Íslenska er meira smooth Þórgunnur Oddsdóttir skrifar 15. júní 2005 00:01 Á dögunum kom á markað nýr skyrdrykkur frá Norðurmjólk. Einlægir aðdáendur KEA-skyrsins biðu spenntir eftir nýja drykknum og margir urðu fyrir vonbrygðum þegar þeir sáu hvaða heiti hann hafði hlotið. Drykkurinn heitir Smoothie - sagt og skrifað upp á enska tungu og ískensk málnefnd fékk gæsahúð. Ef eitthvað er að marka umræðuna er íslensk málnefnd ekki ein um að vera ósátt við nafnið. Það eru nefnilega ýmsir aðrir sem eiga erfittt með að kyngja einhverju sem á að vera íslenskt en heitir samt Smoothie. Nú má ekki misskilja og halda að hér fari á eftir fasískur áróður í garð enskuslettna. Enskuslettur eru gagnlegar til síns brúks og mér dettur ekki í hug að stinga upp á því að við förum að kalla Húsavíkur jógúrt, júgurð eða sektum alla sem segja pítsa en ekki flatbaka. Hins vegar er algjör óþarfi að klína einhverju útlensku heiti á eins alíslenska vöru og skyr. Vöru sem er búin til á Íslandi, úr íslensku hráefni fyrir Íslendinga. Það er bara alveg út í hött! Það hefði ábyggilega mátt finna gott nafn á drykkinn - orð sem passar betur inn í málið en Smoothie. Hvaða kyn er t.d. Smoothie? Drekkur maður Smúþíinn eða Smúþíið? Hvernig er Smoothie í fleirtölu? Kaupir maður tvo Smúþía, tvö Smúþí eða tvær Smúþíur? Orðið Smúþí fellur illa að íslensku máli og skánar ekki einu sinni þótt maður reyni að skrifa það upp á íslenska vísu. Þetta virðist því vera hálfgert klúður hjá norðanmönnum og því miður er of seint og taka það til baka. Íslendingar eiga það til að snobba einum of mikið fyrir útlenskunni og stundum fær maður á tilfinninguna að hlutirnir þyki ekki hipp og kúl (afsakið sletturnar) nema þeir heiti einhverju útlensku nafni. Það er t.d. í tísku núna að láta fyrirtæki heita eitthvað sem endar á -group. Minnir svolítið á það þegar allt þurfti að heita punktur is um árið (þar erum við einmitt komin að nafninu á hinni skyrdrykkjategundinni en það er ekki til umræðu hér). Vissulega geta íslensk nöfn verið til travala á alþjóða markaði. Þannig væri vel skiljanlegt að ráðamenn Norðurmjólkur kysu að hafa erlent heiti á skyrdrykknum ef ætlunin væri að sækja á erlendan markað. Sú er hins vegar ekki raunin. Smoothie er ætlaður fyrir íslenskan markað og íslenska neytendur og ekki stendur til að flytja hann úr landi. Þegar íslensk málnefnd gerði athugasemd við nafnið sögðu forráðamenn Norðurmjólkur að ætlunin væri að höfða til ungs fólks og þess vegna hefði verið ákveðið að halda Smoothie nafninu. Er ekki dálítið lítið gert úr ungu fólki ef það er gengið að því sem vísu að það kaupi frekar vörur með útlensku nafni heldur en íslensku? Getur virkilega verið að Íslendingar séu svo ginkeyptir fyrir öllu sem kemur að utan að útlenskt ónefni eitt og sér sé nóg til þess að þeir stökkvi á vöruna og kaupi hana? Nafnið á drykknum er ekki það eina sem fer fyrir brjóstið á unnendum íslenskrar tungu. Umbúðirnar eru þannig úr garði gerðar að hægt er að taka pappann af og á bakhliðinni má finna leiðbeiningar fyrir líkamsæfingar. Ekkert út að það að setja enda um að gera að hvetja fólk til að hreyfa sig meira. Hins vegar er til háborinnar skammar að í þessum örstutta texta sem kennir fólki hvernig á að gera magaæfingar er allt morandi í stafsetningarvillum. Þar er manni sagt að hreyfa fæturnar (með r-i) og spenna magavöðvanna (með tveimur n-um) svo fátt eitt sé nefnt. Maður hefið ímyndað sér að þegar farið væri af stað með nýja vöru sem kostar milljónir í markaðssetningu mætti kannski eyða svona eins og 5000 kalli í prófarkalestur. Það virðist hins vegar hafa gleymst og fyrir vikið verður drykkurinn enn þá klúðurslegri. Eiginlega bara hlægilegur. Það skýtur svolítið skökku við að eina andsvarið sem Norðurmjólk getur komið með við vinsæla skyrdrykknum frá MS heiti útlensku ónefni og sé pakkað í umbúðir sem iða af stafsetningarvillum. MS hefur í gegnum árin verið dyggur málsvari íslenskrar tungu. Flestum landsmönnum er kunnugt íslenskuátak MS sem felst í alls konar aðgerðum er beinast að því að efla íslenska tungu. Kannski sitja þeir einmitt núna á skrifstofum sínum á Bitruhálsi og dunda sér við að laga villurnar á Smoothie umbúðunum með rauðum penna. Hugsa að þeir brosi alla vega út í annað. Á Íslandi er töluð íslenska og þótt við tölum um kók, pepsí, pestó, pasta, kornflex, banana, pítsur og pepperóní þá eigum við enn að velja íslensk heiti á þá hluti sem eru þróaðir og framleiddir á íslandi, úr íslensku hráefni, handa Íslendingum. Útlenskar umbúðir utan um íslenskar vörur á íslenskum markaði passa bara ekki. Það er ekki “smooth”.Þórgunnur Oddsdóttir - thorgunnur@frettabladid.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gestapennar Í brennidepli Þórgunnur Oddsdóttir Mest lesið Halldór 8.11.25 Halldór Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum martha árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Á dögunum kom á markað nýr skyrdrykkur frá Norðurmjólk. Einlægir aðdáendur KEA-skyrsins biðu spenntir eftir nýja drykknum og margir urðu fyrir vonbrygðum þegar þeir sáu hvaða heiti hann hafði hlotið. Drykkurinn heitir Smoothie - sagt og skrifað upp á enska tungu og ískensk málnefnd fékk gæsahúð. Ef eitthvað er að marka umræðuna er íslensk málnefnd ekki ein um að vera ósátt við nafnið. Það eru nefnilega ýmsir aðrir sem eiga erfittt með að kyngja einhverju sem á að vera íslenskt en heitir samt Smoothie. Nú má ekki misskilja og halda að hér fari á eftir fasískur áróður í garð enskuslettna. Enskuslettur eru gagnlegar til síns brúks og mér dettur ekki í hug að stinga upp á því að við förum að kalla Húsavíkur jógúrt, júgurð eða sektum alla sem segja pítsa en ekki flatbaka. Hins vegar er algjör óþarfi að klína einhverju útlensku heiti á eins alíslenska vöru og skyr. Vöru sem er búin til á Íslandi, úr íslensku hráefni fyrir Íslendinga. Það er bara alveg út í hött! Það hefði ábyggilega mátt finna gott nafn á drykkinn - orð sem passar betur inn í málið en Smoothie. Hvaða kyn er t.d. Smoothie? Drekkur maður Smúþíinn eða Smúþíið? Hvernig er Smoothie í fleirtölu? Kaupir maður tvo Smúþía, tvö Smúþí eða tvær Smúþíur? Orðið Smúþí fellur illa að íslensku máli og skánar ekki einu sinni þótt maður reyni að skrifa það upp á íslenska vísu. Þetta virðist því vera hálfgert klúður hjá norðanmönnum og því miður er of seint og taka það til baka. Íslendingar eiga það til að snobba einum of mikið fyrir útlenskunni og stundum fær maður á tilfinninguna að hlutirnir þyki ekki hipp og kúl (afsakið sletturnar) nema þeir heiti einhverju útlensku nafni. Það er t.d. í tísku núna að láta fyrirtæki heita eitthvað sem endar á -group. Minnir svolítið á það þegar allt þurfti að heita punktur is um árið (þar erum við einmitt komin að nafninu á hinni skyrdrykkjategundinni en það er ekki til umræðu hér). Vissulega geta íslensk nöfn verið til travala á alþjóða markaði. Þannig væri vel skiljanlegt að ráðamenn Norðurmjólkur kysu að hafa erlent heiti á skyrdrykknum ef ætlunin væri að sækja á erlendan markað. Sú er hins vegar ekki raunin. Smoothie er ætlaður fyrir íslenskan markað og íslenska neytendur og ekki stendur til að flytja hann úr landi. Þegar íslensk málnefnd gerði athugasemd við nafnið sögðu forráðamenn Norðurmjólkur að ætlunin væri að höfða til ungs fólks og þess vegna hefði verið ákveðið að halda Smoothie nafninu. Er ekki dálítið lítið gert úr ungu fólki ef það er gengið að því sem vísu að það kaupi frekar vörur með útlensku nafni heldur en íslensku? Getur virkilega verið að Íslendingar séu svo ginkeyptir fyrir öllu sem kemur að utan að útlenskt ónefni eitt og sér sé nóg til þess að þeir stökkvi á vöruna og kaupi hana? Nafnið á drykknum er ekki það eina sem fer fyrir brjóstið á unnendum íslenskrar tungu. Umbúðirnar eru þannig úr garði gerðar að hægt er að taka pappann af og á bakhliðinni má finna leiðbeiningar fyrir líkamsæfingar. Ekkert út að það að setja enda um að gera að hvetja fólk til að hreyfa sig meira. Hins vegar er til háborinnar skammar að í þessum örstutta texta sem kennir fólki hvernig á að gera magaæfingar er allt morandi í stafsetningarvillum. Þar er manni sagt að hreyfa fæturnar (með r-i) og spenna magavöðvanna (með tveimur n-um) svo fátt eitt sé nefnt. Maður hefið ímyndað sér að þegar farið væri af stað með nýja vöru sem kostar milljónir í markaðssetningu mætti kannski eyða svona eins og 5000 kalli í prófarkalestur. Það virðist hins vegar hafa gleymst og fyrir vikið verður drykkurinn enn þá klúðurslegri. Eiginlega bara hlægilegur. Það skýtur svolítið skökku við að eina andsvarið sem Norðurmjólk getur komið með við vinsæla skyrdrykknum frá MS heiti útlensku ónefni og sé pakkað í umbúðir sem iða af stafsetningarvillum. MS hefur í gegnum árin verið dyggur málsvari íslenskrar tungu. Flestum landsmönnum er kunnugt íslenskuátak MS sem felst í alls konar aðgerðum er beinast að því að efla íslenska tungu. Kannski sitja þeir einmitt núna á skrifstofum sínum á Bitruhálsi og dunda sér við að laga villurnar á Smoothie umbúðunum með rauðum penna. Hugsa að þeir brosi alla vega út í annað. Á Íslandi er töluð íslenska og þótt við tölum um kók, pepsí, pestó, pasta, kornflex, banana, pítsur og pepperóní þá eigum við enn að velja íslensk heiti á þá hluti sem eru þróaðir og framleiddir á íslandi, úr íslensku hráefni, handa Íslendingum. Útlenskar umbúðir utan um íslenskar vörur á íslenskum markaði passa bara ekki. Það er ekki “smooth”.Þórgunnur Oddsdóttir - thorgunnur@frettabladid.is
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar