Miami 3 - Detroit 4 7. júní 2005 00:01 Detroit Pistons stóðust pressuna náðu að sigra Miami Heat, 88-82 á útivelli í oddaleik í úrslitum austurdeildarinnar í nótt og mæta því San Antonio í lokaúrslitunum. Meistararnir voru skrefi á undan heimamönnum lengst af, en það var reynsla þeirra og yfirvegun sem tryggði þeim sigurinn í gær. Tapið hefur eflaust verið leikmönnum Miami ansi sárt, því mikil meiðsli höfðu áhrif á leik þeirra í síðustu leikjum og ómögulegt að segja hvernig hefði farið ef t.a.m. Dwayne Wade hefði geta beitt sér að fullu, því eftir að hafa sleppt sjötta leiknum, lék hann með í gær og skoraði 20 stig en var langt frá sínum leik vegna sársaukans. Sama má í raun segja um Shaquille O´Neal sem aldrei var á 100% keyrslu í úrslitakeppninni, en auk hans voru þeir Eddie Jones, Damon Jones og Udonis Haslem allir að berjast við þrálát meiðsli. Ekkert má þó taka frá meisturum Detroit Pistons, sem virðast aðlaga sig að hverjum andstæðingi fyrir sig og gera það sem þeir þurfa til að vinna. Yfirvegun meistaranna og reynsla skein í gegn í leik þeirra í gær, því þeir héldu haus þrátt fyrir góð áhlaup Miami á lokasprettinum og til marks um það hittu þeir Chauncey Billups og Rasheed Wallace úr öllum vítaskotum sínum á lokaaugnablikunum, sem kórónaði einbeitingu liðsins. "Svona gerum við þetta, svona gerum við þetta," hrópaði Rip Hamilton inni í búningsklefanum eftir leikinn og átti við seiglu meistaranna, sem virðast alltaf standast pressuna þegar mest á reynir. "Ég kem frá litlum bæ í Pennsylvania og það að vera á leið í annan úrslitaleikinn minn 27 ára gamall er ótrúleg tilfinning - það verður ekki miki betra," sagði Hamilton. Atkvæðamestir í liði Miami:Shaquille O´Neal 27 stig (9 frák), Dwayne Wade 20 stig, Udonis Haslem 13 stig (10 frák), Eddie Jones 10 stig (7 frák), Keyon Dooling 6 stig, Alonzo Mourning 5 stig.Atkvæðamestir hjá Detroit:Richard Hamilton 22 stig (7 stoðs), Rasheed Wallace 20 stig (7 frák), Chauncey Billups 18 stig (8 frák), Tayshaun Prince 13 stig (8 frák), Ben Wallace 8 stig (9 frák), Antonio McDyess 6 stig. NBA Mest lesið Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn „Heyri í mínum mönnum í FCK“ Fótbolti Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ Fótbolti Selvén aftur í Vestra Íslenski boltinn „Svekktur og stoltur á sama tíma“ Fótbolti Dagskráin í dag: Opna breska kvenna, Formúla 1 og enska C-deildin Sport Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Fótbolti Ólafur og Ásmundur kalla þetta gott með landsliðinu Fótbolti Fleiri fréttir Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Dagskráin í dag: Opna breska kvenna, Formúla 1 og enska C-deildin Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ „Heyri í mínum mönnum í FCK“ „Svekktur og stoltur á sama tíma“ „Sleikjum sárin í kvöld“ Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Ólafur og Ásmundur kalla þetta gott með landsliðinu Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Uppgjörið: Valur - Kauno Zalgiris 1-2 | Valsmenn úr leik KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu Uppgjörið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Barcelona heiðrar Kobe Bryant með sérstökum búningi Tónlist og partýstemming á Meistaramóti Íslands í tíu þúsund metrum Hafnaði Los Angeles og valdi frekar Vancouver McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu „Í þeirra augum er það skandall ef þeir detta út á móti KA“ Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Börsungar skoruðu sjö mörk í tíu marka leik Bætti fjórtán ára heimsmet um ótrúlega heila sekúndu Sjá meira
Detroit Pistons stóðust pressuna náðu að sigra Miami Heat, 88-82 á útivelli í oddaleik í úrslitum austurdeildarinnar í nótt og mæta því San Antonio í lokaúrslitunum. Meistararnir voru skrefi á undan heimamönnum lengst af, en það var reynsla þeirra og yfirvegun sem tryggði þeim sigurinn í gær. Tapið hefur eflaust verið leikmönnum Miami ansi sárt, því mikil meiðsli höfðu áhrif á leik þeirra í síðustu leikjum og ómögulegt að segja hvernig hefði farið ef t.a.m. Dwayne Wade hefði geta beitt sér að fullu, því eftir að hafa sleppt sjötta leiknum, lék hann með í gær og skoraði 20 stig en var langt frá sínum leik vegna sársaukans. Sama má í raun segja um Shaquille O´Neal sem aldrei var á 100% keyrslu í úrslitakeppninni, en auk hans voru þeir Eddie Jones, Damon Jones og Udonis Haslem allir að berjast við þrálát meiðsli. Ekkert má þó taka frá meisturum Detroit Pistons, sem virðast aðlaga sig að hverjum andstæðingi fyrir sig og gera það sem þeir þurfa til að vinna. Yfirvegun meistaranna og reynsla skein í gegn í leik þeirra í gær, því þeir héldu haus þrátt fyrir góð áhlaup Miami á lokasprettinum og til marks um það hittu þeir Chauncey Billups og Rasheed Wallace úr öllum vítaskotum sínum á lokaaugnablikunum, sem kórónaði einbeitingu liðsins. "Svona gerum við þetta, svona gerum við þetta," hrópaði Rip Hamilton inni í búningsklefanum eftir leikinn og átti við seiglu meistaranna, sem virðast alltaf standast pressuna þegar mest á reynir. "Ég kem frá litlum bæ í Pennsylvania og það að vera á leið í annan úrslitaleikinn minn 27 ára gamall er ótrúleg tilfinning - það verður ekki miki betra," sagði Hamilton. Atkvæðamestir í liði Miami:Shaquille O´Neal 27 stig (9 frák), Dwayne Wade 20 stig, Udonis Haslem 13 stig (10 frák), Eddie Jones 10 stig (7 frák), Keyon Dooling 6 stig, Alonzo Mourning 5 stig.Atkvæðamestir hjá Detroit:Richard Hamilton 22 stig (7 stoðs), Rasheed Wallace 20 stig (7 frák), Chauncey Billups 18 stig (8 frák), Tayshaun Prince 13 stig (8 frák), Ben Wallace 8 stig (9 frák), Antonio McDyess 6 stig.
NBA Mest lesið Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn „Heyri í mínum mönnum í FCK“ Fótbolti Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ Fótbolti Selvén aftur í Vestra Íslenski boltinn „Svekktur og stoltur á sama tíma“ Fótbolti Dagskráin í dag: Opna breska kvenna, Formúla 1 og enska C-deildin Sport Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Fótbolti Ólafur og Ásmundur kalla þetta gott með landsliðinu Fótbolti Fleiri fréttir Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Dagskráin í dag: Opna breska kvenna, Formúla 1 og enska C-deildin Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ „Heyri í mínum mönnum í FCK“ „Svekktur og stoltur á sama tíma“ „Sleikjum sárin í kvöld“ Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Ólafur og Ásmundur kalla þetta gott með landsliðinu Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Uppgjörið: Valur - Kauno Zalgiris 1-2 | Valsmenn úr leik KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu Uppgjörið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Barcelona heiðrar Kobe Bryant með sérstökum búningi Tónlist og partýstemming á Meistaramóti Íslands í tíu þúsund metrum Hafnaði Los Angeles og valdi frekar Vancouver McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu „Í þeirra augum er það skandall ef þeir detta út á móti KA“ Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Börsungar skoruðu sjö mörk í tíu marka leik Bætti fjórtán ára heimsmet um ótrúlega heila sekúndu Sjá meira