Vannýtt sóknarfæri 13. mars 2005 00:01 Innan körfuknattleikshreyfingarinnar hefur mikið verið rætt um hvernig hægt sé að efla vinsældir íþróttarinnar og stefna á aukna aðsókn á leiki hér á landi. Hafi einhvern tímann verið öflugt sóknarfæri fyrir Körfuknattleiksamband Íslands að vekja fólk til umhugsanir varðandi körfuna þá var það þegar KR-ingurinn Jón Arnór Stefánsson samdi við Dallas Mavericks í hinni víðfrægu NBA-deild í Bandaríkjunum. Margir í hreyfingunni hugsuðu sér gott til glóðarinnar, loksins var tími körfuboltans kominn, enda ekki á hverjum degi sem að Norðurlandabúi, hvað þá Íslendingur, hafnaði innan raða NBA-liðs. Ef undanskildar eru blaðagreinar, þáttur um Jón Arnór á Sýn og þátttaka hans með íslenska landsliðinu á síðasta ári, er ekki hægt að segja að kynningarstarf á þessu frábæra afreki hafi verið eins og best var á kosið. Undirritaður vill meina að þetta öfluga sóknarfæri hafi algjörlega farið forgörðum og hefur körfuboltaáhuginn haldið sama striki síðan. Fámennt er á flestum leikjum og lítið sem bendir til þess að það muni breytast. En hvað er hægt að gera til að breyting verði á? Hér fyrir neðan eru nokkrar hugmyndir sem gætu hugsanlega komið körfuboltaáhuga á Íslandi til góða. Hægt væri að skikka liðin í deildinni til að fjárfesta í vídeóvél sem býður upp á upptöku sem er nothæf fyrir sjónvarp. Öll liðin myndu skuldbinda sig til að taka upp hvern einasta heimaleik og skila af sér 5 bestu tilþrifum leiksins og góðri 2-3 mínútna samantekt til KKÍ nokkrum dögum eftir leik. KKÍ gæti sent mann á stúfanna einu sinni í viku til að taka upp viðtal við leikmann, fylgt honum eftir á æfingu, skyggnst inn í líf hans utan boltans og þar fram eftir götunum. Þetta efni, tilþrif og samantekt úr öllum leikjum hverrar umferðar, gæti nýst í vinnslu á vikulegum sjónvarpsþætti í anda NBA-Action. Með allan þennan efnivið yrðu hæg heimatökin fyrir lokavinnslu á þættinum. Upplagt væri að fara sömu leið og í kynningu á NBA, hefja leikmenn upp til skýja, reyna að gera stjörnur úr þeim. Það hefur sýnt sig að áhugi fólks á NBA liggur fyrst og fremst í leikmönnum og því væri þetta ákjósanleg leið. Fyrir sama þátt væri upplagt að reyna að komast yfir myndefni af Íslendingum sem leika á erlendri grundu. Jón Arnór, Helgi Már Magnússon og Jakob Sigurðarson hafa allir gert góða hluti upp á síðkastið en ekkert af því hefur ratað á skjáinn. Kæmi þetta sterkt inn sem innskot í þáttinn, sérstaklega í ljósi þess að Íslendingar sperra ávallt augun ef landar þeirra eru að láta af sér kveða úti í hinum stóra heimi. Svo set ég stórt spurningarmerki við nauðsyn þess að sýna deildarleiki í NBA í beinni útsendingu. Hér áður var fyrirkomulagið fínt, samantekt úr fyrri hálfleik og svo seinni hálfleikur í heild sinni. Fólk er engan veginn að nenna að horfa á þessi rólegheit sem deildarleikir í NBA eru orðnir. Ef miðað er við deildarleiki á níunda áratugnum og í byrjun þess tíunda má sjá að menn eru farnir að spara sig eins mikið og hægt er. Boðið er upp á 82 leiki á hvert lið yfir tímabilið á aðeins 6 mánuðum og fáir leggja sig fram af sama krafti og þegar í lokaátökin er komið. Hægt væri að sýna toppviðureignir í beinni útsendingu en vera með leiki óbeint sem búið væri að klippa til. EInnig væri upplagt að skipta út nokkrum NBA-leikjum fyrir háskólaboltann í Bandaríkjunum þar sem sjá má unga leikmenn með blóðbragð í munni. Þar á bæ er töluvert meira í húfi heldur en fyrir hinn dæmigerða NBA-leikmann, sem er með stappfulla vasa af seðlum, skósamning fyrir lífstíð o.s.frv. Í háskólaboltanum berjast menn fyrir að ná sem bestum árangri til að vera eins ofarlega og mögulegt er í háskólavalinu. Af þessum sökum er vart hægt að bera saman leiki í háskólaboltanum við NBA - þetta er nánast svart og hvítt. Áhorfendur fengju því körfubolta eins og hann gerist bestur sem gæti orðið til þess að fleiri myndu laðast að skjánum. Að lokum mætti athuga þann möguleika að sleppa úrslitakeppninni í Intersportdeildinni og einfaldlega færa liðinu sem ynni deildina Íslandsmeistaratitilinn. Þannig yrði hver leikur mikilvægari og líklegra að fólk myndi leggja leið sína á völlinn í stað þess að bíða bara heima eftir úrslitakeppninni eins og svo algengt er orðið. Smári Jósepsson -smari@frettabladid.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gestapennar Í brennidepli Skoðanir Mest lesið Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Sjá meira
Innan körfuknattleikshreyfingarinnar hefur mikið verið rætt um hvernig hægt sé að efla vinsældir íþróttarinnar og stefna á aukna aðsókn á leiki hér á landi. Hafi einhvern tímann verið öflugt sóknarfæri fyrir Körfuknattleiksamband Íslands að vekja fólk til umhugsanir varðandi körfuna þá var það þegar KR-ingurinn Jón Arnór Stefánsson samdi við Dallas Mavericks í hinni víðfrægu NBA-deild í Bandaríkjunum. Margir í hreyfingunni hugsuðu sér gott til glóðarinnar, loksins var tími körfuboltans kominn, enda ekki á hverjum degi sem að Norðurlandabúi, hvað þá Íslendingur, hafnaði innan raða NBA-liðs. Ef undanskildar eru blaðagreinar, þáttur um Jón Arnór á Sýn og þátttaka hans með íslenska landsliðinu á síðasta ári, er ekki hægt að segja að kynningarstarf á þessu frábæra afreki hafi verið eins og best var á kosið. Undirritaður vill meina að þetta öfluga sóknarfæri hafi algjörlega farið forgörðum og hefur körfuboltaáhuginn haldið sama striki síðan. Fámennt er á flestum leikjum og lítið sem bendir til þess að það muni breytast. En hvað er hægt að gera til að breyting verði á? Hér fyrir neðan eru nokkrar hugmyndir sem gætu hugsanlega komið körfuboltaáhuga á Íslandi til góða. Hægt væri að skikka liðin í deildinni til að fjárfesta í vídeóvél sem býður upp á upptöku sem er nothæf fyrir sjónvarp. Öll liðin myndu skuldbinda sig til að taka upp hvern einasta heimaleik og skila af sér 5 bestu tilþrifum leiksins og góðri 2-3 mínútna samantekt til KKÍ nokkrum dögum eftir leik. KKÍ gæti sent mann á stúfanna einu sinni í viku til að taka upp viðtal við leikmann, fylgt honum eftir á æfingu, skyggnst inn í líf hans utan boltans og þar fram eftir götunum. Þetta efni, tilþrif og samantekt úr öllum leikjum hverrar umferðar, gæti nýst í vinnslu á vikulegum sjónvarpsþætti í anda NBA-Action. Með allan þennan efnivið yrðu hæg heimatökin fyrir lokavinnslu á þættinum. Upplagt væri að fara sömu leið og í kynningu á NBA, hefja leikmenn upp til skýja, reyna að gera stjörnur úr þeim. Það hefur sýnt sig að áhugi fólks á NBA liggur fyrst og fremst í leikmönnum og því væri þetta ákjósanleg leið. Fyrir sama þátt væri upplagt að reyna að komast yfir myndefni af Íslendingum sem leika á erlendri grundu. Jón Arnór, Helgi Már Magnússon og Jakob Sigurðarson hafa allir gert góða hluti upp á síðkastið en ekkert af því hefur ratað á skjáinn. Kæmi þetta sterkt inn sem innskot í þáttinn, sérstaklega í ljósi þess að Íslendingar sperra ávallt augun ef landar þeirra eru að láta af sér kveða úti í hinum stóra heimi. Svo set ég stórt spurningarmerki við nauðsyn þess að sýna deildarleiki í NBA í beinni útsendingu. Hér áður var fyrirkomulagið fínt, samantekt úr fyrri hálfleik og svo seinni hálfleikur í heild sinni. Fólk er engan veginn að nenna að horfa á þessi rólegheit sem deildarleikir í NBA eru orðnir. Ef miðað er við deildarleiki á níunda áratugnum og í byrjun þess tíunda má sjá að menn eru farnir að spara sig eins mikið og hægt er. Boðið er upp á 82 leiki á hvert lið yfir tímabilið á aðeins 6 mánuðum og fáir leggja sig fram af sama krafti og þegar í lokaátökin er komið. Hægt væri að sýna toppviðureignir í beinni útsendingu en vera með leiki óbeint sem búið væri að klippa til. EInnig væri upplagt að skipta út nokkrum NBA-leikjum fyrir háskólaboltann í Bandaríkjunum þar sem sjá má unga leikmenn með blóðbragð í munni. Þar á bæ er töluvert meira í húfi heldur en fyrir hinn dæmigerða NBA-leikmann, sem er með stappfulla vasa af seðlum, skósamning fyrir lífstíð o.s.frv. Í háskólaboltanum berjast menn fyrir að ná sem bestum árangri til að vera eins ofarlega og mögulegt er í háskólavalinu. Af þessum sökum er vart hægt að bera saman leiki í háskólaboltanum við NBA - þetta er nánast svart og hvítt. Áhorfendur fengju því körfubolta eins og hann gerist bestur sem gæti orðið til þess að fleiri myndu laðast að skjánum. Að lokum mætti athuga þann möguleika að sleppa úrslitakeppninni í Intersportdeildinni og einfaldlega færa liðinu sem ynni deildina Íslandsmeistaratitilinn. Þannig yrði hver leikur mikilvægari og líklegra að fólk myndi leggja leið sína á völlinn í stað þess að bíða bara heima eftir úrslitakeppninni eins og svo algengt er orðið. Smári Jósepsson -smari@frettabladid.is
Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun