Innlent

Yfir fimmtíu óku of hratt

Mikil umferð var um Blönduós um helgina og hafði lögreglan á svæðinu varla undan við að stoppa ökumenn fyrir hraðakstur. "Fólk verður að fara að gera sér grein fyrir því á hvaða svæði það er að keyra," segir Vilhjálmur Stefánsson, lögreglumaður á Blönduósi. "Það er að keyra á besta hraðahindrunarsvæði landsins." Milli 50 og 60 ökumenn voru stöðvaðir fyrir of hraðan akstur um helgina. Vilhjálmur segir ennfremur að lögreglan sé með mjög meðvituðum hætti að reyna að berja niður hraðann. "Þetta gengur mjög hægt en með því að lækka hraðann þá erum við að fækka slysum."



Fleiri fréttir

Sjá meira


×