Vill gögn um ákvörðunartöku 18. janúar 2005 00:01 Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri - grænna, vill fá tæmandi lista yfir símtöl, samtöl, fundi og samskipti vegna ákvörðunarinnar um stuðning Íslands við innrásina í Írak. Hann segir blasa við að lög hafi verið brotin við framkvæmdina og að forystumenn ríkisstjórnarinnar séu orðnir margsaga í málinu. Ríkistjórn Íslands kom saman í morgun, daginn eftir að forsætisráðherra sendi frá sér yfirlýsingu þar sem fram kom að stjórnin í heild hefði ekki tekið ákvörðun um stuðning við innrásina í Írak. Það gerðu Davíð Oddsson og Halldór Ásgrímsson eftir ríkisstjórnarfund þann 18. mars 2003 þar sem málið hafði verið rætt. Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra vildi ekki tjá sign um þessi mál að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun. Guðni Ágútsson gaf þá skýringu á orðum sínum um helgina, þegar hann sagði ákvörðunina um stuðning við stríðið í Írak orka tvímælis, að gamalt íslenskt orðtak segði allt orkaði tvímælis þá gert væri. Mergur málsins eftir Jón G. Friðjósson segir að tvímæli sé efi, vafi, vafamál eða skiptar skoðanir. Að eitthvað orki tvímælis merkir að eitthvað sé hæpið eða vafi leiki á einhverju. Steingrímur J. Sigfússon telur ákvörðunina orka tvímælis og rúmlega það. Ekki séu öll kurl komin til grafar. Hann segir foyrstumenn ríkisstjórnarinnar ekki hafa gert hreint fyrir sínum dyrum og þess vegna sé allur þessi vandræðagangur. Þess vegna séu menn orðnir margsaga og beri ekki saman við þingmenn í eigin flokki. Ráðherrum beri ekki einu sinni saman eða formanni og varaformann sama flokks. Málið sé því alltaf að verða klúðurslegra. Steingrímur segir málið farið að minna sig á Tamílamálið í Danmörku sem varð ríkisstjórn Pauls Schluters að falli. Guðni Ágústsson var inntur eftir því hvort friður væri í Framsóknarflokknum um Íraksmálið og þá svaraði hann: „Þetta er auðvitað umdeilt mál og hér fær þetta mikla umræðu í samfélaginu. Mér hefur stundum fundist að verið sé að rengja bæði atburðarásina og ákvarðanatökuna þannig að nú liggur sannleikurinn fyrir.“ Hann var aftur spurður að því hvort friður væri í flokknum. Þá sagði hann: „Þetta er mikið rætt í þjóðfélaginu en mér finnst mest um vert að Írakar sjálfir séu þakklátir að illmennið er komið á bak við lás og slá og bíður síns dóms. Hann hafði drepið milljón manns og var heimsfriðnum stórhættulegur þannig að nú eru kosningar þar fram undan og þar ríkir betra ástand.“ Enn var hann spurður hvort friður væri í Framsóknarflokkunum um Íraksmálið. Þá svaraði Guðni: „Við höfum rætt þetta mál. Við erum lýðræðislegur flokkur sem ræðum öll stór mál. Þessi mál eru til umræðu í Framsóknarflokknum eins og í öllum öðrum stjórnmálaflokkum og ég vona að nú sé þar friður.“ Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Innlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt að tuttugu stiga hiti Veður Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Innlent Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Fleiri fréttir Segir Heimildarmenn hafa njósnað um son hans Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Sjá meira
Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri - grænna, vill fá tæmandi lista yfir símtöl, samtöl, fundi og samskipti vegna ákvörðunarinnar um stuðning Íslands við innrásina í Írak. Hann segir blasa við að lög hafi verið brotin við framkvæmdina og að forystumenn ríkisstjórnarinnar séu orðnir margsaga í málinu. Ríkistjórn Íslands kom saman í morgun, daginn eftir að forsætisráðherra sendi frá sér yfirlýsingu þar sem fram kom að stjórnin í heild hefði ekki tekið ákvörðun um stuðning við innrásina í Írak. Það gerðu Davíð Oddsson og Halldór Ásgrímsson eftir ríkisstjórnarfund þann 18. mars 2003 þar sem málið hafði verið rætt. Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra vildi ekki tjá sign um þessi mál að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun. Guðni Ágútsson gaf þá skýringu á orðum sínum um helgina, þegar hann sagði ákvörðunina um stuðning við stríðið í Írak orka tvímælis, að gamalt íslenskt orðtak segði allt orkaði tvímælis þá gert væri. Mergur málsins eftir Jón G. Friðjósson segir að tvímæli sé efi, vafi, vafamál eða skiptar skoðanir. Að eitthvað orki tvímælis merkir að eitthvað sé hæpið eða vafi leiki á einhverju. Steingrímur J. Sigfússon telur ákvörðunina orka tvímælis og rúmlega það. Ekki séu öll kurl komin til grafar. Hann segir foyrstumenn ríkisstjórnarinnar ekki hafa gert hreint fyrir sínum dyrum og þess vegna sé allur þessi vandræðagangur. Þess vegna séu menn orðnir margsaga og beri ekki saman við þingmenn í eigin flokki. Ráðherrum beri ekki einu sinni saman eða formanni og varaformann sama flokks. Málið sé því alltaf að verða klúðurslegra. Steingrímur segir málið farið að minna sig á Tamílamálið í Danmörku sem varð ríkisstjórn Pauls Schluters að falli. Guðni Ágústsson var inntur eftir því hvort friður væri í Framsóknarflokknum um Íraksmálið og þá svaraði hann: „Þetta er auðvitað umdeilt mál og hér fær þetta mikla umræðu í samfélaginu. Mér hefur stundum fundist að verið sé að rengja bæði atburðarásina og ákvarðanatökuna þannig að nú liggur sannleikurinn fyrir.“ Hann var aftur spurður að því hvort friður væri í flokknum. Þá sagði hann: „Þetta er mikið rætt í þjóðfélaginu en mér finnst mest um vert að Írakar sjálfir séu þakklátir að illmennið er komið á bak við lás og slá og bíður síns dóms. Hann hafði drepið milljón manns og var heimsfriðnum stórhættulegur þannig að nú eru kosningar þar fram undan og þar ríkir betra ástand.“ Enn var hann spurður hvort friður væri í Framsóknarflokkunum um Íraksmálið. Þá svaraði Guðni: „Við höfum rætt þetta mál. Við erum lýðræðislegur flokkur sem ræðum öll stór mál. Þessi mál eru til umræðu í Framsóknarflokknum eins og í öllum öðrum stjórnmálaflokkum og ég vona að nú sé þar friður.“
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Innlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt að tuttugu stiga hiti Veður Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Innlent Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Fleiri fréttir Segir Heimildarmenn hafa njósnað um son hans Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Sjá meira