120 millur, bravó! 16. janúar 2005 00:01 Sæll Egill Ég stóð reiður og hneykslaður upp frá sjónvarpinu. Harmur, volæði og hörmungar meðbræðra okkar við Indlandshaf urðu okkur tilefni til “skemmtikvölds” fyrir fjölskylduna. Aldrei hafa ljósvakamiðlarnir boðið okkur upp á aðra eins laugardagsskemmtun. Þarna voru öll helstu fjöðmiðlafífl þjóðarinnar sameinuð í ósmekklegri uppákomu sem þau bjuggu til sjálfum sér til upphefðar og fengu til liðs þá sem af hégóma eða hagsmunaástæðum töldu sig þurfa að auglýsa manngæsku sína. Hversvegna getur Baugur ekki stutt þá sem þjást, án þess að Jóhannes í Bónus skipti á 10 millum og röndóttum jakkafötum við Björgólf? Hvaða mannúð felst í því að bjóða upp Evrovisjónfrakka Pálma Gunnarssonar? Hvað meinar minn gamli kunningi Villi naglbítur, gáfaður og vel gerður piltur, með því að gera sig að einu fíflalegasa skoffíni ljósvakamiðlanna um þessar mundir? Hann getur ekki einusinni sýnt áhorfendum náttúruna án þess að gera sjálfan sig að aðalatriði og það sem hann ætlar að sýna að aukatriði. Fátt er dapurlegra en fórnarlömb skyndifrægðar. Verst er þó þegar gamalreyndir sjónvarpsjaxlar geta ekki hamið sjálfsdýrkun sína, eins og glöggt kom fram í fallegasta og heiðarlegasta atriði þessarar makalausu samkomu, þegar fram komu tvö börn sem höfðu eytt dögum til að ganga í hús í Hlíðunum og safna fé handa nauðstöddum; afraksturinn, rúmar tvö þúsund krónur, dugir að minnstakosti tveim fjölskyldum á hamfarasvæðunum fyrir segldúksskýli og eldunaráhöldum. Þessi fallegu og einlægu börn voru meðhöndluð eins og aukaatriði sem á ekki heima meðal alvöru fólks. Hljóðneminn var rekinn upp að nefinu á þeim í flýti og asnaleg spurning borin fram. Börn kunna ekki að svara asnalegum spurningum og þá skipti engum togum, þau voru gefin upp á bátinn og Logi Bergmann og Svanhildur (heitir hún ekki Svanhildur?) tróðu sér framfyrir börnin og tóku að gorta af því hvað tekist hafði að hala inn fyrir hálsbindið hans Loga. Dapurlegasta atriði þessarar ósmekklegu montsamkomu var þó kapphlaup Sivjar, Þorgerðar og Steinunnar Valdísar ásamt meðreiðarsveinunum Sveppa, Pétri og Audda. Er þessu sjálfhverfa fólki ómögulegt að neita sér um fíflalæti, ef það telur sig geta með því vakið athygli? Hefði það ekki vakið meiri athygli, og jákvæðari, ef þessir sexmenningar hefðu sameinast í einlægni og samúðarfullri alvöru, án fíflaláta, og reynt að varpa ljósi á þær óendanlega þungu raunir sem lagðar eru á fólk á hamfarasvæðunum? Hvernig hefðu fórnarlömb hamfaranna á Flateyri og í Súðavík brugðist við ef þjóðin hefði efnt til ærslafullrar sjónvarpsskemmtunar með Stuðmönnum, Bubba og Bjögga af því að henni gafst með því kærkomið tækifæri til að auglýsa gæsku (hræsni) sína? Er mælikvarði manngæskunnar fólginn í því hve magnaða kvöldskemmtun við getum gert úr því þegar tugir eða hundruð þúsunda meðbræðra okkar tapa öllu, jafnvel lífinu? Af hverju voru ekki Karl biskup, Halldór forsætisráðherra og Ólafur forseti látnir keppa í hamborgaraáti, með Davíð sem tímavörð og Vigdísi sem dómara? Það hefði áreiðanlega hrært streng í brjóstum Íslendinga og orðið mörgum tilefni til gjafmildi. Það vakti athygli mína að Dorrit tók ekki þátt í þessum fíflalátum. Gott hjá henni. Sigurður Heiðar Jónsson ps. Undirritaður gaf ekki svo mikið sem krónu í kvöld, en hafði áður látið fáeinar krónur af hendi rakna, til Rauða krossins, minnugur þess sem móðir Teresa sagði - “þú skalt gefa svo mikið að þig muni um það” Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Silfur Egils Silfur-Bréf Mest lesið Óvissuferð Hafnfirðinga í boði Orkuveitu Reykjavíkur Kristín María Thoroddsen Skoðun Ertu að grínast með þinn lífsstíl? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna Skoðun Guðrún Hafsteins er leiðtogi Eiður Welding Skoðun Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson Skoðun Herleysið er okkar vörn Dr. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hljóð og mynd fara ekki saman Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu að grínast með þinn lífsstíl? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Guðrún Hafsteins er leiðtogi Eiður Welding skrifar Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna skrifar Skoðun Óvissuferð Hafnfirðinga í boði Orkuveitu Reykjavíkur Kristín María Thoroddsen skrifar Skoðun Herleysið er okkar vörn Dr. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir skrifar Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir skrifar Skoðun Færni á vinnumarkaði – ný námsleið fyrir fólk með þroskahömlun Helga Gísladóttir skrifar Skoðun Framtíðarfyrirkomulag biðlauna formanns VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, fyrri grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Rödd friðar á móti sterkum her Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Tollflokkun rifins osts: Rangfærslur og staðreyndir Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Wybory/Election/Kosningar Mateusz Gabríel K. Róbertsson skrifar Skoðun Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason skrifar Skoðun Rétturinn til að hafa réttindi Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Chamberlain eða Churchill leiðin? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Flug er almenningsssamgöngur Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Löggjafinn brýtur á skólabörnum (grein 1) Valdís Ingibjörg Jónsdóttir skrifar Skoðun Strandveiðar – nýliðun hægri vinstri Steindór Ingi Kjellberg skrifar Skoðun Reykurinn sást löngu fyrir brunann! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Angist og krabbamein Auður E. Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Jens er rétti maðurinn í brúna! Anton Berg Sævarsson skrifar Skoðun Stuðningur fyrir börn í vanda getur verið lífsbjörg Stefán Guðbrandsson skrifar Sjá meira
Sæll Egill Ég stóð reiður og hneykslaður upp frá sjónvarpinu. Harmur, volæði og hörmungar meðbræðra okkar við Indlandshaf urðu okkur tilefni til “skemmtikvölds” fyrir fjölskylduna. Aldrei hafa ljósvakamiðlarnir boðið okkur upp á aðra eins laugardagsskemmtun. Þarna voru öll helstu fjöðmiðlafífl þjóðarinnar sameinuð í ósmekklegri uppákomu sem þau bjuggu til sjálfum sér til upphefðar og fengu til liðs þá sem af hégóma eða hagsmunaástæðum töldu sig þurfa að auglýsa manngæsku sína. Hversvegna getur Baugur ekki stutt þá sem þjást, án þess að Jóhannes í Bónus skipti á 10 millum og röndóttum jakkafötum við Björgólf? Hvaða mannúð felst í því að bjóða upp Evrovisjónfrakka Pálma Gunnarssonar? Hvað meinar minn gamli kunningi Villi naglbítur, gáfaður og vel gerður piltur, með því að gera sig að einu fíflalegasa skoffíni ljósvakamiðlanna um þessar mundir? Hann getur ekki einusinni sýnt áhorfendum náttúruna án þess að gera sjálfan sig að aðalatriði og það sem hann ætlar að sýna að aukatriði. Fátt er dapurlegra en fórnarlömb skyndifrægðar. Verst er þó þegar gamalreyndir sjónvarpsjaxlar geta ekki hamið sjálfsdýrkun sína, eins og glöggt kom fram í fallegasta og heiðarlegasta atriði þessarar makalausu samkomu, þegar fram komu tvö börn sem höfðu eytt dögum til að ganga í hús í Hlíðunum og safna fé handa nauðstöddum; afraksturinn, rúmar tvö þúsund krónur, dugir að minnstakosti tveim fjölskyldum á hamfarasvæðunum fyrir segldúksskýli og eldunaráhöldum. Þessi fallegu og einlægu börn voru meðhöndluð eins og aukaatriði sem á ekki heima meðal alvöru fólks. Hljóðneminn var rekinn upp að nefinu á þeim í flýti og asnaleg spurning borin fram. Börn kunna ekki að svara asnalegum spurningum og þá skipti engum togum, þau voru gefin upp á bátinn og Logi Bergmann og Svanhildur (heitir hún ekki Svanhildur?) tróðu sér framfyrir börnin og tóku að gorta af því hvað tekist hafði að hala inn fyrir hálsbindið hans Loga. Dapurlegasta atriði þessarar ósmekklegu montsamkomu var þó kapphlaup Sivjar, Þorgerðar og Steinunnar Valdísar ásamt meðreiðarsveinunum Sveppa, Pétri og Audda. Er þessu sjálfhverfa fólki ómögulegt að neita sér um fíflalæti, ef það telur sig geta með því vakið athygli? Hefði það ekki vakið meiri athygli, og jákvæðari, ef þessir sexmenningar hefðu sameinast í einlægni og samúðarfullri alvöru, án fíflaláta, og reynt að varpa ljósi á þær óendanlega þungu raunir sem lagðar eru á fólk á hamfarasvæðunum? Hvernig hefðu fórnarlömb hamfaranna á Flateyri og í Súðavík brugðist við ef þjóðin hefði efnt til ærslafullrar sjónvarpsskemmtunar með Stuðmönnum, Bubba og Bjögga af því að henni gafst með því kærkomið tækifæri til að auglýsa gæsku (hræsni) sína? Er mælikvarði manngæskunnar fólginn í því hve magnaða kvöldskemmtun við getum gert úr því þegar tugir eða hundruð þúsunda meðbræðra okkar tapa öllu, jafnvel lífinu? Af hverju voru ekki Karl biskup, Halldór forsætisráðherra og Ólafur forseti látnir keppa í hamborgaraáti, með Davíð sem tímavörð og Vigdísi sem dómara? Það hefði áreiðanlega hrært streng í brjóstum Íslendinga og orðið mörgum tilefni til gjafmildi. Það vakti athygli mína að Dorrit tók ekki þátt í þessum fíflalátum. Gott hjá henni. Sigurður Heiðar Jónsson ps. Undirritaður gaf ekki svo mikið sem krónu í kvöld, en hafði áður látið fáeinar krónur af hendi rakna, til Rauða krossins, minnugur þess sem móðir Teresa sagði - “þú skalt gefa svo mikið að þig muni um það”
Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna Skoðun
Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson Skoðun
Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna skrifar
Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar
Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar
Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna Skoðun
Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson Skoðun