Segist ekki hafa beitt þrýstingi 25. mars 2005 00:01 Landbúnaðarráðherra segist ekki hafa þrýst á úthlutunarnefnd launasjóðs myndlistarmanna um að veita ákveðnum listamanni starfslaun, hann hafi einungis talað við einn nefndarmanna til að fá upplýsingar. Formaður Sambands íslenskra myndlistarmanna sagði í viðtali í gær að Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra hefði hringt í einn nefndarmanna og talað máli ákveðins listamanns og taldi formaðurinn að um væri að ræða óeðlilegan, pólitískan þrýsting á nefndina. Landbúnaðarráðherra segist ekki hafa beitt neinn þrýstingi; hann hafi viljað hvetja hógværa, sunnlenska listakonu til að sækja um. Hann segist hafa hringt í Olgu Bergmann nefndarmann fyrir 3-4 mánuðum til að spyrja um tíma og rúm hvað umsóknir varðaði og fleira hvað þyrfti til og Olga hafi lýst því fyrir sér af prúðmennsku. „Ég nefndi hins vegar nafn Siggu á Grund; ég væri að hvetja hana til þess að leggja verk þeirra (svo) í þeirra dóm. Hún tók því vel og talaði um að margir sæktu og fáir fengju. Ég sagðist skilja það. Þetta hlyti að vera dómnefnd sem ynni af fagmennsku. En ég var ekki með neinn þrýsting,“ segir Guðni. Guðni segir listakonuna hafa sótt um en ekki fengið. Hún hafi hringt í nefndarmann og fengið óblíðar viðtökur. Þá hafi Guðni haft af því áhyggjur að þetta símtal hefði skemmt fyrir möguleikum hennar, hann hafi rætt við formann nefndarinnar sem sagði það engin áhrif hafa haft. Guðni segir stjórn SÍM vera að gera hann að blóraböggli í málinu. Spurður hvort honum finnist ekki eðlilegt að menn setji spurningarmerki við það að ráðherra tali við nefndarmenn sem sjái um úthlutun og tali máli sérstaks listamanns kveðst ekki hafa verið að tala máli listamannsins; hann hafi einungis verið að leita upplýsinga og síðan getið nafnsins í samtalinu. „Ég geri mér gein fyrir því að að vera ráðherra um sinn getur fylgt ákveðið vald. Ég var ekki að misnota það og geri mér grein fyrir því að hafi mér dottið í hug að ég hefði áhrif, þá myndi það í mínum huga geta haft öfug áhrif,“ segir Guðni. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent Segir Heimildarmenn hafa njósnað um son hans Innlent „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Innlent Allt að tuttugu stiga hiti Veður Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Innlent Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Innlent Fleiri fréttir Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Segir Heimildarmenn hafa njósnað um son hans Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Sjá meira
Landbúnaðarráðherra segist ekki hafa þrýst á úthlutunarnefnd launasjóðs myndlistarmanna um að veita ákveðnum listamanni starfslaun, hann hafi einungis talað við einn nefndarmanna til að fá upplýsingar. Formaður Sambands íslenskra myndlistarmanna sagði í viðtali í gær að Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra hefði hringt í einn nefndarmanna og talað máli ákveðins listamanns og taldi formaðurinn að um væri að ræða óeðlilegan, pólitískan þrýsting á nefndina. Landbúnaðarráðherra segist ekki hafa beitt neinn þrýstingi; hann hafi viljað hvetja hógværa, sunnlenska listakonu til að sækja um. Hann segist hafa hringt í Olgu Bergmann nefndarmann fyrir 3-4 mánuðum til að spyrja um tíma og rúm hvað umsóknir varðaði og fleira hvað þyrfti til og Olga hafi lýst því fyrir sér af prúðmennsku. „Ég nefndi hins vegar nafn Siggu á Grund; ég væri að hvetja hana til þess að leggja verk þeirra (svo) í þeirra dóm. Hún tók því vel og talaði um að margir sæktu og fáir fengju. Ég sagðist skilja það. Þetta hlyti að vera dómnefnd sem ynni af fagmennsku. En ég var ekki með neinn þrýsting,“ segir Guðni. Guðni segir listakonuna hafa sótt um en ekki fengið. Hún hafi hringt í nefndarmann og fengið óblíðar viðtökur. Þá hafi Guðni haft af því áhyggjur að þetta símtal hefði skemmt fyrir möguleikum hennar, hann hafi rætt við formann nefndarinnar sem sagði það engin áhrif hafa haft. Guðni segir stjórn SÍM vera að gera hann að blóraböggli í málinu. Spurður hvort honum finnist ekki eðlilegt að menn setji spurningarmerki við það að ráðherra tali við nefndarmenn sem sjái um úthlutun og tali máli sérstaks listamanns kveðst ekki hafa verið að tala máli listamannsins; hann hafi einungis verið að leita upplýsinga og síðan getið nafnsins í samtalinu. „Ég geri mér gein fyrir því að að vera ráðherra um sinn getur fylgt ákveðið vald. Ég var ekki að misnota það og geri mér grein fyrir því að hafi mér dottið í hug að ég hefði áhrif, þá myndi það í mínum huga geta haft öfug áhrif,“ segir Guðni.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent Segir Heimildarmenn hafa njósnað um son hans Innlent „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Innlent Allt að tuttugu stiga hiti Veður Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Innlent Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Innlent Fleiri fréttir Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Segir Heimildarmenn hafa njósnað um son hans Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Sjá meira