Erfitt hjá Arsenal 8. mars 2005 00:01 Englandsmeistarar Arsenal eiga verulega erfitt verkefni fyrir höndum í kvöld þegar þeir taka á móti Bayern München en þeir töpuðu fyrri leiknum, 3–1. Til að bæta gráu ofan á svart eru margir leikmanna Arsenal í meiðslum þessa dagana. Sol Campbell, Pascal Cygan, Gilberto, Manuel Almunia, Edu og Justin Hoyte eru allir meiddir og svo er tvísýnt um þáttöku Roberts Pires í leiknum. Minna er um meiðsli í herbúðum Bayern en þeir verða þó án hollenska framherjans Roys Makaay. Leikmenn Liverpool ferðuðust nokkuð bjartsýnir til Þýskalands þar sem þeir mæta Bayer Leverkusen. Þeir hafa fulla ástæðu til enda unnu þeir fyrri leikinn á Anfield, 3–1. Harry Kewell getur ekki leikið fyrir Liverpool. Steven Gerrard kemur inn í liðið en hann var í banni í fyrri leiknum. Jerzy Dudek og Dietmar Hamann eru búnir að jafna sig á meiðslum og þeir verða með Liverpool í kvöld. Þjálfari Leverkusen, Klaus Augenthaler, er ekki búinn að gefast upp. „Við getum vel skorað eitt mark í fyrri hálfleik og bætt svo öðru við í seinni." Real Madrid ferðaðist með lítið forskot til Tórínó þar sem liðið spilar gegn Juventus en Madrídingar unnu fyrri leikinn, 1–0. Zinedine Zidane, fyrrum leikmaður Juve og núverandi leikmaður Real, er þrátt fyrir þetta litla forskot frekar bjartsýnn. „Staða okkar er frekar sterk þar sem Juve skoraði ekki mark á útivelli. Okkar takmark í leiknum er að skora og gera þeim erfitt fyrir," sagði Zidane. Síðasti leikur kvöldsins, sem hefur svolítið fallið í skuggann af honum stórleikjunum, er viðureign Monaco og PSV Eindhoven. Það verður vafalítið hörkuleikur enda þurfa leikmenn PSV að verja eins marks forystu frá því í fyrri leiknum enda unnu þeir hann aðeins 1–0. Íslenski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Danir óstöðvandi Handbolti „Hjá þessu félagi þarftu að vinna alla leiki“ Fótbolti Orri Steinn kom ekki við sögu í tapi Sociedad Fótbolti „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ Körfubolti „Þeir voru pottþétt að spara“ Handbolti Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti „Erum í þessu til þess að vinna“ Körfubolti Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 97-79 | Öruggt hjá heimamönnum á Króknum Körfubolti Loks vann Tottenham Fótbolti Fleiri fréttir „Hjá þessu félagi þarftu að vinna alla leiki“ „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ Orri Steinn kom ekki við sögu í tapi Sociedad „Erum í þessu til þess að vinna“ Danir óstöðvandi Uppgjörið: Álftanes - KR 111-100 | Langþráður heimasigur hjá Álftanesi Loks vann Tottenham Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 97-79 | Öruggt hjá heimamönnum á Króknum Bruno til bjargar Lærisveinar Alfreðs með mikilvægan sigur á Ítalíu Uppgjörið: ÍR - Haukar 25-26 | Hafnfirðingar upp í annað sætið eftir dramatískan endi Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 99-75 | Stjarnan aftur á sigurbraut Uppgjörið: Njarðvík - Höttur 110-101 | Grænir unnið fjóra í röð „Þeir voru pottþétt að spara“ Úr frystinum og til Juventus Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 72-80 | Mikilvægur sigur gestanna Selbit og stuð hjá strákunum í Zagreb Halda í veika von og gætu mætt Íslandi Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Áfall fyrir Noreg: Sagosen meiddur Segir Betu vera brjálæðing en á jákvæðan hátt Mikilvægir McDonalds borgarar eftir leik: „Biðin hverrar mínútu virði“ Hætti 14 ára en á nú leikjametið: „Fannst þær allar mikið stærri og sterkari“ Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Ítalir fundu landsliðsmarkvörðinn á Facebook Betlaði einu sinni mat á götunni en er nú hetja Barcelona Svona fögnuðu Strákarnir okkar inni í klefa Haaland fær tíu milljarða hjálp HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Bragi heim frá Bandaríkjunum Sjá meira
Englandsmeistarar Arsenal eiga verulega erfitt verkefni fyrir höndum í kvöld þegar þeir taka á móti Bayern München en þeir töpuðu fyrri leiknum, 3–1. Til að bæta gráu ofan á svart eru margir leikmanna Arsenal í meiðslum þessa dagana. Sol Campbell, Pascal Cygan, Gilberto, Manuel Almunia, Edu og Justin Hoyte eru allir meiddir og svo er tvísýnt um þáttöku Roberts Pires í leiknum. Minna er um meiðsli í herbúðum Bayern en þeir verða þó án hollenska framherjans Roys Makaay. Leikmenn Liverpool ferðuðust nokkuð bjartsýnir til Þýskalands þar sem þeir mæta Bayer Leverkusen. Þeir hafa fulla ástæðu til enda unnu þeir fyrri leikinn á Anfield, 3–1. Harry Kewell getur ekki leikið fyrir Liverpool. Steven Gerrard kemur inn í liðið en hann var í banni í fyrri leiknum. Jerzy Dudek og Dietmar Hamann eru búnir að jafna sig á meiðslum og þeir verða með Liverpool í kvöld. Þjálfari Leverkusen, Klaus Augenthaler, er ekki búinn að gefast upp. „Við getum vel skorað eitt mark í fyrri hálfleik og bætt svo öðru við í seinni." Real Madrid ferðaðist með lítið forskot til Tórínó þar sem liðið spilar gegn Juventus en Madrídingar unnu fyrri leikinn, 1–0. Zinedine Zidane, fyrrum leikmaður Juve og núverandi leikmaður Real, er þrátt fyrir þetta litla forskot frekar bjartsýnn. „Staða okkar er frekar sterk þar sem Juve skoraði ekki mark á útivelli. Okkar takmark í leiknum er að skora og gera þeim erfitt fyrir," sagði Zidane. Síðasti leikur kvöldsins, sem hefur svolítið fallið í skuggann af honum stórleikjunum, er viðureign Monaco og PSV Eindhoven. Það verður vafalítið hörkuleikur enda þurfa leikmenn PSV að verja eins marks forystu frá því í fyrri leiknum enda unnu þeir hann aðeins 1–0.
Íslenski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Danir óstöðvandi Handbolti „Hjá þessu félagi þarftu að vinna alla leiki“ Fótbolti Orri Steinn kom ekki við sögu í tapi Sociedad Fótbolti „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ Körfubolti „Þeir voru pottþétt að spara“ Handbolti Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti „Erum í þessu til þess að vinna“ Körfubolti Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 97-79 | Öruggt hjá heimamönnum á Króknum Körfubolti Loks vann Tottenham Fótbolti Fleiri fréttir „Hjá þessu félagi þarftu að vinna alla leiki“ „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ Orri Steinn kom ekki við sögu í tapi Sociedad „Erum í þessu til þess að vinna“ Danir óstöðvandi Uppgjörið: Álftanes - KR 111-100 | Langþráður heimasigur hjá Álftanesi Loks vann Tottenham Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 97-79 | Öruggt hjá heimamönnum á Króknum Bruno til bjargar Lærisveinar Alfreðs með mikilvægan sigur á Ítalíu Uppgjörið: ÍR - Haukar 25-26 | Hafnfirðingar upp í annað sætið eftir dramatískan endi Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 99-75 | Stjarnan aftur á sigurbraut Uppgjörið: Njarðvík - Höttur 110-101 | Grænir unnið fjóra í röð „Þeir voru pottþétt að spara“ Úr frystinum og til Juventus Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 72-80 | Mikilvægur sigur gestanna Selbit og stuð hjá strákunum í Zagreb Halda í veika von og gætu mætt Íslandi Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Áfall fyrir Noreg: Sagosen meiddur Segir Betu vera brjálæðing en á jákvæðan hátt Mikilvægir McDonalds borgarar eftir leik: „Biðin hverrar mínútu virði“ Hætti 14 ára en á nú leikjametið: „Fannst þær allar mikið stærri og sterkari“ Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Ítalir fundu landsliðsmarkvörðinn á Facebook Betlaði einu sinni mat á götunni en er nú hetja Barcelona Svona fögnuðu Strákarnir okkar inni í klefa Haaland fær tíu milljarða hjálp HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Bragi heim frá Bandaríkjunum Sjá meira