Leggja þau upp laupana? Guðmundur Magnússon skrifar 20. janúar 2005 00:01 Ókeypis dagblað er ekki séríslenskt fyrirbæri eins og einhverjir kunna að halda. Slík blöð eru algeng í nágrannalöndunum og hafa verið það í um það bil áratug. Aftur á móti hefur Fréttablaðið okkar sérststöðu að því leyti að það er borið inn á þorra heimila landsmanna en erlendu fríblöðunun er dreift á fjölförnum stöðum, einkum lestarstöðvum og er alþjóðlegt heiti þessara blaða, Metro, af því dregið. Raunar er það ekki aðeins dreifingin sem skilur að Fréttablaðið og Metró-blöðin heldur einnig efni og efnistök eins og rætt verður á eftir. Hugmyndin um ókeypis dagblað á sér fyrirmynd í annarri tegund fjölmiðla sem byrjuðu í Bandaríkjunum. Þar voru á fyrri hluta síðustu aldar stofnaðar sjónvarpsstöðvar sem buðu upp á opna dagskrá, þar á meðal fréttir, og fengu þær tekjur sínar eingöngu af auglýsingum. Þessar stöðvar eru enn reknar (ABC, CBS, NBC) en á síðustu árum hefur hallað undan fæti í rekstri þeirra og áhorf dalað vegna öflugrar samkeppni frá kapalstöðvum sem getað boðið áskrifendum upp á víðtækari þjónustu, þar á meðal netsamband. Fyrirtækið Metro International er um þessar mundir einn helsti brautryðjandi ókeypis fréttablaða. Það var stofnað fyrir fjórum árum af sænsku fjölmiðlasamsteypunni Kinnevik og ljósvakafyrirtækinu MTG.. Nú gefur það út fjörutíu ókeypis blöð í sextíu borgum víðs vegar um Evrópu og er að hasla sér völl í Bandaríkjunum, byrjar þá í Boston í samvinnu við útgefendur New York Times og Boston Globe. Lesendur Metro-blaða fyrirtækisins eru taldir vera fjórtán og hálf milljón manna. Síðan eru gefin út Metró-blöð á vegum ýmissa annarra fyrirtækja og hafa þau víða mikla útbreiðslu. Metró-blöðin sem Metro International stendur að fá fréttir frá sameiginlegri alþjóðlegri fréttamiðstöð sem fyrirtækið rekur. En síðan eru það sjálfstæðar ritstjórnir staðbundinna útgáfa sem laga blöðin á hverjum stað að málefnum á heimaslóðum. Metró-blöðin byggja á sameiginlegri útlitshönnun, þá nokkur frávik séu frá einu blaði til annars, og sameiginlegri meginstefnu um efnistök. Þau flytja stuttar og gagnorðar fréttir um það sem er efst á baugi hverju sinni. Þau birta ekki ritstjórnargreinar eða aðsent efni og láta slúður um frægðarfólkið eiga sig. Rannsóknir sýna að fólk eyðir ekki meira en 20 mínútum á dag í lestur dagblaða og á þeim tíma á að vera hægt að lesa Metró-blöðin spjaldanna á milli. Rannsóknir leiða í ljós að þessi tími dugar ekki til að lesa hefðbundin áskriftardagblöð; vandlegur lestur þeirra kostar rúman klukkutíma eða meira. Metró-blöðin eru fremur miðuð við yngri kynslóðir, sem eru á stöðugum hlaupum og hafa lítinn tíma til að liggja yfir blöðum, en eldra fólk sem hefur yfirleitt rýmri tíma og annað tempó. Þetta helst í hendur við það að lesendur Metró-blaða hafa rýmri fjárráð og eru þess vegna ákjósanlegur markhópur auglýsenda.Dagblaðalestur hefur minnkað mikið í Evrópu og Bandaríkjunum á síðustu árum. Er raunar talið að þessi þróun hafi hafist þegar á sjöunda áratugnum með auknu fjölbreytni og magni sjónvarpsefnis og síðan hraðvaxandi afþreyingu af öllu tagi. Mörg dagblöð hafa af þessum sökum lagt upp laupana. Víðast hvar eiga dagblöð í rekstrarerfiðleikum. Morgunblaðið, flaggskip áskriftarblaða á Íslandi, tapaði hvorki meira né minna en 300 milljónum króna árið 2003. Blöðin hafa gripið til ýmissa ráða til að halda í lesendur, meðal annars hafa stóru Lundúnablöðin eins og Times og Independent minnkað brot sitt og eru nú á stærð við íslenskt dagblað. Slík stærð er talin hugnast fólki betur en breiðsíðurnar þótt þær séu flottari og virðulegri. En spurningin er hvort þetta nægi. Þá hafa sum áskriftardagblöð tekið upp á því að gefa út eigin Metró-útgáfur og reyna þannig í senn að afla tekna og vekja athygli á áskriftarútgáfunni. Margir telja að áskriftardagblöðum eigi enn eftir að hnigna og þótt enginn spái því að þau verði með öllu úr sögunni á næsta áratugum er líklegt að þau muni hafa úr minni tekjum að spila og geti því líklega ekki boðið upp á jafn vandað og fjölbreytt efni og nú. Aftur á móti er slíkt efni forsenda þess að blöðin lifi af samkeppnina við Metró-blöðin. Það kaupir enginn það sem hægt er að fá ókeypis. Í umfjöllun Financial Times um ókeypis dagblöð fyrr í vikunni (sem hér er stuðst við) kemur fram að Metro International hefur ekki orðið ábatasamt fyrirtæki þótt því hafi tekist að halda sjó. En sagt er að nú séu að verða á því breytingar og horfur á vænlegri tíma í rekstrinum.Fréttablaðið á Íslandi var í upphafi að mestu Metró-blað að efni og efnistökum. En það skar sig strax frá erlendu blöðunum með þeirri snjöllu viðskiptahugmynd að svo til allir landsmenn skyldu fá blaðið sent heim til sín. Þetta er auðveldar á Íslandi en erlendis vegna þess að hér er fámennt þjóðfélag og dreifingarkerfi dagblaða mjög þróað. Spennandi væri að prófa þetta erlendis og ekki ólíklegt að það verði gert en það er risavaxið verkefni sem krefst mikillar fjármuna og góðrar skipulagningar.Fréttablaðið hefur síðan þróast og breyst og er að mörgu leyti orðið ólíkt Metró-blöðunum. Það sver sig fremur í ætt við vönduð áskriftardagblöð enda byggir það ekki á naumhyggju Metró-formúlunnar heldur hefðbundnari blaðamennsku. Bjart útlit er í rekstri þess og Metró-blaðanna erlendis meðan útlitið er þungt hjá keppinautum þeirra á áskriftarblöðunum.Guðmundur Magnússon -gm@frettabladid.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Magnússon Í brennidepli Mest lesið Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun Skoðun Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson skrifar Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon skrifar Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Sjá meira
Ókeypis dagblað er ekki séríslenskt fyrirbæri eins og einhverjir kunna að halda. Slík blöð eru algeng í nágrannalöndunum og hafa verið það í um það bil áratug. Aftur á móti hefur Fréttablaðið okkar sérststöðu að því leyti að það er borið inn á þorra heimila landsmanna en erlendu fríblöðunun er dreift á fjölförnum stöðum, einkum lestarstöðvum og er alþjóðlegt heiti þessara blaða, Metro, af því dregið. Raunar er það ekki aðeins dreifingin sem skilur að Fréttablaðið og Metró-blöðin heldur einnig efni og efnistök eins og rætt verður á eftir. Hugmyndin um ókeypis dagblað á sér fyrirmynd í annarri tegund fjölmiðla sem byrjuðu í Bandaríkjunum. Þar voru á fyrri hluta síðustu aldar stofnaðar sjónvarpsstöðvar sem buðu upp á opna dagskrá, þar á meðal fréttir, og fengu þær tekjur sínar eingöngu af auglýsingum. Þessar stöðvar eru enn reknar (ABC, CBS, NBC) en á síðustu árum hefur hallað undan fæti í rekstri þeirra og áhorf dalað vegna öflugrar samkeppni frá kapalstöðvum sem getað boðið áskrifendum upp á víðtækari þjónustu, þar á meðal netsamband. Fyrirtækið Metro International er um þessar mundir einn helsti brautryðjandi ókeypis fréttablaða. Það var stofnað fyrir fjórum árum af sænsku fjölmiðlasamsteypunni Kinnevik og ljósvakafyrirtækinu MTG.. Nú gefur það út fjörutíu ókeypis blöð í sextíu borgum víðs vegar um Evrópu og er að hasla sér völl í Bandaríkjunum, byrjar þá í Boston í samvinnu við útgefendur New York Times og Boston Globe. Lesendur Metro-blaða fyrirtækisins eru taldir vera fjórtán og hálf milljón manna. Síðan eru gefin út Metró-blöð á vegum ýmissa annarra fyrirtækja og hafa þau víða mikla útbreiðslu. Metró-blöðin sem Metro International stendur að fá fréttir frá sameiginlegri alþjóðlegri fréttamiðstöð sem fyrirtækið rekur. En síðan eru það sjálfstæðar ritstjórnir staðbundinna útgáfa sem laga blöðin á hverjum stað að málefnum á heimaslóðum. Metró-blöðin byggja á sameiginlegri útlitshönnun, þá nokkur frávik séu frá einu blaði til annars, og sameiginlegri meginstefnu um efnistök. Þau flytja stuttar og gagnorðar fréttir um það sem er efst á baugi hverju sinni. Þau birta ekki ritstjórnargreinar eða aðsent efni og láta slúður um frægðarfólkið eiga sig. Rannsóknir sýna að fólk eyðir ekki meira en 20 mínútum á dag í lestur dagblaða og á þeim tíma á að vera hægt að lesa Metró-blöðin spjaldanna á milli. Rannsóknir leiða í ljós að þessi tími dugar ekki til að lesa hefðbundin áskriftardagblöð; vandlegur lestur þeirra kostar rúman klukkutíma eða meira. Metró-blöðin eru fremur miðuð við yngri kynslóðir, sem eru á stöðugum hlaupum og hafa lítinn tíma til að liggja yfir blöðum, en eldra fólk sem hefur yfirleitt rýmri tíma og annað tempó. Þetta helst í hendur við það að lesendur Metró-blaða hafa rýmri fjárráð og eru þess vegna ákjósanlegur markhópur auglýsenda.Dagblaðalestur hefur minnkað mikið í Evrópu og Bandaríkjunum á síðustu árum. Er raunar talið að þessi þróun hafi hafist þegar á sjöunda áratugnum með auknu fjölbreytni og magni sjónvarpsefnis og síðan hraðvaxandi afþreyingu af öllu tagi. Mörg dagblöð hafa af þessum sökum lagt upp laupana. Víðast hvar eiga dagblöð í rekstrarerfiðleikum. Morgunblaðið, flaggskip áskriftarblaða á Íslandi, tapaði hvorki meira né minna en 300 milljónum króna árið 2003. Blöðin hafa gripið til ýmissa ráða til að halda í lesendur, meðal annars hafa stóru Lundúnablöðin eins og Times og Independent minnkað brot sitt og eru nú á stærð við íslenskt dagblað. Slík stærð er talin hugnast fólki betur en breiðsíðurnar þótt þær séu flottari og virðulegri. En spurningin er hvort þetta nægi. Þá hafa sum áskriftardagblöð tekið upp á því að gefa út eigin Metró-útgáfur og reyna þannig í senn að afla tekna og vekja athygli á áskriftarútgáfunni. Margir telja að áskriftardagblöðum eigi enn eftir að hnigna og þótt enginn spái því að þau verði með öllu úr sögunni á næsta áratugum er líklegt að þau muni hafa úr minni tekjum að spila og geti því líklega ekki boðið upp á jafn vandað og fjölbreytt efni og nú. Aftur á móti er slíkt efni forsenda þess að blöðin lifi af samkeppnina við Metró-blöðin. Það kaupir enginn það sem hægt er að fá ókeypis. Í umfjöllun Financial Times um ókeypis dagblöð fyrr í vikunni (sem hér er stuðst við) kemur fram að Metro International hefur ekki orðið ábatasamt fyrirtæki þótt því hafi tekist að halda sjó. En sagt er að nú séu að verða á því breytingar og horfur á vænlegri tíma í rekstrinum.Fréttablaðið á Íslandi var í upphafi að mestu Metró-blað að efni og efnistökum. En það skar sig strax frá erlendu blöðunum með þeirri snjöllu viðskiptahugmynd að svo til allir landsmenn skyldu fá blaðið sent heim til sín. Þetta er auðveldar á Íslandi en erlendis vegna þess að hér er fámennt þjóðfélag og dreifingarkerfi dagblaða mjög þróað. Spennandi væri að prófa þetta erlendis og ekki ólíklegt að það verði gert en það er risavaxið verkefni sem krefst mikillar fjármuna og góðrar skipulagningar.Fréttablaðið hefur síðan þróast og breyst og er að mörgu leyti orðið ólíkt Metró-blöðunum. Það sver sig fremur í ætt við vönduð áskriftardagblöð enda byggir það ekki á naumhyggju Metró-formúlunnar heldur hefðbundnari blaðamennsku. Bjart útlit er í rekstri þess og Metró-blaðanna erlendis meðan útlitið er þungt hjá keppinautum þeirra á áskriftarblöðunum.Guðmundur Magnússon -gm@frettabladid.is
Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun