Boston 1 - Indiana 1 26. apríl 2005 00:01 Vængbrotið lið Indiana Pacers hefur ekki sagt sitt síðasta orð í úrslitakeppninni í ár og gamli refurinn Reggie Miller ætlar ekki að setjast í helgan stein án þess að berjast til síðasta manns. Eftir að hafa tapað mjög illa í fyrsta leiknum við Boston Celtics, tóku Pacers sig saman í andlitinu og sigruðu í öðrum leiknum í Boston, 82-79. Margir voru á því að Boston ætti auðvelt verkefni fyrir höndum í fyrstu umferðinni, eftir að þeir völtuðu yfir lið Indiana í fyrsta leik liðanna um helgina, en eins og oft vill verða í úrslitakeppninni, eru lið sem tapa illa erfið viðureignar í næsta leik á eftir. Sú varð raunin í gær, þegar lið Indiana náði að vinna sigur á lokasekúndum æsispennandi leiks, þar sem þeir höfðu verið undir lengst af. Það var einmitt hin fertuga hetja þeirra, Reggie Miller, sem skoraði sigurkörfuna um hálfri mínútu fyrir leikslok, eftir að Indiana hafði haldið heimamönnum í aðeins 10 stigum í síðasta leikhlutanum. Miller var stigahæstur í liði Indiana með 28 stig og nú eru Pacers komnir með heimavallarréttinn í einvíginu og næstu tveir leikir fara fram á þeirra heimavelli. Paul Pierce var atkvæðamestur í liði Boston með 33 stig, en náði ekki að jafna leikinn á lokasekúndunum og sigur Indiana var í höfn. "Ég er ekkert að hugsa um að þetta séu mínir síðustu leikir og eyði ekki tímanum í slíkar hugrenningar. Ég er fyrst og fremst að reyna að hjálpa liðinu okkar að vinna seríu í úrslitakeppninni," sagði Reggie Miller eftir leikinn, en lið Indiana hefur verið í miklum vandræðum í allan vetur vegna leikbanna og meiðsla lykilmanna liðsins. "Við vissum að þeir kæmu til leiksins eins og grenjandi ljón og Reggie var mjög drjúgur fyrir þá. Við vorum ekki nógu ákveðnir í sóknarleiknum í kvöld og hefðum þurft að leika eins og við lékum í fyrsta leiknum," sagði Paul Pierce hjá Boston. "Fólk er búið að vera spyrja mig undanfarna daga hvort þetta lið eigi einhverja varaorku eftir á tanknum, eftir allt mótlætið í vetur, en ég svara því alltaf þannig að þetta lið mun ekki láta slá sig út svo auðveldlega," sagði hinn snjalli þjálfari Indiana, Rick Carlisle. Atkvæðamestir hjá Boston:Paul Pierce 33 stig (7 fráköst), Antoine Walker 19 stig (7 fráköst), Ricky Davis 6 stig (6 fráköst), Tony Allen 6 stig.Atkvæðamestir í liði Indiana:Reggie Miller 28 stig, Stephen Jackson 20 stig (6 fráköst), Jermaine O´Neal 19 stig (6 fráköst), Anthony Johnson 9 stig (7 frák, 7 stoðs), Dale Davis 6 stig. NBA Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn Fleiri fréttir „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Sjá meira
Vængbrotið lið Indiana Pacers hefur ekki sagt sitt síðasta orð í úrslitakeppninni í ár og gamli refurinn Reggie Miller ætlar ekki að setjast í helgan stein án þess að berjast til síðasta manns. Eftir að hafa tapað mjög illa í fyrsta leiknum við Boston Celtics, tóku Pacers sig saman í andlitinu og sigruðu í öðrum leiknum í Boston, 82-79. Margir voru á því að Boston ætti auðvelt verkefni fyrir höndum í fyrstu umferðinni, eftir að þeir völtuðu yfir lið Indiana í fyrsta leik liðanna um helgina, en eins og oft vill verða í úrslitakeppninni, eru lið sem tapa illa erfið viðureignar í næsta leik á eftir. Sú varð raunin í gær, þegar lið Indiana náði að vinna sigur á lokasekúndum æsispennandi leiks, þar sem þeir höfðu verið undir lengst af. Það var einmitt hin fertuga hetja þeirra, Reggie Miller, sem skoraði sigurkörfuna um hálfri mínútu fyrir leikslok, eftir að Indiana hafði haldið heimamönnum í aðeins 10 stigum í síðasta leikhlutanum. Miller var stigahæstur í liði Indiana með 28 stig og nú eru Pacers komnir með heimavallarréttinn í einvíginu og næstu tveir leikir fara fram á þeirra heimavelli. Paul Pierce var atkvæðamestur í liði Boston með 33 stig, en náði ekki að jafna leikinn á lokasekúndunum og sigur Indiana var í höfn. "Ég er ekkert að hugsa um að þetta séu mínir síðustu leikir og eyði ekki tímanum í slíkar hugrenningar. Ég er fyrst og fremst að reyna að hjálpa liðinu okkar að vinna seríu í úrslitakeppninni," sagði Reggie Miller eftir leikinn, en lið Indiana hefur verið í miklum vandræðum í allan vetur vegna leikbanna og meiðsla lykilmanna liðsins. "Við vissum að þeir kæmu til leiksins eins og grenjandi ljón og Reggie var mjög drjúgur fyrir þá. Við vorum ekki nógu ákveðnir í sóknarleiknum í kvöld og hefðum þurft að leika eins og við lékum í fyrsta leiknum," sagði Paul Pierce hjá Boston. "Fólk er búið að vera spyrja mig undanfarna daga hvort þetta lið eigi einhverja varaorku eftir á tanknum, eftir allt mótlætið í vetur, en ég svara því alltaf þannig að þetta lið mun ekki láta slá sig út svo auðveldlega," sagði hinn snjalli þjálfari Indiana, Rick Carlisle. Atkvæðamestir hjá Boston:Paul Pierce 33 stig (7 fráköst), Antoine Walker 19 stig (7 fráköst), Ricky Davis 6 stig (6 fráköst), Tony Allen 6 stig.Atkvæðamestir í liði Indiana:Reggie Miller 28 stig, Stephen Jackson 20 stig (6 fráköst), Jermaine O´Neal 19 stig (6 fráköst), Anthony Johnson 9 stig (7 frák, 7 stoðs), Dale Davis 6 stig.
NBA Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn Fleiri fréttir „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Sjá meira