Sammála en greinir á um aðferðir 18. júní 2005 00:01 Stjórnarandstaðan er sammála forsætisráðherra um að tímabært sé að stokka upp í stjórnsýslunni. Samfylkingin leggur til fækkun úr þrettán ráðuneytum í níu en Vinstri-grænir telja réttast að hver ríkisstjórn ráði því hvernig starfsfólki og ráðuneytum sé raðað niður hverju sinni. Til stendur að hefja endurskipulagningu stjórnsýslunnar í haust og ljúka því starfi fyrir lok kjörtímabilsins. Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra greindi frá þessu í ræðu sinni í gær og Árni Magnússon félagsmálaráðherra sagði málið hafa verið rætt í ríkisstjórn og þar væri samstaða um þörfina á breytingum. Hann leggur sjálfur til að ráðuneytum verði fækkað í sex en ekki er enn ljóst hversu langt verður gengið í þá átt. En er stjórnarandstaðan sammála því að tímabært sé að stokka upp í stjórnsýslunni? Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, segist sammála því, og þó fyrr hefði verið. Hún segir stjórnsýsluna hafa allt of lengi verið í sömu skorðum og endurspegli engan veginn það samfélag sem við búum í í dag. „Lögin um stjórnarráð Íslands eru frá 1969 og það má heita að stjórnarráðið og skipan þess hafi að mestu leyti verið óbreytt síðan þá. Menn geta rétt ímyndað sér hvernig væri umhorfs í fyrirtækjum landsins ef deildaskipting og fyrirkomulag í þeim hefði verið með óbreyttum hætti frá 1969,“ segir Ingibjörg Sólrún. Katrín Jakobsdóttir, varaformaður Vinstri-grænna, segist telja það praktískt mál hverju sinni hvernig maður raði sínu starfsliði og ágætt sé að endurskipuleggja það reglulega. Mestu máli skipti hins vegar að kerfið minnki eitthvað um leið; að það haldi ekki sömu umsvifum þó að mönnunum fækki. Aðspurð hversu langt eigi að ganga í að fækka og sameina segir Ingibjörg Sólrún að framtíðarhópur Samfylkingarinnar hafi nýverið lagt til að ráðuneytunum yrði fækkað úr þrettán í níu og telur hún þá tillögu mjög raunhæfa. Katrín segir þetta eiga að vera í sjálfsvald hverrar ríkisstjórnar sett. Hún segist halda að ástæðan fyrir því að þetta sé sett fram núna sé vegna umræðunnar um stjórnsýsluhætti ríkisstjórnarinnar. „Þetta er náttúrlega mál mjög líklegt til vinsælda, að fækka ráðherrum, og kemur beint í kjölfarið á umræðu um stjórnsýsluhætti þessarar ríkisstjórnar, Framsóknarflokksins og forsætisráðherra, þannig að það kemur mér ekkert á óvart að þetta komi fram núna,“ segir Katrín. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent Segir Heimildarmenn hafa njósnað um son hans Innlent „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt að tuttugu stiga hiti Veður Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Innlent Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Fleiri fréttir Segir Heimildarmenn hafa njósnað um son hans Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Sjá meira
Stjórnarandstaðan er sammála forsætisráðherra um að tímabært sé að stokka upp í stjórnsýslunni. Samfylkingin leggur til fækkun úr þrettán ráðuneytum í níu en Vinstri-grænir telja réttast að hver ríkisstjórn ráði því hvernig starfsfólki og ráðuneytum sé raðað niður hverju sinni. Til stendur að hefja endurskipulagningu stjórnsýslunnar í haust og ljúka því starfi fyrir lok kjörtímabilsins. Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra greindi frá þessu í ræðu sinni í gær og Árni Magnússon félagsmálaráðherra sagði málið hafa verið rætt í ríkisstjórn og þar væri samstaða um þörfina á breytingum. Hann leggur sjálfur til að ráðuneytum verði fækkað í sex en ekki er enn ljóst hversu langt verður gengið í þá átt. En er stjórnarandstaðan sammála því að tímabært sé að stokka upp í stjórnsýslunni? Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, segist sammála því, og þó fyrr hefði verið. Hún segir stjórnsýsluna hafa allt of lengi verið í sömu skorðum og endurspegli engan veginn það samfélag sem við búum í í dag. „Lögin um stjórnarráð Íslands eru frá 1969 og það má heita að stjórnarráðið og skipan þess hafi að mestu leyti verið óbreytt síðan þá. Menn geta rétt ímyndað sér hvernig væri umhorfs í fyrirtækjum landsins ef deildaskipting og fyrirkomulag í þeim hefði verið með óbreyttum hætti frá 1969,“ segir Ingibjörg Sólrún. Katrín Jakobsdóttir, varaformaður Vinstri-grænna, segist telja það praktískt mál hverju sinni hvernig maður raði sínu starfsliði og ágætt sé að endurskipuleggja það reglulega. Mestu máli skipti hins vegar að kerfið minnki eitthvað um leið; að það haldi ekki sömu umsvifum þó að mönnunum fækki. Aðspurð hversu langt eigi að ganga í að fækka og sameina segir Ingibjörg Sólrún að framtíðarhópur Samfylkingarinnar hafi nýverið lagt til að ráðuneytunum yrði fækkað úr þrettán í níu og telur hún þá tillögu mjög raunhæfa. Katrín segir þetta eiga að vera í sjálfsvald hverrar ríkisstjórnar sett. Hún segist halda að ástæðan fyrir því að þetta sé sett fram núna sé vegna umræðunnar um stjórnsýsluhætti ríkisstjórnarinnar. „Þetta er náttúrlega mál mjög líklegt til vinsælda, að fækka ráðherrum, og kemur beint í kjölfarið á umræðu um stjórnsýsluhætti þessarar ríkisstjórnar, Framsóknarflokksins og forsætisráðherra, þannig að það kemur mér ekkert á óvart að þetta komi fram núna,“ segir Katrín.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent Segir Heimildarmenn hafa njósnað um son hans Innlent „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt að tuttugu stiga hiti Veður Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Innlent Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Fleiri fréttir Segir Heimildarmenn hafa njósnað um son hans Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Sjá meira