Hillary eða Condi? Þórlindur Kjartansson skrifar 13. febrúar 2005 00:01 Verðbólguvæntingar ráða meiru en verðbólgan - og í stjórnmálum ráða væntingar um framtíðina meiru heldur en staðan á hverjum tíma. Þetta gerir það að verkum að bandarískur forseti sem situr sitt síðara kjörtímabil hefur gjarnan verið talinn eiga erfitt með að athafna sig, enda koma lög í veg fyrir að viðkomandi geti boðið sig fram í þriðja sinn. Forsetar á síðara kjörtímabili hafa því stundum verið kallaðir "lame ducks" - eða "auðveldar bráðir."´Stuðningsmenn flokkanna hætta að sýna forsetanum skilyrðislausa hollustu en flytja hana frekar yfir á rísandi stjörnur sem taldar eru eiga bjarta framtíð fyrir sér. Það þarf því ekki að koma á óvart að þótt ekki séu liðnir nema rúmlega þrír mánuðir síðan George W. Bush vann sigur í kosningum þá eru margir þegar farnir að velta fyrir sér hverjir taki við kyndlinum eftir fjögur ár þegar kosið verður næst. Dick Cheney varaforseti hefur þegar gefið það út að hann muni ekki framar bjóða sig fram til pólitískra starfa og almennt er talið að hægt sé að ganga út frá þessu sem vísu. Afar ólíklegt er að Cheney ætti mikla möguleika sem forsetaframbjóðandi - til þess höfðar hann til alltof þröngs hóps. Í Repúblikanaflokknum hafa því margir bundið vonir við að Condoleezza Rice utanríkisráðherra taki slaginn 2008. Hún nýtur mikils trausts ráðandi afla í Repúblikanaflokknum, er orðin landsfræg og myndi þar að auki bjóða upp á einstakt tækifæri fyrir repúblikana til þess að sækja fylgi í hópa sem hingað til hafa stutt demókrata. Ef Rice yrði kjörinn forseti myndi það marka tvenn söguleg tímamót þar sem hún yrði fyrsta konan og fyrsti þeldökki Bandaríkjamaðurinn til að gegna forsetaembættinu. Þetta væru vitaskuld tíðindi þar sem Demókrataflokkurinn hefur í nokkra áratugi nánast haft einkarétt á jafnréttismálum. Hinn áhrifamikli kosningasérfræðingur, Dick Morris, skrifaði í síðustu viku grein þar sem hann færði rök fyrir því að Rice væri einmitt sterkasti mótleikur Repúblikana gegn hugsanlegu framboði Hillary Clinton. Ef Hillary verður útnefnd sem forsetaefni demókrata og Rice hjá repúblikönum er ljóst að mikilvægur múr verður rofinn í jafnréttisbaráttu kynjanna þar sem öruggt yrði að 44. forseti Bandaríkjanna yrði kona. Sá áfangi yrði ekki aðeins mikilvægur í Bandaríkjunum því áhrifanna myndi gæta um um öll Vesturlönd þar sem bandaríska forsetaembættið er hið valdamesta í heimi. Væntingar í Bandaríkjunum benda ákveðið til þess að Hillary Clinton verði frambjóðandi Demókrataflokksins í kosningunum 2008. Á veðmálasíðunni Tradesports er hún langefst meðal líklegra frambjóðandi og eru líkurnar á því að demókratar velji hana talda 35 prósent. Næstur í röðinni er Evan Bayeh með um tíu prósent en þar á eftir kemur þeir John Edwards. Það segir hins vegar sennilega meira að íhaldsmenn í Bandaríkjunum hafa nú í nokkur ár varið óheyrilegum tíma og fjármunum í nærri linnulausa rógsherferð á hendur Hillary Clinton. Í þeirra herbúðum er það greinilega talið fyirhafnarinnar virði sem bendir til þess að þeir óttist mjög að vinsældir hennar dugi henni til að tryggja sér sigur í forsestakosningum. Sú hugmynd að Condoleezza Rice verði frambjóðandi Repúblikana þykir ekki eins líkleg í augnablikinu. Ræður þar vafalaust mestu að stór hluti af kjarnafylgi Repúblikanaflokksins er tæpast líklegur til þess að fella sig við þá hugmynd að kjósa þeldökka konu í embættið. Á Tradesports eru þó taldar um sex prósent líkur á að hún nái kjöri. Líklegastir eru taldir þeir John McCain og Rudy Guiliani fyrrum borgarstjóri New York. Rice á hins vegar mörg færi í stöðunni. Hún virðist hafa alla burði til að eiga mjög farsælan feril sem utanríkisráðherra og - eins og áður sagði - þá getur Repúblikanaflokkurinn með þvi að velja hana slegið harkalega á þær raddir sem halda því fram að kynþátta- og kynjafordómar séu landlægir í flokknum. Ef Hilary verður frambjóðandi demókrata aukast líkurnar á því að Rice verði í framboði. Harðasti kjarninn í Repúblikanaflokknum hefur lært að hata Hillary Clinton svo heitt að þeir myndu nánast kjösa hvern sem er til að stöðva hana og auk þess myndi framboð konu úr röðum Repúblikana kæmi til með að núlla út það forskot sem kvenkyns frambjóðandi í hinum flokknum kynni að njóta meðal kjósenda sem telja timabært að einhverjir aðrir en miðaldra hvítir karlar gegni æðsta embætti þjóðarinnar.Þórlindur Kjartanssonthkjart@frettabladid.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Í brennidepli Þórlindur Kjartansson Mest lesið Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen skrifar Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Um taugafjölbreytileika Svava Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist skrifar Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Sjá meira
Verðbólguvæntingar ráða meiru en verðbólgan - og í stjórnmálum ráða væntingar um framtíðina meiru heldur en staðan á hverjum tíma. Þetta gerir það að verkum að bandarískur forseti sem situr sitt síðara kjörtímabil hefur gjarnan verið talinn eiga erfitt með að athafna sig, enda koma lög í veg fyrir að viðkomandi geti boðið sig fram í þriðja sinn. Forsetar á síðara kjörtímabili hafa því stundum verið kallaðir "lame ducks" - eða "auðveldar bráðir."´Stuðningsmenn flokkanna hætta að sýna forsetanum skilyrðislausa hollustu en flytja hana frekar yfir á rísandi stjörnur sem taldar eru eiga bjarta framtíð fyrir sér. Það þarf því ekki að koma á óvart að þótt ekki séu liðnir nema rúmlega þrír mánuðir síðan George W. Bush vann sigur í kosningum þá eru margir þegar farnir að velta fyrir sér hverjir taki við kyndlinum eftir fjögur ár þegar kosið verður næst. Dick Cheney varaforseti hefur þegar gefið það út að hann muni ekki framar bjóða sig fram til pólitískra starfa og almennt er talið að hægt sé að ganga út frá þessu sem vísu. Afar ólíklegt er að Cheney ætti mikla möguleika sem forsetaframbjóðandi - til þess höfðar hann til alltof þröngs hóps. Í Repúblikanaflokknum hafa því margir bundið vonir við að Condoleezza Rice utanríkisráðherra taki slaginn 2008. Hún nýtur mikils trausts ráðandi afla í Repúblikanaflokknum, er orðin landsfræg og myndi þar að auki bjóða upp á einstakt tækifæri fyrir repúblikana til þess að sækja fylgi í hópa sem hingað til hafa stutt demókrata. Ef Rice yrði kjörinn forseti myndi það marka tvenn söguleg tímamót þar sem hún yrði fyrsta konan og fyrsti þeldökki Bandaríkjamaðurinn til að gegna forsetaembættinu. Þetta væru vitaskuld tíðindi þar sem Demókrataflokkurinn hefur í nokkra áratugi nánast haft einkarétt á jafnréttismálum. Hinn áhrifamikli kosningasérfræðingur, Dick Morris, skrifaði í síðustu viku grein þar sem hann færði rök fyrir því að Rice væri einmitt sterkasti mótleikur Repúblikana gegn hugsanlegu framboði Hillary Clinton. Ef Hillary verður útnefnd sem forsetaefni demókrata og Rice hjá repúblikönum er ljóst að mikilvægur múr verður rofinn í jafnréttisbaráttu kynjanna þar sem öruggt yrði að 44. forseti Bandaríkjanna yrði kona. Sá áfangi yrði ekki aðeins mikilvægur í Bandaríkjunum því áhrifanna myndi gæta um um öll Vesturlönd þar sem bandaríska forsetaembættið er hið valdamesta í heimi. Væntingar í Bandaríkjunum benda ákveðið til þess að Hillary Clinton verði frambjóðandi Demókrataflokksins í kosningunum 2008. Á veðmálasíðunni Tradesports er hún langefst meðal líklegra frambjóðandi og eru líkurnar á því að demókratar velji hana talda 35 prósent. Næstur í röðinni er Evan Bayeh með um tíu prósent en þar á eftir kemur þeir John Edwards. Það segir hins vegar sennilega meira að íhaldsmenn í Bandaríkjunum hafa nú í nokkur ár varið óheyrilegum tíma og fjármunum í nærri linnulausa rógsherferð á hendur Hillary Clinton. Í þeirra herbúðum er það greinilega talið fyirhafnarinnar virði sem bendir til þess að þeir óttist mjög að vinsældir hennar dugi henni til að tryggja sér sigur í forsestakosningum. Sú hugmynd að Condoleezza Rice verði frambjóðandi Repúblikana þykir ekki eins líkleg í augnablikinu. Ræður þar vafalaust mestu að stór hluti af kjarnafylgi Repúblikanaflokksins er tæpast líklegur til þess að fella sig við þá hugmynd að kjósa þeldökka konu í embættið. Á Tradesports eru þó taldar um sex prósent líkur á að hún nái kjöri. Líklegastir eru taldir þeir John McCain og Rudy Guiliani fyrrum borgarstjóri New York. Rice á hins vegar mörg færi í stöðunni. Hún virðist hafa alla burði til að eiga mjög farsælan feril sem utanríkisráðherra og - eins og áður sagði - þá getur Repúblikanaflokkurinn með þvi að velja hana slegið harkalega á þær raddir sem halda því fram að kynþátta- og kynjafordómar séu landlægir í flokknum. Ef Hilary verður frambjóðandi demókrata aukast líkurnar á því að Rice verði í framboði. Harðasti kjarninn í Repúblikanaflokknum hefur lært að hata Hillary Clinton svo heitt að þeir myndu nánast kjösa hvern sem er til að stöðva hana og auk þess myndi framboð konu úr röðum Repúblikana kæmi til með að núlla út það forskot sem kvenkyns frambjóðandi í hinum flokknum kynni að njóta meðal kjósenda sem telja timabært að einhverjir aðrir en miðaldra hvítir karlar gegni æðsta embætti þjóðarinnar.Þórlindur Kjartanssonthkjart@frettabladid.is
Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun
Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar
Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar
Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun