Siv og Una María víki 21. febrúar 2005 00:01 Brynja, félag framsóknarkvenna í Kópavogi, var stofnað á sunnudag og er þetta fjórða framsóknarfélagið í sveitarfélaginu. Stofnfélagar kvenfélagsins eru 61. Þar af eru um 40 sem áður höfðu skráð sig í Freyju fyrir aðalfund sem síðar var úrskurðaður ólöglegur. Athygli vakti að hvorki Siv Friðleifsdóttur, oddvita Framsóknarflokksins í Suðvesturkjördæmi, né Hansínu Björgvinsdóttur, bæjarstjóra í Kópavogi, var boðið til fundarins. Hins vegar var Valgerður Sverrisdóttir heiðursgestur en konurnar sem stofnuðu Brynju eru meðal annars sagðar tengjast Páli Magnússyni, aðstoðarmanni Valgerðar. Aðalheiður Sigursveinsdóttir segir Brynju stofnaða til að taka þátt í störfum Framsóknarflokksins í Kópavogi. Sigurbjörg Vilmundardóttir, bæjarfulltrúi í Kópavogi, hafi ekki verið boðin velkomin í Freyju og því hafi komið til átaka á aðalfundi. "Við vorum sakaðar um að reyna yfirtöku á félaginu en við höfum alltaf hafnað því. Við studdum sitjandi formann og vildum með því sýna að við værum ekki komnar í ófriði," segir Aðalheiður. Eftir að aðalfundur Freyju var úrskurðaður ólögmætur var stjórn Freyju sent bréf þar sem óskað var eftir upplýsingum um næsta aðalfund. Í svarbréfi er Sigurbjörgu boðið í stjórn Freyju, líkt og boðið var á aðalfundinum, þegar Ingibjörg Ingvadóttir, ritari Freyju og dóttir Hansínu Björgvinsdóttur, bauðst til að víkja úr stjórninni. Aðalheiður segir að vegna afstöðu Sivjar hafi henni ekki verið boðið á stofnfund Brynju. "Hún hefur látið þau orð falla að við værum ekki í þessu af alvöru og hefðum ekki sjálfstæðar skoðanir og það kom aldrei til álita að bjóða Siv." Frestur til að senda inn fulltrúa á flokksþing er liðinn, en Brynjukonur hafa óskað eftir undanþágu til að senda þangað fulltrúa. Það er landsstjórn flokksins sem ákveður hvort undanþága verði veitt. "Við óskum eftir því að Siv Friðleifsdóttir og Una María Óskarsdóttir, sem báðar koma að þessu máli, víki sæti," segir Aðalheiður en báðar sitja þær í landsstjórn Framsóknarflokksins. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent Segir Heimildarmenn hafa njósnað um son hans Innlent „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt að tuttugu stiga hiti Veður Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Innlent Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal Innlent Fleiri fréttir Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Segir Heimildarmenn hafa njósnað um son hans Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Sjá meira
Brynja, félag framsóknarkvenna í Kópavogi, var stofnað á sunnudag og er þetta fjórða framsóknarfélagið í sveitarfélaginu. Stofnfélagar kvenfélagsins eru 61. Þar af eru um 40 sem áður höfðu skráð sig í Freyju fyrir aðalfund sem síðar var úrskurðaður ólöglegur. Athygli vakti að hvorki Siv Friðleifsdóttur, oddvita Framsóknarflokksins í Suðvesturkjördæmi, né Hansínu Björgvinsdóttur, bæjarstjóra í Kópavogi, var boðið til fundarins. Hins vegar var Valgerður Sverrisdóttir heiðursgestur en konurnar sem stofnuðu Brynju eru meðal annars sagðar tengjast Páli Magnússyni, aðstoðarmanni Valgerðar. Aðalheiður Sigursveinsdóttir segir Brynju stofnaða til að taka þátt í störfum Framsóknarflokksins í Kópavogi. Sigurbjörg Vilmundardóttir, bæjarfulltrúi í Kópavogi, hafi ekki verið boðin velkomin í Freyju og því hafi komið til átaka á aðalfundi. "Við vorum sakaðar um að reyna yfirtöku á félaginu en við höfum alltaf hafnað því. Við studdum sitjandi formann og vildum með því sýna að við værum ekki komnar í ófriði," segir Aðalheiður. Eftir að aðalfundur Freyju var úrskurðaður ólögmætur var stjórn Freyju sent bréf þar sem óskað var eftir upplýsingum um næsta aðalfund. Í svarbréfi er Sigurbjörgu boðið í stjórn Freyju, líkt og boðið var á aðalfundinum, þegar Ingibjörg Ingvadóttir, ritari Freyju og dóttir Hansínu Björgvinsdóttur, bauðst til að víkja úr stjórninni. Aðalheiður segir að vegna afstöðu Sivjar hafi henni ekki verið boðið á stofnfund Brynju. "Hún hefur látið þau orð falla að við værum ekki í þessu af alvöru og hefðum ekki sjálfstæðar skoðanir og það kom aldrei til álita að bjóða Siv." Frestur til að senda inn fulltrúa á flokksþing er liðinn, en Brynjukonur hafa óskað eftir undanþágu til að senda þangað fulltrúa. Það er landsstjórn flokksins sem ákveður hvort undanþága verði veitt. "Við óskum eftir því að Siv Friðleifsdóttir og Una María Óskarsdóttir, sem báðar koma að þessu máli, víki sæti," segir Aðalheiður en báðar sitja þær í landsstjórn Framsóknarflokksins.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent Segir Heimildarmenn hafa njósnað um son hans Innlent „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt að tuttugu stiga hiti Veður Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Innlent Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal Innlent Fleiri fréttir Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Segir Heimildarmenn hafa njósnað um son hans Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Sjá meira