Tólf áfram 25. maí 2005 00:01 Tólf hópum fjárfesta hefur verið boðið að gera bindandi kauptilboð í Símann. Að þessum tólf hópum standa alls 34 fyrirtæki og einstaklingar. Fátt kemur á óvart varðandi innlendu hópana. Almenningur ehf. er ekki meðal tilboðsgjafa þótt félagið styðji tilboð fjárfestahóps sem inniheldur Burðarás, KEA, Talsímafélagið, Tryggingamiðstöðina og Ólaf Jóhann Ólafsson. KB banki tekur þátt í tilboð ásamt sjö öðrum fjárfestum, meðal annars Exista ehf. (sem áður hét Meiður), fyrirtæki Margeirs Péturssonar, MP verðbréfum, og fjórum stórum lífeyrissjóðum. Þá býður hópur sem í eru Atorka, Frosti Bergsson, Jón Helgi Guðmundsson í Bykó og bræðurnir Jón og Sturla Snorrasynir. Straumur gerir tilboð ásamt breska fjárfestingarbankanum Cinven. Þessir hópar munu hafa hug á að bjóða almennum fjárfestum bréf í Símanum að loknu útboðinu, en ekki er útlokað að fleiri hyggi á slíkt Íslandsbanki gerir tilboð í samvinnu við tvö bandarísk fjárfestingarfélög; Ripplewood og MidOcean. Ripplewood hefur meðal annars tekið þátt í fjárfestingum í fjarskiptageiranum, meðal annars með góðum árangri í Japan. Straumur fjárfestingarbanki vinnur með breskum fjárfestingarbanka Cinven að nafni. Íslenskt félag sem heitir D8 ehf. býður einnig í Símann ásamt Hellman og Friedman Europe Limited og Warburg Pincus LLC. Dagný Halldórsdóttir, sem er í forsvari fyrir D8, vildi ekki gefa það upp við Fréttablaðið í gær hverjir stæðu að félaginu ásamt sér. "Það eina sem þarf að koma fram er að þetta félag gerir tilboð," sagði hún í gær. Dagný er náskyld þeim Engeyingum, Benedikt og Einari Sveinssonum, en samkvæmt heimildum standa á bakvið D8 konur í atvinnulífinu. Dagný er fyrrverandi aðstoðarforstjóri Íslandssíma, en meðal þeirra sem nefndar hafa verið í tengslum við hópinn er Áslaug Magnúsdóttir, forstöðumaður fjárfestinga Baugs í Bretlandi og Arndís Kristjánsdóttir. Hóparnir sem komust áfram hafa fullt leyfi til þess að vinna saman að tilboði í framhaldinu. Þeir hafa nú heimild til að kynna sér fyrirtækið frekar og gera bindandi tilboð í júlílok. Tilboðin verða síðan opnuð fyrir opnum tjöldum og verði minna en fimm prósenta munur innan hæstu tilboða munu menn fá að bjóða á ný innan dagsins. Sá sem býður hæst mun síðan setjast að samningaborði með einkavæðingarnefnd. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið „Klárum þetta með góðu partíi heima hjá mér í kvöld“ Atvinnulíf Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Viðskipti innlent Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Viðskipti innlent „Fer út í daginn uppfull af hundaknúsi“ Atvinnulíf Tengiltvinnari fyrir taugatrekkta Samstarf Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Viðskipti innlent Telur breytinguna ekki stuðla að því að fólk festist í húsnæði Neytendur Framlína heilbrigðisþjónustunnar kallar eftir liðsauka Samstarf Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Sjá meira
Tólf hópum fjárfesta hefur verið boðið að gera bindandi kauptilboð í Símann. Að þessum tólf hópum standa alls 34 fyrirtæki og einstaklingar. Fátt kemur á óvart varðandi innlendu hópana. Almenningur ehf. er ekki meðal tilboðsgjafa þótt félagið styðji tilboð fjárfestahóps sem inniheldur Burðarás, KEA, Talsímafélagið, Tryggingamiðstöðina og Ólaf Jóhann Ólafsson. KB banki tekur þátt í tilboð ásamt sjö öðrum fjárfestum, meðal annars Exista ehf. (sem áður hét Meiður), fyrirtæki Margeirs Péturssonar, MP verðbréfum, og fjórum stórum lífeyrissjóðum. Þá býður hópur sem í eru Atorka, Frosti Bergsson, Jón Helgi Guðmundsson í Bykó og bræðurnir Jón og Sturla Snorrasynir. Straumur gerir tilboð ásamt breska fjárfestingarbankanum Cinven. Þessir hópar munu hafa hug á að bjóða almennum fjárfestum bréf í Símanum að loknu útboðinu, en ekki er útlokað að fleiri hyggi á slíkt Íslandsbanki gerir tilboð í samvinnu við tvö bandarísk fjárfestingarfélög; Ripplewood og MidOcean. Ripplewood hefur meðal annars tekið þátt í fjárfestingum í fjarskiptageiranum, meðal annars með góðum árangri í Japan. Straumur fjárfestingarbanki vinnur með breskum fjárfestingarbanka Cinven að nafni. Íslenskt félag sem heitir D8 ehf. býður einnig í Símann ásamt Hellman og Friedman Europe Limited og Warburg Pincus LLC. Dagný Halldórsdóttir, sem er í forsvari fyrir D8, vildi ekki gefa það upp við Fréttablaðið í gær hverjir stæðu að félaginu ásamt sér. "Það eina sem þarf að koma fram er að þetta félag gerir tilboð," sagði hún í gær. Dagný er náskyld þeim Engeyingum, Benedikt og Einari Sveinssonum, en samkvæmt heimildum standa á bakvið D8 konur í atvinnulífinu. Dagný er fyrrverandi aðstoðarforstjóri Íslandssíma, en meðal þeirra sem nefndar hafa verið í tengslum við hópinn er Áslaug Magnúsdóttir, forstöðumaður fjárfestinga Baugs í Bretlandi og Arndís Kristjánsdóttir. Hóparnir sem komust áfram hafa fullt leyfi til þess að vinna saman að tilboði í framhaldinu. Þeir hafa nú heimild til að kynna sér fyrirtækið frekar og gera bindandi tilboð í júlílok. Tilboðin verða síðan opnuð fyrir opnum tjöldum og verði minna en fimm prósenta munur innan hæstu tilboða munu menn fá að bjóða á ný innan dagsins. Sá sem býður hæst mun síðan setjast að samningaborði með einkavæðingarnefnd.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið „Klárum þetta með góðu partíi heima hjá mér í kvöld“ Atvinnulíf Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Viðskipti innlent Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Viðskipti innlent „Fer út í daginn uppfull af hundaknúsi“ Atvinnulíf Tengiltvinnari fyrir taugatrekkta Samstarf Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Viðskipti innlent Telur breytinguna ekki stuðla að því að fólk festist í húsnæði Neytendur Framlína heilbrigðisþjónustunnar kallar eftir liðsauka Samstarf Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Sjá meira