Orkustofnun í dekri hjá ríkinu 2. maí 2005 00:01 Sigurjón Þórðarson, þingmaður Frjálslynda flokksins, segir frumvarp Valgerðar Sverrisdóttur iðnaðarráðherra til vatnalaga vera gallagrip og telur það bera vott um að Orkustofnun sé í dekri hjá ríkisstjórninni. "Ég hef sjaldan lesið harkalegri umsögn frá opinberri stofnun um stjórnarfrumvarp ríkisstjórnar en umsögn Umhverfisstofnunar um frumvarp Valgerðar til vatnalaga," segir Sigurjón. "Ég tel það mjög alvarlegt að ríkisstjórnin hefur að engu gagnrýni Umhverfisstofnunar og ætlar að keyra þetta í gegn án þess að svara henni með einhverjum rökum. Þó liggur ekkert á með þessi lög. Er nema von að umhverfissamtök haldi því fram að umhverfisráðuneytið dansi í takt við fyrirmæli úr iðnaðarráðuneytinu," bætir hann við. Umhverfisstofnunin telur frumvarpið stangast á við alþjóðlegar viðmiðanir og skuldbindingar Íslands og leiði til réttaróvissu almannaréttar og vatnsnýtingar. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins heyrast innan Umhverfistofnunar óánægjuraddir vegna þess hve málaflokkar Orkustofnunar vegi þungt miðað við málefni Umhverfisstofnunar. Davíð Egilsson, forstjóri Umhverfisstofnunar, vildi þó ekki meina að þessi vinnubrögð stjórnvalda vægju að hlutverki stofnunarinnar en hafði þó ýmislegt út á þau að setja. "Mér þykir það miður ef Alþingi ætlar að vinna þetta með þessum hætti. En það hefur jú fullan rétt til þess að taka ekki tillit til ábendinga okkar. Ég veit að Orkustofnun hefur svarað umsögn okkar til iðnaðarnefndar en okkur hafa ekki borist þau svör formlega og því getum við ekki veitt nein andsvör, en það hefði mér þótt eðlilegast." Spurður hvort hann teldi að Orkustofnun væri í dekri hjá ríkisstjórninni á kostnað Umhverfisstofnunar sagðist hann ekki telja að svo væri. Hinsvegar taldi hann löngu tímabært að umhverfismál öðluðust meira vægi í þjóðfélaginu. Ekki náðist í Sigríði Önnu Þórðardóttur umhverfisráðherra. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent Segir Heimildarmenn hafa njósnað um son hans Innlent „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Innlent Allt að tuttugu stiga hiti Veður Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Innlent Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Innlent Fleiri fréttir Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Segir Heimildarmenn hafa njósnað um son hans Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Sjá meira
Sigurjón Þórðarson, þingmaður Frjálslynda flokksins, segir frumvarp Valgerðar Sverrisdóttur iðnaðarráðherra til vatnalaga vera gallagrip og telur það bera vott um að Orkustofnun sé í dekri hjá ríkisstjórninni. "Ég hef sjaldan lesið harkalegri umsögn frá opinberri stofnun um stjórnarfrumvarp ríkisstjórnar en umsögn Umhverfisstofnunar um frumvarp Valgerðar til vatnalaga," segir Sigurjón. "Ég tel það mjög alvarlegt að ríkisstjórnin hefur að engu gagnrýni Umhverfisstofnunar og ætlar að keyra þetta í gegn án þess að svara henni með einhverjum rökum. Þó liggur ekkert á með þessi lög. Er nema von að umhverfissamtök haldi því fram að umhverfisráðuneytið dansi í takt við fyrirmæli úr iðnaðarráðuneytinu," bætir hann við. Umhverfisstofnunin telur frumvarpið stangast á við alþjóðlegar viðmiðanir og skuldbindingar Íslands og leiði til réttaróvissu almannaréttar og vatnsnýtingar. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins heyrast innan Umhverfistofnunar óánægjuraddir vegna þess hve málaflokkar Orkustofnunar vegi þungt miðað við málefni Umhverfisstofnunar. Davíð Egilsson, forstjóri Umhverfisstofnunar, vildi þó ekki meina að þessi vinnubrögð stjórnvalda vægju að hlutverki stofnunarinnar en hafði þó ýmislegt út á þau að setja. "Mér þykir það miður ef Alþingi ætlar að vinna þetta með þessum hætti. En það hefur jú fullan rétt til þess að taka ekki tillit til ábendinga okkar. Ég veit að Orkustofnun hefur svarað umsögn okkar til iðnaðarnefndar en okkur hafa ekki borist þau svör formlega og því getum við ekki veitt nein andsvör, en það hefði mér þótt eðlilegast." Spurður hvort hann teldi að Orkustofnun væri í dekri hjá ríkisstjórninni á kostnað Umhverfisstofnunar sagðist hann ekki telja að svo væri. Hinsvegar taldi hann löngu tímabært að umhverfismál öðluðust meira vægi í þjóðfélaginu. Ekki náðist í Sigríði Önnu Þórðardóttur umhverfisráðherra.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent Segir Heimildarmenn hafa njósnað um son hans Innlent „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Innlent Allt að tuttugu stiga hiti Veður Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Innlent Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Innlent Fleiri fréttir Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Segir Heimildarmenn hafa njósnað um son hans Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Sjá meira