Miami 3 - Detroit 4 7. júní 2005 00:01 Detroit Pistons stóðust pressuna náðu að sigra Miami Heat, 88-82 á útivelli í oddaleik í úrslitum austurdeildarinnar í nótt og mæta því San Antonio í lokaúrslitunum. Meistararnir voru skrefi á undan heimamönnum lengst af, en það var reynsla þeirra og yfirvegun sem tryggði þeim sigurinn í gær. Tapið hefur eflaust verið leikmönnum Miami ansi sárt, því mikil meiðsli höfðu áhrif á leik þeirra í síðustu leikjum og ómögulegt að segja hvernig hefði farið ef t.a.m. Dwayne Wade hefði geta beitt sér að fullu, því eftir að hafa sleppt sjötta leiknum, lék hann með í gær og skoraði 20 stig en var langt frá sínum leik vegna sársaukans. Sama má í raun segja um Shaquille O´Neal sem aldrei var á 100% keyrslu í úrslitakeppninni, en auk hans voru þeir Eddie Jones, Damon Jones og Udonis Haslem allir að berjast við þrálát meiðsli. Ekkert má þó taka frá meisturum Detroit Pistons, sem virðast aðlaga sig að hverjum andstæðingi fyrir sig og gera það sem þeir þurfa til að vinna. Yfirvegun meistaranna og reynsla skein í gegn í leik þeirra í gær, því þeir héldu haus þrátt fyrir góð áhlaup Miami á lokasprettinum og til marks um það hittu þeir Chauncey Billups og Rasheed Wallace úr öllum vítaskotum sínum á lokaaugnablikunum, sem kórónaði einbeitingu liðsins. "Svona gerum við þetta, svona gerum við þetta," hrópaði Rip Hamilton inni í búningsklefanum eftir leikinn og átti við seiglu meistaranna, sem virðast alltaf standast pressuna þegar mest á reynir. "Ég kem frá litlum bæ í Pennsylvania og það að vera á leið í annan úrslitaleikinn minn 27 ára gamall er ótrúleg tilfinning - það verður ekki miki betra," sagði Hamilton. Atkvæðamestir í liði Miami:Shaquille O´Neal 27 stig (9 frák), Dwayne Wade 20 stig, Udonis Haslem 13 stig (10 frák), Eddie Jones 10 stig (7 frák), Keyon Dooling 6 stig, Alonzo Mourning 5 stig.Atkvæðamestir hjá Detroit:Richard Hamilton 22 stig (7 stoðs), Rasheed Wallace 20 stig (7 frák), Chauncey Billups 18 stig (8 frák), Tayshaun Prince 13 stig (8 frák), Ben Wallace 8 stig (9 frák), Antonio McDyess 6 stig. NBA Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti Fleiri fréttir Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Leiddi endurkomusigur gegn æskufélaginu í fyrsta leiknum „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Dagskráin í dag: Strákarnir okkar í París, lærisveinar Heimis og England í Serbíu Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Sjá meira
Detroit Pistons stóðust pressuna náðu að sigra Miami Heat, 88-82 á útivelli í oddaleik í úrslitum austurdeildarinnar í nótt og mæta því San Antonio í lokaúrslitunum. Meistararnir voru skrefi á undan heimamönnum lengst af, en það var reynsla þeirra og yfirvegun sem tryggði þeim sigurinn í gær. Tapið hefur eflaust verið leikmönnum Miami ansi sárt, því mikil meiðsli höfðu áhrif á leik þeirra í síðustu leikjum og ómögulegt að segja hvernig hefði farið ef t.a.m. Dwayne Wade hefði geta beitt sér að fullu, því eftir að hafa sleppt sjötta leiknum, lék hann með í gær og skoraði 20 stig en var langt frá sínum leik vegna sársaukans. Sama má í raun segja um Shaquille O´Neal sem aldrei var á 100% keyrslu í úrslitakeppninni, en auk hans voru þeir Eddie Jones, Damon Jones og Udonis Haslem allir að berjast við þrálát meiðsli. Ekkert má þó taka frá meisturum Detroit Pistons, sem virðast aðlaga sig að hverjum andstæðingi fyrir sig og gera það sem þeir þurfa til að vinna. Yfirvegun meistaranna og reynsla skein í gegn í leik þeirra í gær, því þeir héldu haus þrátt fyrir góð áhlaup Miami á lokasprettinum og til marks um það hittu þeir Chauncey Billups og Rasheed Wallace úr öllum vítaskotum sínum á lokaaugnablikunum, sem kórónaði einbeitingu liðsins. "Svona gerum við þetta, svona gerum við þetta," hrópaði Rip Hamilton inni í búningsklefanum eftir leikinn og átti við seiglu meistaranna, sem virðast alltaf standast pressuna þegar mest á reynir. "Ég kem frá litlum bæ í Pennsylvania og það að vera á leið í annan úrslitaleikinn minn 27 ára gamall er ótrúleg tilfinning - það verður ekki miki betra," sagði Hamilton. Atkvæðamestir í liði Miami:Shaquille O´Neal 27 stig (9 frák), Dwayne Wade 20 stig, Udonis Haslem 13 stig (10 frák), Eddie Jones 10 stig (7 frák), Keyon Dooling 6 stig, Alonzo Mourning 5 stig.Atkvæðamestir hjá Detroit:Richard Hamilton 22 stig (7 stoðs), Rasheed Wallace 20 stig (7 frák), Chauncey Billups 18 stig (8 frák), Tayshaun Prince 13 stig (8 frák), Ben Wallace 8 stig (9 frák), Antonio McDyess 6 stig.
NBA Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti Fleiri fréttir Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Leiddi endurkomusigur gegn æskufélaginu í fyrsta leiknum „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Dagskráin í dag: Strákarnir okkar í París, lærisveinar Heimis og England í Serbíu Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Sjá meira