San Antonio 1 - Detroit 0 10. júní 2005 00:01 Manu Ginobili stal senunni í fyrsta úrslitaleik San Antonio og Detroit á fimmtudagskvöldið, þegar hann skoraði 15 af 26 stigum sínum í fjórða leikhlutanum og var maðurinn á bak við góðan sigur heimamanna, 84-69. Detroit byrjaði vel í leiknum og náði ágætri forystu í snemma, sem þeir héldu fram í síðari hálfleikinn. Þá var hinsvegar komið að þætti Ginobili, sem hitti úr 9 af 10 skotum sínum í hálfleiknum, ýmist úr gegnumbrotum eða langskotum. Tim Duncan átti einnig góðan leik fyrir San Antonio og skoraði 24 stig og hirti 17 fráköst. Tony Parker bætti við 15 stigum og olli varnarmönnum Detroit vandræðum með hraða sínum, rétt eins og Ginobili, sem keyrði óhræddur inn í teig Pistons hvað eftir annað. "Ég náði mér ekki á strik í fyrri hálfleiknum og vildi því reyna að vera grimmari í þeim síðari. Það tókst og ég fékk fljótlega á tilfinninguna að ég gæti ekki misst marks. Þetta eru úrslitin og þar verður maður að tjalda öllu. Ég gerði það svo sannarlega í kvöld og ég held að þetta hafi verið einn af mínum bestu leikjum í vetur," sagði Argentínumaðurinn knái. Stigaskorið í leiknum var það fjórða lægsta í úrslitakeppninni frá upphafi, en báðum liðum var mikið í mun að láta til sín taka í varnarleiknum, sem er þeirra sterkasta hlið. Tim Duncan viðurkenndi að hann og félagar hans hefðu verið dálítið ryðgaðir í byrjun, en sagði þá verða fljóta að hrista það af sér. "Við vissum að þetta yrði mikill baráttuleikur, því þeir eru gríðarlega sterkt varnarlið. Við vorum dálítla stund að koma okkur í gang, því við höfum ekki spilað svo lengi og mér fannst fyrri hálfleikurinn bera þess glögglega merki. Ég kúðraði troðslu og það var dálítið til marks um það hvað við vorum ryðgaðir. Síðan lét ég leikinn bara koma til mín hægt og rólega," sagði Duncan. "Við spiluðum hörkuvörn í síðari hálfleiknum og gerðum það sem við þurftum að gera til að vinna. Ég á hinsvegar ekki orð yfir því hvernig Manu spilaði í sókninni undir lokin. Hann var ótrúlegur," sagði Gregg Popovich, þjálfari San Antonio. DETROITSAN ANTONIOStig6984Skot/skot reynd29-77 (.377)34-79 (.430)3ja stiga skot/skot reynd1-6 (.167)4-13 (.308)Vítanýting10-14 (.714)12-15 (.800)Fráköst (sókn/heildar)11-3515-49Stoðsendingar1512Tapaðir boltar1215Stolnir boltar123Varin skot108Stig úr hraðaupphlaupum128Villur (Tækni/ásetnings)19 (1/0)17 (0/0)Stærsta forysta í leik (stig)1317Atkvæðamestir hjá San Antonio:Manu Ginobili 26 stig (9 frák), Tim Duncan 24 stig (17 frák), Tony Parker 15 stig, Nazr Mohammed 10 stig (7 frák), Robert Horry 7 stig, Glenn Robinson 2 stig (3 varin, lék 6 mínútur).Atkvæðamestir hjá Detroit:Chauncey Billups 25 stig (6 stoðs), Rip Hamilton 14 stig, Tayshaun Prince 11 stig, Rasheed Wallace 6 stig (8 frák), Ben Wallace 5 stig (7 frák), Antonio McDyess 2 stig (7 frák), Lindsay Hunter 2 stig, Carlos Arroyo 2 stig, Darvin Ham 2 stig. NBA Mest lesið Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn „Skandall“ í gær en uppselt í dag Fótbolti Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Handbolti Fleiri fréttir „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit „Skandall“ í gær en uppselt í dag Ljóst hver stýrir Sveindísi eftir landsleikina Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Dagskráin: Keflavík og Grindavík geta komist í 2-0 og tímataka F1 í Japan Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ „Mæti honum með bros á vör“ „Þú ert með góða taktíska greiningu og þetta gekk upp“ Barcelona fagnaði sigri innan og utan vallar í vikunni Hamar/Þór og KR byrja vel í úrslitakeppninni um laust sæti í Bónus Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Úrslitakeppnin klár í Olís deild kvenna Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle Uppgjör: ÍR-Grótta 31-26 | ÍR sendi Gróttuna niður í Grillið Janus Daði og félagar slógu PSG út úr Meistaradeildinni FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Kristján Örn og félagar töpuðu stigi í Íslendingaslag Tryggvi og félagar sendu Ólaf í sumarfrí Sjá meira
Manu Ginobili stal senunni í fyrsta úrslitaleik San Antonio og Detroit á fimmtudagskvöldið, þegar hann skoraði 15 af 26 stigum sínum í fjórða leikhlutanum og var maðurinn á bak við góðan sigur heimamanna, 84-69. Detroit byrjaði vel í leiknum og náði ágætri forystu í snemma, sem þeir héldu fram í síðari hálfleikinn. Þá var hinsvegar komið að þætti Ginobili, sem hitti úr 9 af 10 skotum sínum í hálfleiknum, ýmist úr gegnumbrotum eða langskotum. Tim Duncan átti einnig góðan leik fyrir San Antonio og skoraði 24 stig og hirti 17 fráköst. Tony Parker bætti við 15 stigum og olli varnarmönnum Detroit vandræðum með hraða sínum, rétt eins og Ginobili, sem keyrði óhræddur inn í teig Pistons hvað eftir annað. "Ég náði mér ekki á strik í fyrri hálfleiknum og vildi því reyna að vera grimmari í þeim síðari. Það tókst og ég fékk fljótlega á tilfinninguna að ég gæti ekki misst marks. Þetta eru úrslitin og þar verður maður að tjalda öllu. Ég gerði það svo sannarlega í kvöld og ég held að þetta hafi verið einn af mínum bestu leikjum í vetur," sagði Argentínumaðurinn knái. Stigaskorið í leiknum var það fjórða lægsta í úrslitakeppninni frá upphafi, en báðum liðum var mikið í mun að láta til sín taka í varnarleiknum, sem er þeirra sterkasta hlið. Tim Duncan viðurkenndi að hann og félagar hans hefðu verið dálítið ryðgaðir í byrjun, en sagði þá verða fljóta að hrista það af sér. "Við vissum að þetta yrði mikill baráttuleikur, því þeir eru gríðarlega sterkt varnarlið. Við vorum dálítla stund að koma okkur í gang, því við höfum ekki spilað svo lengi og mér fannst fyrri hálfleikurinn bera þess glögglega merki. Ég kúðraði troðslu og það var dálítið til marks um það hvað við vorum ryðgaðir. Síðan lét ég leikinn bara koma til mín hægt og rólega," sagði Duncan. "Við spiluðum hörkuvörn í síðari hálfleiknum og gerðum það sem við þurftum að gera til að vinna. Ég á hinsvegar ekki orð yfir því hvernig Manu spilaði í sókninni undir lokin. Hann var ótrúlegur," sagði Gregg Popovich, þjálfari San Antonio. DETROITSAN ANTONIOStig6984Skot/skot reynd29-77 (.377)34-79 (.430)3ja stiga skot/skot reynd1-6 (.167)4-13 (.308)Vítanýting10-14 (.714)12-15 (.800)Fráköst (sókn/heildar)11-3515-49Stoðsendingar1512Tapaðir boltar1215Stolnir boltar123Varin skot108Stig úr hraðaupphlaupum128Villur (Tækni/ásetnings)19 (1/0)17 (0/0)Stærsta forysta í leik (stig)1317Atkvæðamestir hjá San Antonio:Manu Ginobili 26 stig (9 frák), Tim Duncan 24 stig (17 frák), Tony Parker 15 stig, Nazr Mohammed 10 stig (7 frák), Robert Horry 7 stig, Glenn Robinson 2 stig (3 varin, lék 6 mínútur).Atkvæðamestir hjá Detroit:Chauncey Billups 25 stig (6 stoðs), Rip Hamilton 14 stig, Tayshaun Prince 11 stig, Rasheed Wallace 6 stig (8 frák), Ben Wallace 5 stig (7 frák), Antonio McDyess 2 stig (7 frák), Lindsay Hunter 2 stig, Carlos Arroyo 2 stig, Darvin Ham 2 stig.
NBA Mest lesið Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn „Skandall“ í gær en uppselt í dag Fótbolti Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Handbolti Fleiri fréttir „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit „Skandall“ í gær en uppselt í dag Ljóst hver stýrir Sveindísi eftir landsleikina Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Dagskráin: Keflavík og Grindavík geta komist í 2-0 og tímataka F1 í Japan Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ „Mæti honum með bros á vör“ „Þú ert með góða taktíska greiningu og þetta gekk upp“ Barcelona fagnaði sigri innan og utan vallar í vikunni Hamar/Þór og KR byrja vel í úrslitakeppninni um laust sæti í Bónus Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Úrslitakeppnin klár í Olís deild kvenna Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle Uppgjör: ÍR-Grótta 31-26 | ÍR sendi Gróttuna niður í Grillið Janus Daði og félagar slógu PSG út úr Meistaradeildinni FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Kristján Örn og félagar töpuðu stigi í Íslendingaslag Tryggvi og félagar sendu Ólaf í sumarfrí Sjá meira