rekstur og í þriðja lagi að grunnnetið verði sérstakt félag, sem geti verið í eigu ríkisins og annarra sem kaupa þjónustu af grunnnetinu. Benda má á að þegar sett var löggjöf um samkeppni í raforkukerfinu, var samkeppnin einskorðuð við sölu og framleiðslu á rafmagni, enda ekki talið hægt að koma við samkeppni í flutningi og dreifingu rafmagns. Var stofnað sérstakt hlutafélag um flutninginn sem er í eigu helstu framleiðenda rafmagns. Það fyrirkomulag á að tryggja jafnræði í aðgengi að kaupendunum og er því að verulegu leyti forsenda þess að samkeppni verði í kerfinu. Hví skyldu gilda einhver önnur lögmál í fjarskiptakerfinu? Og Vodafone telur að sérfyrirtæki um grunnnetið myndi leiða af sér betri þjónustu um landið, þar sem fremur yrði lögð áhersla á að bæta fjarskiptin í hinum dreifðum byggðum landsins. Það væri hagur dreifingarfyrirtækisins að sjá til þess að netið næði til allra landsmanna, bæði hvað varðar talsímaþjónustu og gagnaflutninga. Þetta eru frekari rök fyrir sérfyrirtæki um grunnnetið. Ljóst er að víða um land er veruleg óánægja með frammistöðu Landssímans síðustu árin eftir að fyrirtækið hætti að líta á sig sem þjónustufyrirtæki og fór að einbeita sér að því að hámarka hagnaðinn til skamms tíma litið. GSM- símakerfið er orðið mikilvægt öryggistæki en víða á vegum landsins er símasamband ekki til staðar. Þá eru góð fjarskipti oft forsenda þess að atvinnulíf og afþreyingarmöguleikar geti þróast með svipuðum hætti sem víðast á landinu. Öllu lengur má ekki dragast að sýnilegt verði að pólitískur vilji er til staðar að veita góða þjónustu um land allt. Ég fer ekki leynt með þá skoðun mína að hafa eigi grunnnetið í sérfyrirtæki og að það fyrirkomulag sé líklegt til þess að tryggja góða þjónustu og samkeppnina sem að er stefnt. Álit Og Vodafone styður þau sjónarmið og hefur mikið gildi vegna þess að fyrirtækið er starfandi á þessum markaði. Áður en Landssíminn verður seldur þarf að leiða þessa umræðu til lykta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristinn H. Gunnarsson Mest lesið Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Sjá meira
Framundan er sala Landssímans. Ákveðið var fyrir nokkrum árum að koma á samkeppni á fjarskiptamarkaði með þeim rökum að samkeppnin tryggði neytendum lægra verð og betri þjónustu. Eignarhald ríkisins gefur forskot á fyrirtæki sem eru í einkaeigu og því er talið nauðsynlegt að ríkið selji Landssímann til þess að jafnræði geti verið milli fyrirtækjanna sem keppa. En fleira kemur til sem getur torveldað samkeppni. Landssíminn hefur yfirburðastöðu á markaðnum með um 80% hlutdeild í almennri talsímaþjónustu og um 67% hlutdeild í fjarskiptakerfinu. Þessir yfirburðir Landssímans byggjast einkum á því að fyrirtækið á megnið af dreifikerfinu. Það er í einokunaraðstöðu hvað varðar koparnetið og þar með aðgang að heimtaug til notandans. Svipað er um ljósleiðaranetið, en þar er samkeppni aðeins á höfuðborgarsvæðinu, norður til Akureyrar og til Vestmannaeyja. Annars staðar er Landssíminn einn um að veita þjónustu með ljósleiðara. Fyrirtæki sem vilja keppa við Landssímann verða að fá greiðan aðgang að dreifikerfi Símans á sanngjörnu verði. Þarna er fyrirsjáanlegt að verði árekstrar milli fyrirtækja í samkeppni, enda er það svo. Stærsta fyrirtækið sem er í samkeppni við Landssímann, Og Vodafone, kvartar undan þjónustunni og telur að auki erfitt að staðreyna hvort verðlagning á aðgangi að heimtaugum sé byggð á raunkostnaði. Bendir fyrirtækið á að jafn aðgangur að grunnnetinu og rétt verðlagning sé forsenda samkeppni á smásölumarkaði á landsvísu. Í erindi til Alþingis, sem er umsögn um þingmannafrumvarp er varðar sölu Landssímans, gengur Og Vodafone svo langt að segja að það sé álit fyrirtækisins að verði eignarhaldi á grunnnetinu ekki komið fyrir í sérstöku fyrirtæki, sem selji aðgang að netinu til allra aðila á markaði á sömu kjörum og á sömu forsendum muni aldrei verða raunveruleg samkeppni á fjarskiptamarkaði. Ástæðan er einföld: hér á landi háttar svo til að aðeins er til eitt heildstætt grunnnet og fyrirtæki sem vilja veita talsímaþjónustu eða DSL þjónustu eiga ekki annarra kosta völ en að semja við keppinaut sinn, Landssíma Íslands hf., um aðgang að grunnnetinu. Og Vodafone telur að það geti verið þrjár leiðir í útfærslunni: grunnnetið verði áfram í eigu ríkisins, grunnnetið verði selt sama aðila og kaupir Landssímann en verði í sérfyrirtæki og með algerlega aðskilinn rekstur og í þriðja lagi að grunnnetið verði sérstakt félag, sem geti verið í eigu ríkisins og annarra sem kaupa þjónustu af grunnnetinu. Benda má á að þegar sett var löggjöf um samkeppni í raforkukerfinu, var samkeppnin einskorðuð við sölu og framleiðslu á rafmagni, enda ekki talið hægt að koma við samkeppni í flutningi og dreifingu rafmagns. Var stofnað sérstakt hlutafélag um flutninginn sem er í eigu helstu framleiðenda rafmagns. Það fyrirkomulag á að tryggja jafnræði í aðgengi að kaupendunum og er því að verulegu leyti forsenda þess að samkeppni verði í kerfinu. Hví skyldu gilda einhver önnur lögmál í fjarskiptakerfinu? Og Vodafone telur að sérfyrirtæki um grunnnetið myndi leiða af sér betri þjónustu um landið, þar sem fremur yrði lögð áhersla á að bæta fjarskiptin í hinum dreifðum byggðum landsins. Það væri hagur dreifingarfyrirtækisins að sjá til þess að netið næði til allra landsmanna, bæði hvað varðar talsímaþjónustu og gagnaflutninga. Þetta eru frekari rök fyrir sérfyrirtæki um grunnnetið. Ljóst er að víða um land er veruleg óánægja með frammistöðu Landssímans síðustu árin eftir að fyrirtækið hætti að líta á sig sem þjónustufyrirtæki og fór að einbeita sér að því að hámarka hagnaðinn til skamms tíma litið. GSM- símakerfið er orðið mikilvægt öryggistæki en víða á vegum landsins er símasamband ekki til staðar. Þá eru góð fjarskipti oft forsenda þess að atvinnulíf og afþreyingarmöguleikar geti þróast með svipuðum hætti sem víðast á landinu. Öllu lengur má ekki dragast að sýnilegt verði að pólitískur vilji er til staðar að veita góða þjónustu um land allt. Ég fer ekki leynt með þá skoðun mína að hafa eigi grunnnetið í sérfyrirtæki og að það fyrirkomulag sé líklegt til þess að tryggja góða þjónustu og samkeppnina sem að er stefnt. Álit Og Vodafone styður þau sjónarmið og hefur mikið gildi vegna þess að fyrirtækið er starfandi á þessum markaði. Áður en Landssíminn verður seldur þarf að leiða þessa umræðu til lykta.
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar