Sagði vinnubrögð niðurlægjandi 10. febrúar 2005 00:01 Formanni Vinstri - grænna var brugðið yfir viðtali við forsætisráðherra á Stöð tvö í gær og segir að vinnubrögðin, sem hann lýsti varðandi stuðninginn við innrásina í Írak, hafi verið niðurlægjandi fyrir íslensku þjóðina. Stjórnarliðar hvöttu stjórnarandstöðuna til að snúa sér að öðru. Stjórnarandstaðan ítrekaði á Alþingi í dag kröfu sína um að skipuð yrði sérstök rannsóknarnefnd til að kanna tildrög þess að Ísland var á lista hinna viljugu þjóða sem studdu innrásina í Írak. Tilefnið að þessu sinni var viðtal við Halldór Ásgrímsson á Stöð 2 í gær. Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar, var málshefjandi og sagði að stjórnarandstaðan hefði haldið því fram að stuðningurinn við innrásina hefði verið ákveðinn vegna pólitísks þrýstings frá Bandaríkjamönnum og vegna þess að varnarhagsmunir blönduðust inn í málið. Forsætisráðherra hefði staðfest í gær að það hefði verið þrýstingur Bandaríkjamanna sem hefði leitt til ákvörðunarinnar um stuðning. Halldór Ásgrímsson svaraði Össuri og sagði að enn á ný kæmi hann í pontu á Alþingi til þess að vekja á sér athygli og þráspyrði sig um atburði sem hefðu verið fyrir tæpum tveimur árum. Össur myndi hins ekki það sem hann hefði hlustað á í gærkvöld og færi með rangt mál. Halldór sagðist hafa sagt í viðtalinu að það væru engin bein tengsl á milli varnarhagsmuna Íslands og Íraksmálsins. Ef það kæmi Össuri á óvart að það væri náið samstarf milli Bandaríkjanna og Íslands þá væri hann furðu lostinn yfir því. Halldór sagði að Össur hefði farið með rangt mál og hvatti hann til að lesa viðtalið áður en hann kæmi næst upp. Össur svaraði því til að hann væri með það í þingsal en Halldór sagði þá að hann kynni þá ekki að lesa og gæti ekki ætlast til þess að halda áfram að þráspyrja forsætisráðherra um Íraksmálið ef hann myndi ekki það sem hann hefði hlustað á í gærkvöld. Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri - grænna, sagði við umræðurnar að pukrast hefði verið með málið að ósk bandarísku ríkisstjórnarinnar og nafn Íslands birtist á lista hinna viljugu þegar Bandaríkjamönnum hentaði. Bandaríkjamönnum hefðu verið gefin frjáls afnot af nafni Íslands til að nota þegar þeim sýndist og eins og þeim sýndist, ólögmætum stríðaðgerðum sínum til stuðnings og réttlætingar. Einnig væri viðurkennt óbeint að menn hefðu verið að borga á sig vegna væntanlegra samningaviðræðna við herinn um fjórar gamlar herþotur. „Þvílík niðurlæging fyrir utanríkismál einnar sjálfstæðrar þjóðar," sagði Steingrímur. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent Segir Heimildarmenn hafa njósnað um son hans Innlent „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Innlent Allt að tuttugu stiga hiti Veður Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Innlent Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal Innlent Fleiri fréttir Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Segir Heimildarmenn hafa njósnað um son hans Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Sjá meira
Formanni Vinstri - grænna var brugðið yfir viðtali við forsætisráðherra á Stöð tvö í gær og segir að vinnubrögðin, sem hann lýsti varðandi stuðninginn við innrásina í Írak, hafi verið niðurlægjandi fyrir íslensku þjóðina. Stjórnarliðar hvöttu stjórnarandstöðuna til að snúa sér að öðru. Stjórnarandstaðan ítrekaði á Alþingi í dag kröfu sína um að skipuð yrði sérstök rannsóknarnefnd til að kanna tildrög þess að Ísland var á lista hinna viljugu þjóða sem studdu innrásina í Írak. Tilefnið að þessu sinni var viðtal við Halldór Ásgrímsson á Stöð 2 í gær. Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar, var málshefjandi og sagði að stjórnarandstaðan hefði haldið því fram að stuðningurinn við innrásina hefði verið ákveðinn vegna pólitísks þrýstings frá Bandaríkjamönnum og vegna þess að varnarhagsmunir blönduðust inn í málið. Forsætisráðherra hefði staðfest í gær að það hefði verið þrýstingur Bandaríkjamanna sem hefði leitt til ákvörðunarinnar um stuðning. Halldór Ásgrímsson svaraði Össuri og sagði að enn á ný kæmi hann í pontu á Alþingi til þess að vekja á sér athygli og þráspyrði sig um atburði sem hefðu verið fyrir tæpum tveimur árum. Össur myndi hins ekki það sem hann hefði hlustað á í gærkvöld og færi með rangt mál. Halldór sagðist hafa sagt í viðtalinu að það væru engin bein tengsl á milli varnarhagsmuna Íslands og Íraksmálsins. Ef það kæmi Össuri á óvart að það væri náið samstarf milli Bandaríkjanna og Íslands þá væri hann furðu lostinn yfir því. Halldór sagði að Össur hefði farið með rangt mál og hvatti hann til að lesa viðtalið áður en hann kæmi næst upp. Össur svaraði því til að hann væri með það í þingsal en Halldór sagði þá að hann kynni þá ekki að lesa og gæti ekki ætlast til þess að halda áfram að þráspyrja forsætisráðherra um Íraksmálið ef hann myndi ekki það sem hann hefði hlustað á í gærkvöld. Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri - grænna, sagði við umræðurnar að pukrast hefði verið með málið að ósk bandarísku ríkisstjórnarinnar og nafn Íslands birtist á lista hinna viljugu þegar Bandaríkjamönnum hentaði. Bandaríkjamönnum hefðu verið gefin frjáls afnot af nafni Íslands til að nota þegar þeim sýndist og eins og þeim sýndist, ólögmætum stríðaðgerðum sínum til stuðnings og réttlætingar. Einnig væri viðurkennt óbeint að menn hefðu verið að borga á sig vegna væntanlegra samningaviðræðna við herinn um fjórar gamlar herþotur. „Þvílík niðurlæging fyrir utanríkismál einnar sjálfstæðrar þjóðar," sagði Steingrímur.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent Segir Heimildarmenn hafa njósnað um son hans Innlent „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Innlent Allt að tuttugu stiga hiti Veður Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Innlent Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal Innlent Fleiri fréttir Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Segir Heimildarmenn hafa njósnað um son hans Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Sjá meira