Geta útskrifast án samræmds prófs 10. maí 2005 00:01 Menntamálaráðherra hefur breytt reglugerð tímabundið um samræmd stúdentspróf þannig að nemendur geti útskrifast stúdentar í vor án þess að hafa þreytt samræmd próf. Nemendur sem tóku samræmdu prófin eru ekki ánægðir með lausn ráðherrans. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra segir ástæðuna fyrir því að þessi leið hafi verið farin þá að skráningar í prófin hafi misfarist auk þess sem veikindi og aðrar ástæður komu í veg fyrir að sumir nemendur gátu tekið prófin. Hún hafi metið það þannig að tæknileg úrlausnarefni sem snerti útskrift eftir stúdentspróf eigi ekki að koma í veg fyrir að nemendur geti útskrifast. Þorgerður Katrín segir að um tímabundið ástand sé að ræða en segist ekki sammála því að lausnin sé ósanngjörn fyrir þá nemendur sem tóku prófin. Hún telji frekar að nemendur eigi að meta þau sem veganesti. Menn tapi aldrei á því að taka próf. En hvers vegna voru nemendur ekki settir í sjúkrapróf? Þorgerður Katrín segir að það sé vegna þess að reglugerð geri ekki ráð fyrir að fólk taki sjúkrapróf. Hún segir að ráðuneytið hafi orðið að bregðast hratt við þegar vandamálið kom upp og því hafi þessi leið verið valin. Aðspurð hvort ekki hefði verið hægt að bregðast hratt við og setja á sjúkrapróf segir Þorgerður að það taki drjúgan tíma að semja sjúkrapróf, jafnlangan tíma og önnur próf, og menn hafi metið það þannig að þetta væri heppilegri leið að þessu sinni. Útskriftarnemendur eru síður en svo ánægðir með ákvörðun ráðherra. Guðlaugur Atlason, nemi í MR, bendir á að sagt hafi verið við nemendur að skylda væri að taka lágmark tvö samræmd stúdentspróf til þess að geta útskrifast. Ef það sé ekki rétt skilji hann ekki til hvers verið sé að hafa prófin. Friðrik Árni Friðriksson, sem er einnig í MR, segir að honum finnist frekar asnalegt að þurfa að standa í samræmdum prófum en síðan breyti það engu fyrir hann. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent Segir Heimildarmenn hafa njósnað um son hans Innlent „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Innlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Vill losna við tálma úr vegi sínum Erlent Allt að tuttugu stiga hiti Veður Fleiri fréttir „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Segir Heimildarmenn hafa njósnað um son hans Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Sjá meira
Menntamálaráðherra hefur breytt reglugerð tímabundið um samræmd stúdentspróf þannig að nemendur geti útskrifast stúdentar í vor án þess að hafa þreytt samræmd próf. Nemendur sem tóku samræmdu prófin eru ekki ánægðir með lausn ráðherrans. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra segir ástæðuna fyrir því að þessi leið hafi verið farin þá að skráningar í prófin hafi misfarist auk þess sem veikindi og aðrar ástæður komu í veg fyrir að sumir nemendur gátu tekið prófin. Hún hafi metið það þannig að tæknileg úrlausnarefni sem snerti útskrift eftir stúdentspróf eigi ekki að koma í veg fyrir að nemendur geti útskrifast. Þorgerður Katrín segir að um tímabundið ástand sé að ræða en segist ekki sammála því að lausnin sé ósanngjörn fyrir þá nemendur sem tóku prófin. Hún telji frekar að nemendur eigi að meta þau sem veganesti. Menn tapi aldrei á því að taka próf. En hvers vegna voru nemendur ekki settir í sjúkrapróf? Þorgerður Katrín segir að það sé vegna þess að reglugerð geri ekki ráð fyrir að fólk taki sjúkrapróf. Hún segir að ráðuneytið hafi orðið að bregðast hratt við þegar vandamálið kom upp og því hafi þessi leið verið valin. Aðspurð hvort ekki hefði verið hægt að bregðast hratt við og setja á sjúkrapróf segir Þorgerður að það taki drjúgan tíma að semja sjúkrapróf, jafnlangan tíma og önnur próf, og menn hafi metið það þannig að þetta væri heppilegri leið að þessu sinni. Útskriftarnemendur eru síður en svo ánægðir með ákvörðun ráðherra. Guðlaugur Atlason, nemi í MR, bendir á að sagt hafi verið við nemendur að skylda væri að taka lágmark tvö samræmd stúdentspróf til þess að geta útskrifast. Ef það sé ekki rétt skilji hann ekki til hvers verið sé að hafa prófin. Friðrik Árni Friðriksson, sem er einnig í MR, segir að honum finnist frekar asnalegt að þurfa að standa í samræmdum prófum en síðan breyti það engu fyrir hann.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent Segir Heimildarmenn hafa njósnað um son hans Innlent „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Innlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Vill losna við tálma úr vegi sínum Erlent Allt að tuttugu stiga hiti Veður Fleiri fréttir „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Segir Heimildarmenn hafa njósnað um son hans Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Sjá meira