Gagnagrunnur um líffæragjafa 3. febrúar 2005 00:01 Gagnagrunnur um viljuga líffæragjafa er einn af þeim möguleikum sem Landlæknisembættið er að athuga, að sögn Sigurðar Guðmundssonar landlæknis. "Þetta er ein þeirra leiða sem við höfum rætt til að halda betur utan um líffæragjafir og fjölga þeim sem eru tilbúnir til að gefa," sagði Sigurður. "Það eru miklu, miklu fleiri úti í hinum vestræna heimi, að minnsta kosti, sem bíða eftir fleiri líffærum heldur en þeir geta nokkurn tíma fengið. Þá er þörfin vaxandi því við getum nú meðhöndlað líffæraþega betur heldur en áður með ónæmisbælandi aðferð. Aukaverkanir eru orðnar minni, auk þess sem við getum flutt fleiri líffæri heldur en áður, svo sem smáþarma." Landlæknir lagði áherslu á til þyrfti að koma aukin fræðsla, svo og opin og jákvæð umræða um líffæragjafir og það sem að þeim lyti. Líffæragjafakort væru fyrir hendi, en þau væru lítið notuð. Auk hugmyndar um gagnagrunn yfir viljuga lífæragjafa, væri unnið að gerð líknarskrár, þar sem fólk gæti kveðið upp úr með það hvort það vildi gefa líffæri úr sér eða ekki. Þá útnefndi það fulltrúa, ættingja eða vin, sem það treysti til að fara með sín mál á grundvelli undirritaðrar viljayfirlýsingar, gæti það sjálft ekki tekið ákvörðun. Sigurbergur Kárason sérfræðingur á gjörgæsludeild Landspítala háskólasjúkrahúss gerði ásamt fleirum athugun á afstöðu aðstandenda til líffæragjafa eftir að einstaklingur hafði verið úrskurðaður heiladáinn. Athugunin náði frá árinu 1992 - 2002. Um 40 prósent af þeim höfnuðu lífæragjöf, en um 60 prósent gáfu leyfi sitt. Hátt hlutfall nýrnaígræðslna er frá lifandi líffæragjöfum. Varðandi útvegun lífæra hér á landi sagði Sigurbergur að Íslendingar væru í samvinnu við norræn líffæraígræðslusamtök, Skandia Transplant. Sú samvinna hefði hafist 1972 og Íslendingar hefðu verið þiggjendur fram til 1992, þegar samningur var gerður um líffæratökur hér á landi. Þá hefði verið gerður samningur við sjúkrahús á Norðurlöndum um samstarf. Eftir það hefðu Íslendingar verið gefendur líka. Á þessum tíma hefðu reikningar nokkuð jafnast hvað varðaði líffæraígræðslur og líffæragjafir einnig. Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Fleiri fréttir Hellisheiðin opin en lokað á Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Sjá meira
Gagnagrunnur um viljuga líffæragjafa er einn af þeim möguleikum sem Landlæknisembættið er að athuga, að sögn Sigurðar Guðmundssonar landlæknis. "Þetta er ein þeirra leiða sem við höfum rætt til að halda betur utan um líffæragjafir og fjölga þeim sem eru tilbúnir til að gefa," sagði Sigurður. "Það eru miklu, miklu fleiri úti í hinum vestræna heimi, að minnsta kosti, sem bíða eftir fleiri líffærum heldur en þeir geta nokkurn tíma fengið. Þá er þörfin vaxandi því við getum nú meðhöndlað líffæraþega betur heldur en áður með ónæmisbælandi aðferð. Aukaverkanir eru orðnar minni, auk þess sem við getum flutt fleiri líffæri heldur en áður, svo sem smáþarma." Landlæknir lagði áherslu á til þyrfti að koma aukin fræðsla, svo og opin og jákvæð umræða um líffæragjafir og það sem að þeim lyti. Líffæragjafakort væru fyrir hendi, en þau væru lítið notuð. Auk hugmyndar um gagnagrunn yfir viljuga lífæragjafa, væri unnið að gerð líknarskrár, þar sem fólk gæti kveðið upp úr með það hvort það vildi gefa líffæri úr sér eða ekki. Þá útnefndi það fulltrúa, ættingja eða vin, sem það treysti til að fara með sín mál á grundvelli undirritaðrar viljayfirlýsingar, gæti það sjálft ekki tekið ákvörðun. Sigurbergur Kárason sérfræðingur á gjörgæsludeild Landspítala háskólasjúkrahúss gerði ásamt fleirum athugun á afstöðu aðstandenda til líffæragjafa eftir að einstaklingur hafði verið úrskurðaður heiladáinn. Athugunin náði frá árinu 1992 - 2002. Um 40 prósent af þeim höfnuðu lífæragjöf, en um 60 prósent gáfu leyfi sitt. Hátt hlutfall nýrnaígræðslna er frá lifandi líffæragjöfum. Varðandi útvegun lífæra hér á landi sagði Sigurbergur að Íslendingar væru í samvinnu við norræn líffæraígræðslusamtök, Skandia Transplant. Sú samvinna hefði hafist 1972 og Íslendingar hefðu verið þiggjendur fram til 1992, þegar samningur var gerður um líffæratökur hér á landi. Þá hefði verið gerður samningur við sjúkrahús á Norðurlöndum um samstarf. Eftir það hefðu Íslendingar verið gefendur líka. Á þessum tíma hefðu reikningar nokkuð jafnast hvað varðaði líffæraígræðslur og líffæragjafir einnig.
Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Fleiri fréttir Hellisheiðin opin en lokað á Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Sjá meira