Halldór áhyggjulaus 7. febrúar 2005 00:01 Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra kippir sér ekki upp við það að skoðanakönnun sýni að hann sé sá stjórnmálamaður sem þjóðin ber minnst traust til. Í könnun Fréttablaðsins var spurt: Til hvaða stjórnmálamanns berðu minnst traust um þessar mundir? Yfirgnæfandi meirihluti svarenda nefnir Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra, eða rúmur þriðjungur. Á eftir Halldóri er Davíð Oddsson oftast nefndur á nafn en þrátt fyrir það hefur trúverðugleiki hans aukist frá síðustu könnun sem gerð var í september. Össur Skarphéðinsson, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir og Guðni Ágústsson eru svo næst í röðunni. Öll eru þau nefnd oftar á nafn nú en í síðustu könnun. Fyrir forsætisráðherra tekur ekki betra við þegar spurt er: Til hvaða stjórnmálamanns berðu mest traust um þessar mundir? Davíð Oddsson er sá sem þjóðin ber mest traust til. Steingrímur J. Sigfússon, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir og Geir H. Haarde koma næst og hafa, líkt og Davíð, bætt við sig frá síðustu könnun. Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra er svo fimmti í röðinni. Aðeins 3,8% svarenda segja forsætisráðherra þann stjórnmálamenn sem þeir bera mest traust til. Fallið er hátt því hlutfallið var rúm 16 prósent í síðustu könnun. Halldór segir svona ganga upp og niður og að kannanir séu líka mismunandi vandaðar. „En þetta er eitthvað sem við siglum í gegnum,“ segir forsætisráðherra. Þrátt fyrir að fylgi Framsóknarflokksins hafi mælst 8% í könnun Fréttablaðsins í síðustu viku ná þeir sem mest traust bera til forsætisráðherra og formanns Framsóknarflokksins ekki fjórum prósentum eins og áður sagði. Hann telur þó ekki að það sé til marks um dvínandi traust framsóknarmanna til formanns síns. Halldór keðst telja að hann hafi mjög tryggt bakland í flokknum sem og hinum stjórnarflokknum. Úrtakið í könnun Fréttablaðsins var 800 manns og skiptist jafnt milli kynja og kjördæma. Ríflega helmingur aðspurðra kaus að svara. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent Segir Heimildarmenn hafa njósnað um son hans Innlent „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt að tuttugu stiga hiti Veður Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Innlent Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Fleiri fréttir Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Segir Heimildarmenn hafa njósnað um son hans Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Sjá meira
Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra kippir sér ekki upp við það að skoðanakönnun sýni að hann sé sá stjórnmálamaður sem þjóðin ber minnst traust til. Í könnun Fréttablaðsins var spurt: Til hvaða stjórnmálamanns berðu minnst traust um þessar mundir? Yfirgnæfandi meirihluti svarenda nefnir Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra, eða rúmur þriðjungur. Á eftir Halldóri er Davíð Oddsson oftast nefndur á nafn en þrátt fyrir það hefur trúverðugleiki hans aukist frá síðustu könnun sem gerð var í september. Össur Skarphéðinsson, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir og Guðni Ágústsson eru svo næst í röðunni. Öll eru þau nefnd oftar á nafn nú en í síðustu könnun. Fyrir forsætisráðherra tekur ekki betra við þegar spurt er: Til hvaða stjórnmálamanns berðu mest traust um þessar mundir? Davíð Oddsson er sá sem þjóðin ber mest traust til. Steingrímur J. Sigfússon, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir og Geir H. Haarde koma næst og hafa, líkt og Davíð, bætt við sig frá síðustu könnun. Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra er svo fimmti í röðinni. Aðeins 3,8% svarenda segja forsætisráðherra þann stjórnmálamenn sem þeir bera mest traust til. Fallið er hátt því hlutfallið var rúm 16 prósent í síðustu könnun. Halldór segir svona ganga upp og niður og að kannanir séu líka mismunandi vandaðar. „En þetta er eitthvað sem við siglum í gegnum,“ segir forsætisráðherra. Þrátt fyrir að fylgi Framsóknarflokksins hafi mælst 8% í könnun Fréttablaðsins í síðustu viku ná þeir sem mest traust bera til forsætisráðherra og formanns Framsóknarflokksins ekki fjórum prósentum eins og áður sagði. Hann telur þó ekki að það sé til marks um dvínandi traust framsóknarmanna til formanns síns. Halldór keðst telja að hann hafi mjög tryggt bakland í flokknum sem og hinum stjórnarflokknum. Úrtakið í könnun Fréttablaðsins var 800 manns og skiptist jafnt milli kynja og kjördæma. Ríflega helmingur aðspurðra kaus að svara.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent Segir Heimildarmenn hafa njósnað um son hans Innlent „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt að tuttugu stiga hiti Veður Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Innlent Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Fleiri fréttir Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Segir Heimildarmenn hafa njósnað um son hans Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Sjá meira