Slíta öllu samstarfi við ráðherra 15. júní 2005 00:01 Kennarasambandið hefur slitið öllu samstarfi við menntamálaráðherra um að stytta námstíma til stúdentsprófs. Formaður Kennarasambandsins segir að með þessu sé verið að mótmæla afskiptaleysi ráðherra sem hvorki ræði við kennara né svari ósk þeirra um viðræður vegna áformanna. Eiríkur Jónsson, formaður Kennarasambands Íslands, segir að árangurslaust hafi verið leitað eftir viðræðum og viðbrögðum Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur menntamálaráðherra við sjónarmiðum sambandsins vegna áforma um að stytta námstíma til stúdentsprófs. Eiríkur segir að Þorgerður Katrín hafi ekki séð ástæðu til að svara nokkru og á meðan það ástand vari hafi henni verið sent bréf í gær þar sem tilkynnt er að Kennarasambandið og aðildarfélög þess dragi sig út úr öllu samstarfi vegna breytinga á stúdentsprófinu. „Við höfum ítrekað reynt að fá fund með ráðherra til að ræða okkar sjónarmið og koma þeim á framfæri. Ráðherra hefur ekki séð sér fært að hitta okkur. Við höfum fengið að hitta embættismenn á fundi sem lofuðu okkur að koma okkar sjónarmiðum á framfæri við ráðherra og lofuðu því jafnframt að við myndum fá viðbrögð. Þau viðbrögð höfum við ekki fengið þannig að þetta virðist vera einhliða frá henni og við sjáum ekki ástæðu til þess að setja okkar fólk í vinnu hjá ráðherra sem vill ekki hlusta á okkur,“ segir Eiríkur. Hann segir þessi vinnubrögð einsdæmi. „Ég er búinn að vera í forystusveit kennara í um 20 ár. Við höfum alltaf getað fengið fund með ráðherra til þess að koma okkar sjónarmiðum á framfæri en þarna er ráðherra sem hvorki vill hlusta á okkur eða taka mark á okkur og þá sjáum við ekki ástæðu til þess að eiga samstarf við slíkan ráðherra.“ Formaður Kennarasambands Íslands bendir meðal annars á að eitt af aðildarfélögum sambandsins hafi óskað eftir fundi með ráðherra í febrúar í fyrra en ráðherra hafi ekki enn séð ástæðu til að svara því erindi. Hann segir í raun og veru sé verið að mótmæla afskiptaleysi ráðherra en ekki sé verið að segja að Kennarasambandið eigi að stjórna ráðherranum. Eiríkur nefnir Björn Bjarnason sem dæmi. Hægt hafi verið að hringja í hann eða skrifstofu hans og fundað hafi verið samdægurs eða daginn eftir. Erindi sambandsins hafi ekki alltaf náð í gegn en hlustað hafi verið á forsvarsmenn þess og rökrætt hafi verið um hlutina. Núverandi menntamálaráðherra hafi greinilega aðra skoðun og vilji hvorki hlusta á sambandið né taka á því mark. Ekki náðist í Þorgerði Katrínu sem er stödd á fundi í Kaupmannahöfn. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt að tuttugu stiga hiti Veður Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Segir Heimildarmenn hafa njósnað um son hans Innlent Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Innlent Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Fleiri fréttir Segir Heimildarmenn hafa njósnað um son hans Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Sjá meira
Kennarasambandið hefur slitið öllu samstarfi við menntamálaráðherra um að stytta námstíma til stúdentsprófs. Formaður Kennarasambandsins segir að með þessu sé verið að mótmæla afskiptaleysi ráðherra sem hvorki ræði við kennara né svari ósk þeirra um viðræður vegna áformanna. Eiríkur Jónsson, formaður Kennarasambands Íslands, segir að árangurslaust hafi verið leitað eftir viðræðum og viðbrögðum Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur menntamálaráðherra við sjónarmiðum sambandsins vegna áforma um að stytta námstíma til stúdentsprófs. Eiríkur segir að Þorgerður Katrín hafi ekki séð ástæðu til að svara nokkru og á meðan það ástand vari hafi henni verið sent bréf í gær þar sem tilkynnt er að Kennarasambandið og aðildarfélög þess dragi sig út úr öllu samstarfi vegna breytinga á stúdentsprófinu. „Við höfum ítrekað reynt að fá fund með ráðherra til að ræða okkar sjónarmið og koma þeim á framfæri. Ráðherra hefur ekki séð sér fært að hitta okkur. Við höfum fengið að hitta embættismenn á fundi sem lofuðu okkur að koma okkar sjónarmiðum á framfæri við ráðherra og lofuðu því jafnframt að við myndum fá viðbrögð. Þau viðbrögð höfum við ekki fengið þannig að þetta virðist vera einhliða frá henni og við sjáum ekki ástæðu til þess að setja okkar fólk í vinnu hjá ráðherra sem vill ekki hlusta á okkur,“ segir Eiríkur. Hann segir þessi vinnubrögð einsdæmi. „Ég er búinn að vera í forystusveit kennara í um 20 ár. Við höfum alltaf getað fengið fund með ráðherra til þess að koma okkar sjónarmiðum á framfæri en þarna er ráðherra sem hvorki vill hlusta á okkur eða taka mark á okkur og þá sjáum við ekki ástæðu til þess að eiga samstarf við slíkan ráðherra.“ Formaður Kennarasambands Íslands bendir meðal annars á að eitt af aðildarfélögum sambandsins hafi óskað eftir fundi með ráðherra í febrúar í fyrra en ráðherra hafi ekki enn séð ástæðu til að svara því erindi. Hann segir í raun og veru sé verið að mótmæla afskiptaleysi ráðherra en ekki sé verið að segja að Kennarasambandið eigi að stjórna ráðherranum. Eiríkur nefnir Björn Bjarnason sem dæmi. Hægt hafi verið að hringja í hann eða skrifstofu hans og fundað hafi verið samdægurs eða daginn eftir. Erindi sambandsins hafi ekki alltaf náð í gegn en hlustað hafi verið á forsvarsmenn þess og rökrætt hafi verið um hlutina. Núverandi menntamálaráðherra hafi greinilega aðra skoðun og vilji hvorki hlusta á sambandið né taka á því mark. Ekki náðist í Þorgerði Katrínu sem er stödd á fundi í Kaupmannahöfn.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt að tuttugu stiga hiti Veður Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Segir Heimildarmenn hafa njósnað um son hans Innlent Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Innlent Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Fleiri fréttir Segir Heimildarmenn hafa njósnað um son hans Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Sjá meira