Líkami fyrir styttra líf? 24. janúar 2005 00:01 Jæja, þá er það komið á hreint. Líkamsrækt er hættuleg. Það er hollara að liggja í leti og þjálfa hláturtaugarnar, fara svo bara í smágöngutúra. Þetta er heimsopinberun og fyrir okkur, lífsins letihauga, hreinræktuð syndaaflausn. Það eru tveir þýskir læknar, dr. Peter Axt og dr. Michaela Axt-Gadermann, sem hafa skrifað heila bók þeirri fullyrðingu til stuðnings að það sé hættulegt að hella sér út í líkamsrækt. Þau halda því fram að við fæðumst með takmarkað magn af lífsorku og ættum að forðast að sóa henni á altari "fitness-þráhyggjunnar". Ótrúlegt hvað maður getur verið sammála þessu fólki sem maður þekkir ekki neitt. Ekki þar fyrir, maður hefur haldið þessu fram lengi dags, en skort vísindalegar sannanir máli sínu til stuðnings og það er alveg sama hvað þú segir og gerir á Vesturlöndum, hafir þú ekki vísindalegar sannanir fyrir máli þínu, er það dautt og ómerkt. Bók þeirra Axt og Axt-Gaderman heitir "The Joy of Laziness: How to Slow Down and Live Longer," eða Gleði letinnar: Að hægja á sér og lifa lengur. Það er ekki svo að þau feðginin og samstarfsfélagarnir Axt og Axt-Gaderman haldi því fram að öll hreyfing sé af hinu vonda. Þau mæla jafnvel með stuttum gönguferðum - en þau staðhæfa að afslappað líferni sé heilsufari okkar mjög mikilvægt. "Sé líf þitt fullt af streitu og þú þjálfir af alefli, framleiðir líkami þinn hormóna sem valda háum blóðþrýstingi og eyðileggja hjarta þitt og æðar," segja þau - og það er ekki laust við að lýsingin minni á áróður gegn reykingum. Það skyldi þó ekki vera jafnóhollt að stunda ákafa líkamsrækt og að reykja of mikið? Þau feðginin mæla með hlátri í stað líkamsræktar. Miklum hlátri. Þau segja mun heilnæmara að hlæja en að hlaupa. Hláturinn örvar efnaskipti líkamans á sama hátt og langhlaup en er laus við allar hliðarverkanirnar. Það er rosalega gaman að einhver skuli loksins rísa upp og höggva undan líkamsræktarfasismanum sem öllu hefur kollriðið síðustu tvo áratugina, hamrandi á því að fólk eigi að borga tugi þúsunda, jafnvel á annað hundrað þúsund krónur í líkamsrækt á ári til þess að lifa heilbrigðara lífi og lengra. Gjaldið er svipað og reykingamenn, sem deyja úr sama hjartasjúkdómi og líkamsræktarfríkin, eyða í sígarettur á ári. Ha-ha-ha..... Hver skyldi hafa trúað þessu? Að ekki sé talað um þá sem hlaupa og hlaupa og hlaupa um landið þvert og endilagt til þess að halda sér í fullkomnu formi. Ég verð að játa, að ég hef lagt stórar lykkjur á leið mína, til þess að forðast að hitta slíkt fólk. Það horfir alltaf á mann með hlaupatrúarofsa í augum, geislandi af endorfíni og lætur mann skilja, svo ekki verður um villst, að maður er bara ömurlegur - og feitur. En það er reyndar ekki eina ástæðan fyrir því að ég forðast að hitta hlaupafrík. Aðalástæðan er sú að þetta lið er svo skorpið. Það hefur svo djúslausan líkama og vogskorið andlit að maður vill ekki hætta á að það birtist í draumum manns. Draumana vill maður hafa eins og lífið, safaríka og mjúka, fullt af gleði og hlátri. Nýtt lífsmottó fyrir mannkynið: Rækta skopskynið og velja sér skemmtilega vini. Súsanna Svarasdóttir - sussa@frettabladid.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Í brennidepli Súsanna Svavarsdóttir Mest lesið Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Skoðun Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Jæja, þá er það komið á hreint. Líkamsrækt er hættuleg. Það er hollara að liggja í leti og þjálfa hláturtaugarnar, fara svo bara í smágöngutúra. Þetta er heimsopinberun og fyrir okkur, lífsins letihauga, hreinræktuð syndaaflausn. Það eru tveir þýskir læknar, dr. Peter Axt og dr. Michaela Axt-Gadermann, sem hafa skrifað heila bók þeirri fullyrðingu til stuðnings að það sé hættulegt að hella sér út í líkamsrækt. Þau halda því fram að við fæðumst með takmarkað magn af lífsorku og ættum að forðast að sóa henni á altari "fitness-þráhyggjunnar". Ótrúlegt hvað maður getur verið sammála þessu fólki sem maður þekkir ekki neitt. Ekki þar fyrir, maður hefur haldið þessu fram lengi dags, en skort vísindalegar sannanir máli sínu til stuðnings og það er alveg sama hvað þú segir og gerir á Vesturlöndum, hafir þú ekki vísindalegar sannanir fyrir máli þínu, er það dautt og ómerkt. Bók þeirra Axt og Axt-Gaderman heitir "The Joy of Laziness: How to Slow Down and Live Longer," eða Gleði letinnar: Að hægja á sér og lifa lengur. Það er ekki svo að þau feðginin og samstarfsfélagarnir Axt og Axt-Gaderman haldi því fram að öll hreyfing sé af hinu vonda. Þau mæla jafnvel með stuttum gönguferðum - en þau staðhæfa að afslappað líferni sé heilsufari okkar mjög mikilvægt. "Sé líf þitt fullt af streitu og þú þjálfir af alefli, framleiðir líkami þinn hormóna sem valda háum blóðþrýstingi og eyðileggja hjarta þitt og æðar," segja þau - og það er ekki laust við að lýsingin minni á áróður gegn reykingum. Það skyldi þó ekki vera jafnóhollt að stunda ákafa líkamsrækt og að reykja of mikið? Þau feðginin mæla með hlátri í stað líkamsræktar. Miklum hlátri. Þau segja mun heilnæmara að hlæja en að hlaupa. Hláturinn örvar efnaskipti líkamans á sama hátt og langhlaup en er laus við allar hliðarverkanirnar. Það er rosalega gaman að einhver skuli loksins rísa upp og höggva undan líkamsræktarfasismanum sem öllu hefur kollriðið síðustu tvo áratugina, hamrandi á því að fólk eigi að borga tugi þúsunda, jafnvel á annað hundrað þúsund krónur í líkamsrækt á ári til þess að lifa heilbrigðara lífi og lengra. Gjaldið er svipað og reykingamenn, sem deyja úr sama hjartasjúkdómi og líkamsræktarfríkin, eyða í sígarettur á ári. Ha-ha-ha..... Hver skyldi hafa trúað þessu? Að ekki sé talað um þá sem hlaupa og hlaupa og hlaupa um landið þvert og endilagt til þess að halda sér í fullkomnu formi. Ég verð að játa, að ég hef lagt stórar lykkjur á leið mína, til þess að forðast að hitta slíkt fólk. Það horfir alltaf á mann með hlaupatrúarofsa í augum, geislandi af endorfíni og lætur mann skilja, svo ekki verður um villst, að maður er bara ömurlegur - og feitur. En það er reyndar ekki eina ástæðan fyrir því að ég forðast að hitta hlaupafrík. Aðalástæðan er sú að þetta lið er svo skorpið. Það hefur svo djúslausan líkama og vogskorið andlit að maður vill ekki hætta á að það birtist í draumum manns. Draumana vill maður hafa eins og lífið, safaríka og mjúka, fullt af gleði og hlátri. Nýtt lífsmottó fyrir mannkynið: Rækta skopskynið og velja sér skemmtilega vini. Súsanna Svarasdóttir - sussa@frettabladid.is
Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun