Magnús endurkjörinn 5. mars 2005 00:01 Magnús Þór Hafsteinsson vann öruggan sigur á Gunnari Örlygssyni í kosningu um varaformannsembættið á landsþingi Frjálslynda flokksins í gær. Tæplega 140 greiddu atkvæði og fékk Magnús Þór 70 prósent gildra atkvæða. Formaðurinn Guðjón Arnar Kristjánsson var einnig endurkjörinn en enginn bauð sig fram gegn honum. Sömu sögu er að segja um Margréti Sverrisdóttur, ritara flokksins. Mikil spenna var í loftinu á Kaffi Reykjavík fram eftir degi í gær. Í upphafi landsþings var ljóst að töluverður hópur fundarmanna vildi hvorki Magnús Þór eða Gunnar í embætti varaformanns og því hófst undirskriftarsöfnun til stuðnings Margréti. Þegar óskað var eftir tilnefningum í embætti varaformanna í gær nefndi fjöldi manna nafn Margrétar en í stuttri ræðu afþakkaði hún að vera tekin til greina í varaformannsembættið hún gaf hins vegar til kynn að hún ætti hugsanlega eftir að leita eftir þessum stuðningi síðar. "Ég tel mig núna vera í mjög sterkri stöðu en eins og í pottinn er búið þá sækist ég ekki eftir embætti varaformanns. Mér þætti hins vegar vænt um að eiga ykkur að þegar ég gef kost á mér til trúnaðarstarfa fyrir flokkinn í framtíðinni," sagði hún við þinggesti. Um fimmtíu þinggestir höfðu undirritað áskorun um að Margrét gæfi kost á sér og sjö atkvæðaseðlar í varaformannskjörinu báru nafn hennar, auk þess sem um fjörutíu þinggestir tóku ekki þátt í kosningunni þegar í ljós kom að Margrét gæfi ekki kost á sér. Gunnar Örlyggson segir niðurstöðu kosninganna ekki hafa komið sér á óvart. "Ég átti von á því að tapa þessu kjöri, alveg sérstaklega eftir að formaðurinn lýsti því yfir í upphafi baráttunnar að hann tæki afstöðu með Magnúsi," segir Gunnar en tekur fram að hann virði afstöðu Guðjóns Arnars. "Ég held að það mikla persónufylgi sem okkar formaður nýtur hafi ráðið úrsiltum," segir Gunnar. "Að sjálfsögðu skiptir stuðningur Guðjóns Arnars mjög miklu máli. Við höfum alltaf átt vel saman alveg frá fyrstu stundu," segir Magnús Þór Hafsteinsson. Hann kvaðst mjög þakklátur fyrir stuðninginn og sagði að nú þyrfti að skoða hvernig hægt væri að koma til móts við það sjónarmið Gunnars, sem hann lagði upp í kosningabaráttuna með, að Frjálslyndi flokkurinn ætti að færast lengra til hægri. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent Segir Heimildarmenn hafa njósnað um son hans Innlent „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Innlent Allt að tuttugu stiga hiti Veður Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Innlent Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal Innlent Fleiri fréttir Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Segir Heimildarmenn hafa njósnað um son hans Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Sjá meira
Magnús Þór Hafsteinsson vann öruggan sigur á Gunnari Örlygssyni í kosningu um varaformannsembættið á landsþingi Frjálslynda flokksins í gær. Tæplega 140 greiddu atkvæði og fékk Magnús Þór 70 prósent gildra atkvæða. Formaðurinn Guðjón Arnar Kristjánsson var einnig endurkjörinn en enginn bauð sig fram gegn honum. Sömu sögu er að segja um Margréti Sverrisdóttur, ritara flokksins. Mikil spenna var í loftinu á Kaffi Reykjavík fram eftir degi í gær. Í upphafi landsþings var ljóst að töluverður hópur fundarmanna vildi hvorki Magnús Þór eða Gunnar í embætti varaformanns og því hófst undirskriftarsöfnun til stuðnings Margréti. Þegar óskað var eftir tilnefningum í embætti varaformanna í gær nefndi fjöldi manna nafn Margrétar en í stuttri ræðu afþakkaði hún að vera tekin til greina í varaformannsembættið hún gaf hins vegar til kynn að hún ætti hugsanlega eftir að leita eftir þessum stuðningi síðar. "Ég tel mig núna vera í mjög sterkri stöðu en eins og í pottinn er búið þá sækist ég ekki eftir embætti varaformanns. Mér þætti hins vegar vænt um að eiga ykkur að þegar ég gef kost á mér til trúnaðarstarfa fyrir flokkinn í framtíðinni," sagði hún við þinggesti. Um fimmtíu þinggestir höfðu undirritað áskorun um að Margrét gæfi kost á sér og sjö atkvæðaseðlar í varaformannskjörinu báru nafn hennar, auk þess sem um fjörutíu þinggestir tóku ekki þátt í kosningunni þegar í ljós kom að Margrét gæfi ekki kost á sér. Gunnar Örlyggson segir niðurstöðu kosninganna ekki hafa komið sér á óvart. "Ég átti von á því að tapa þessu kjöri, alveg sérstaklega eftir að formaðurinn lýsti því yfir í upphafi baráttunnar að hann tæki afstöðu með Magnúsi," segir Gunnar en tekur fram að hann virði afstöðu Guðjóns Arnars. "Ég held að það mikla persónufylgi sem okkar formaður nýtur hafi ráðið úrsiltum," segir Gunnar. "Að sjálfsögðu skiptir stuðningur Guðjóns Arnars mjög miklu máli. Við höfum alltaf átt vel saman alveg frá fyrstu stundu," segir Magnús Þór Hafsteinsson. Hann kvaðst mjög þakklátur fyrir stuðninginn og sagði að nú þyrfti að skoða hvernig hægt væri að koma til móts við það sjónarmið Gunnars, sem hann lagði upp í kosningabaráttuna með, að Frjálslyndi flokkurinn ætti að færast lengra til hægri.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent Segir Heimildarmenn hafa njósnað um son hans Innlent „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Innlent Allt að tuttugu stiga hiti Veður Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Innlent Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal Innlent Fleiri fréttir Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Segir Heimildarmenn hafa njósnað um son hans Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Sjá meira