Rýnihópur komi að Laugavegsmáli 23. febrúar 2005 00:01 Dagur B. Eggertsson, formaður skipulagsráðs Reykjavíkur, hyggst í dag á fundi ráðsins leggja til að skipaður verði rýnihópur um útlit nýbygginga, viðbygginga og breytinga við Laugaveg. Á hópurinn að vera skipulagsráði til stuðnings við mat á tillögum um uppbyggingu við Laugaveg á grundvelli samþykkts deiliskipulags eftir því sem fram kemur í fréttatilkynningu frá skipulagsráði. Jafnframt á hópurinn að meta hvort samþykkja beri frekari skilmála um útlit nýrra húsa við Laugaveg. Samkvæmt tillögunni á hópurinn að vera skipaður fimm fagmönnum skv. tilnefningu arkitektadeildar Listaháskóla Íslands og byggingarlistadeildar Listasafns Reykjavíkur og fulltrúa íbúa skv. tilnefningu hverfisráðs miðborgar að höfðu samráði við Þróunarfélag miðborgar, eins og segir í tilkynningunni. Hópnum til fulltingis verða jafnframt fulltrúar frá embætti skipulagsfulltrúa og byggingarfulltrúa. Í tillögunni segir enn fremur: „Í ljósi markmiða deiliskipulagsins, að efla Laugaveg en varðveita um leið sérkenni hans, er talið eðlilegt að rýnihópur verði skipaður til að vera skipulagsráði til stuðnings við mat á útliti nýbygginga, viðbygginga og breytinga á þessum lykilstað í borginni. Þannig megi enn frekar tryggja að uppbygging næstu ára falli vel að umhverfi sínu. Þá fær hópurinn einnig það verkefni að leggja mat á þörf fyrir að skilgreindir verði frekari skilmálar vegna leyfilegrar uppbyggingar við Laugaveg.“ Hópurinn mun verða skipaður í tilraunskyni til þriggja ára en eftir þann tíma verði lagt mat á störf hans og fyrirkomulag. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Segir Heimildarmenn hafa njósnað um son hans Innlent Allt að tuttugu stiga hiti Veður Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Innlent Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Fleiri fréttir Segir Heimildarmenn hafa njósnað um son hans Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Sjá meira
Dagur B. Eggertsson, formaður skipulagsráðs Reykjavíkur, hyggst í dag á fundi ráðsins leggja til að skipaður verði rýnihópur um útlit nýbygginga, viðbygginga og breytinga við Laugaveg. Á hópurinn að vera skipulagsráði til stuðnings við mat á tillögum um uppbyggingu við Laugaveg á grundvelli samþykkts deiliskipulags eftir því sem fram kemur í fréttatilkynningu frá skipulagsráði. Jafnframt á hópurinn að meta hvort samþykkja beri frekari skilmála um útlit nýrra húsa við Laugaveg. Samkvæmt tillögunni á hópurinn að vera skipaður fimm fagmönnum skv. tilnefningu arkitektadeildar Listaháskóla Íslands og byggingarlistadeildar Listasafns Reykjavíkur og fulltrúa íbúa skv. tilnefningu hverfisráðs miðborgar að höfðu samráði við Þróunarfélag miðborgar, eins og segir í tilkynningunni. Hópnum til fulltingis verða jafnframt fulltrúar frá embætti skipulagsfulltrúa og byggingarfulltrúa. Í tillögunni segir enn fremur: „Í ljósi markmiða deiliskipulagsins, að efla Laugaveg en varðveita um leið sérkenni hans, er talið eðlilegt að rýnihópur verði skipaður til að vera skipulagsráði til stuðnings við mat á útliti nýbygginga, viðbygginga og breytinga á þessum lykilstað í borginni. Þannig megi enn frekar tryggja að uppbygging næstu ára falli vel að umhverfi sínu. Þá fær hópurinn einnig það verkefni að leggja mat á þörf fyrir að skilgreindir verði frekari skilmálar vegna leyfilegrar uppbyggingar við Laugaveg.“ Hópurinn mun verða skipaður í tilraunskyni til þriggja ára en eftir þann tíma verði lagt mat á störf hans og fyrirkomulag.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Segir Heimildarmenn hafa njósnað um son hans Innlent Allt að tuttugu stiga hiti Veður Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Innlent Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Fleiri fréttir Segir Heimildarmenn hafa njósnað um son hans Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Sjá meira