San Antonio 3 - Detroit 2 20. júní 2005 00:01 Fyrstu fjórir leikirnir í einvígi San Antonio og Detroit voru lítið spennandi og unnust að jafnaði með um 20 stigum. Það var því aðeins tímaspursmál hvenær dramatíkin hæfist í einvíginu og það var vel við hæfi að Robert Horry væri maðurinn til að sjá um þá hlið mála, en hann fór hamförum í lokin þegar San Antonio tryggði sér sigur 96-95, í framlengdum leik. Eftir að hafa verið stigalaus í fyrri hálfleiknum í gær, setti Robert Horry í gírinn í síðari hálfleiknum og skoraði í honum 21 stig. Framganga hans bjargaði liði San Antonio í leiknum, því Tim Duncan átti afleitar lokamínútur og mistókst hvað eftir annað á vítalínunni, sem og úr skotum utan af velli. Sigurkarfa Horry kom um fimm sekúndum fyrir lok framlengingarinnar, úr þriggja stiga skoti - hvað annað. Horry hitti úr 5 af 6 þriggja stiga skotum sínum og skoraði ótrúlegar körfur á lykilaugnablikum í leiknum. Frammistaða hans í gær verður ekki sú fyrsta sem fer í sögubækurnar hjá honum, en hún er líklega eins sú allra besta. Hann hefur unnið fimm meistaratitla á ferli sínum með Houston og Los Angeles Lakers og er nú á góðri leið með að krækja í sinn sjötta með San Antonio, sem eftir tvo afleita leiki í röð, hefur nú pálmann í höndunum. Liðið fær nú tvö tækifæri til að gera út um einvígið á heimavelli sínum í Texas. Þegar 9,6 sekúndur voru eftir á klukkunni í framlengingunni, tók Horry innkast við endalínuna og sendi á Manu Ginobili, sem keyrði niður í hornið og ógnaði skoti. Af einhverjum óskiljanlegum ástæðum, kusu leikmenn Detroit að skilja Horry eftir galopinn fyrir utan þriggja stiga línuna, sem er mjög skrítið ef horft er til þess hve sjóðheitur hann var á lokamínútunum. "Ég sá að Rasheed Wallace beit á agnið og skildi mig eftir. Þó að það hafi ekki verið upprunaleg ætlun okkar að ég tæki skotið, læt ég ekki bjóða mér svona lagað tvisvar," sagði Horry. "Ég átti að taka skotið, en þegar ég sá Wallace koma á mig, vissi ég að Horry myndi klára þetta ef ég gæfi á hann. Hann hefur oft verið í þessum aðstæðum áður. Hann er sigurvegari og allir vita það," sagði Ginobili ánægður eftir leikinn. "Þetta var martröð fyrir mig," sagði Tim Duncan um taugaveiklaðan leik sinn á lokamínútunum. "Sem betur fer hafði ég Robert Horry til að bjarga mér upp úr þessari holu sem ég var í;" sagði hann. "Það þýðir ekkert að vera að velta sér upp úr þessu, ég reyndi að tvídekka Ginobili, en svona fór þetta bara. Við einbeitum okkur bara að næsta leik," sagði Rasheed Wallace. "Það var synd að annað liðið þyrfti að tapa þessum frábæra leik," sagði Larry Brown, þjálfari Detroit. SAN ANTONIODETROITStig9695Skot-skot reynd,%38-82 (.463)37-84 (.440)3ja stiga skot-skot reynd,%8-20 (.400)2-9 (.222)Víti-víti reynd,%12-21 (.571)19-23 (.826)Fráköst (í sókn/heildar)19-4516-42Stoðsendingar2017Tapaðir boltar1611Stolnir boltar37Varin skot311Stig úr hraðaupphlaupum89Villur (tækni/ásetnings)26 (0/0)20 (0/0)Mesta forskot í leik97Atkvæðamestir í liði Detroit:Chauncey Billups 34 stig (7 stoðs, 5 frák), Rip Hamilton 15 stig, Ben Wallace 13 stig (12 frák, 4 varin), Rasheed Wallace 12 stig (5 frák, 4 varin), Tayshaun Prince 10 stig (9 frák), Antonio McDyess 9 stig (6 frák).Atkvæðamestir í liði San Antonio:Tim Duncan 26 stig (19 frák), Robert Horry 21 stig (7 frák), Manu Ginobili 16 stig (9 stoðs, 6 frák), Tony Parker 14 stig, Bruce Bowen 10 stig, Nazr Mohammed 6 stig. NBA Mest lesið Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Fótbolti Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Körfubolti Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val Handbolti Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar Enski boltinn Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Enski boltinn Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Enski boltinn Jón Daði á báðum áttum en opinn fyrir heimkomu Fótbolti Arnar fundar með KSÍ Fótbolti Gæti mætt mömmu sinni á EM Sport Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Enski boltinn Fleiri fréttir Reyna að lokka Arnór aftur til Svíþjóðar Arnar fundar með KSÍ Freyr til Noregs í viðræður og Högmo tekinn við Molde Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val Maguire tvisvar tekinn fyrir hraðakstur á þremur dögum Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Jón Daði á báðum áttum en opinn fyrir heimkomu Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Dagskráin: Bónus deild karla í körfu í aðalhlutverki Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur Gæti mætt mömmu sinni á EM Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Mörk frá Gavi og Yamal komu Barcelona í úrslitaleikinn Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt AC Milan og Dortmund sögð hafa áhuga á að fá Rashford Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Breska frjálsíþróttasambandið ákært fyrir manndráp Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Sjá meira
Fyrstu fjórir leikirnir í einvígi San Antonio og Detroit voru lítið spennandi og unnust að jafnaði með um 20 stigum. Það var því aðeins tímaspursmál hvenær dramatíkin hæfist í einvíginu og það var vel við hæfi að Robert Horry væri maðurinn til að sjá um þá hlið mála, en hann fór hamförum í lokin þegar San Antonio tryggði sér sigur 96-95, í framlengdum leik. Eftir að hafa verið stigalaus í fyrri hálfleiknum í gær, setti Robert Horry í gírinn í síðari hálfleiknum og skoraði í honum 21 stig. Framganga hans bjargaði liði San Antonio í leiknum, því Tim Duncan átti afleitar lokamínútur og mistókst hvað eftir annað á vítalínunni, sem og úr skotum utan af velli. Sigurkarfa Horry kom um fimm sekúndum fyrir lok framlengingarinnar, úr þriggja stiga skoti - hvað annað. Horry hitti úr 5 af 6 þriggja stiga skotum sínum og skoraði ótrúlegar körfur á lykilaugnablikum í leiknum. Frammistaða hans í gær verður ekki sú fyrsta sem fer í sögubækurnar hjá honum, en hún er líklega eins sú allra besta. Hann hefur unnið fimm meistaratitla á ferli sínum með Houston og Los Angeles Lakers og er nú á góðri leið með að krækja í sinn sjötta með San Antonio, sem eftir tvo afleita leiki í röð, hefur nú pálmann í höndunum. Liðið fær nú tvö tækifæri til að gera út um einvígið á heimavelli sínum í Texas. Þegar 9,6 sekúndur voru eftir á klukkunni í framlengingunni, tók Horry innkast við endalínuna og sendi á Manu Ginobili, sem keyrði niður í hornið og ógnaði skoti. Af einhverjum óskiljanlegum ástæðum, kusu leikmenn Detroit að skilja Horry eftir galopinn fyrir utan þriggja stiga línuna, sem er mjög skrítið ef horft er til þess hve sjóðheitur hann var á lokamínútunum. "Ég sá að Rasheed Wallace beit á agnið og skildi mig eftir. Þó að það hafi ekki verið upprunaleg ætlun okkar að ég tæki skotið, læt ég ekki bjóða mér svona lagað tvisvar," sagði Horry. "Ég átti að taka skotið, en þegar ég sá Wallace koma á mig, vissi ég að Horry myndi klára þetta ef ég gæfi á hann. Hann hefur oft verið í þessum aðstæðum áður. Hann er sigurvegari og allir vita það," sagði Ginobili ánægður eftir leikinn. "Þetta var martröð fyrir mig," sagði Tim Duncan um taugaveiklaðan leik sinn á lokamínútunum. "Sem betur fer hafði ég Robert Horry til að bjarga mér upp úr þessari holu sem ég var í;" sagði hann. "Það þýðir ekkert að vera að velta sér upp úr þessu, ég reyndi að tvídekka Ginobili, en svona fór þetta bara. Við einbeitum okkur bara að næsta leik," sagði Rasheed Wallace. "Það var synd að annað liðið þyrfti að tapa þessum frábæra leik," sagði Larry Brown, þjálfari Detroit. SAN ANTONIODETROITStig9695Skot-skot reynd,%38-82 (.463)37-84 (.440)3ja stiga skot-skot reynd,%8-20 (.400)2-9 (.222)Víti-víti reynd,%12-21 (.571)19-23 (.826)Fráköst (í sókn/heildar)19-4516-42Stoðsendingar2017Tapaðir boltar1611Stolnir boltar37Varin skot311Stig úr hraðaupphlaupum89Villur (tækni/ásetnings)26 (0/0)20 (0/0)Mesta forskot í leik97Atkvæðamestir í liði Detroit:Chauncey Billups 34 stig (7 stoðs, 5 frák), Rip Hamilton 15 stig, Ben Wallace 13 stig (12 frák, 4 varin), Rasheed Wallace 12 stig (5 frák, 4 varin), Tayshaun Prince 10 stig (9 frák), Antonio McDyess 9 stig (6 frák).Atkvæðamestir í liði San Antonio:Tim Duncan 26 stig (19 frák), Robert Horry 21 stig (7 frák), Manu Ginobili 16 stig (9 stoðs, 6 frák), Tony Parker 14 stig, Bruce Bowen 10 stig, Nazr Mohammed 6 stig.
NBA Mest lesið Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Fótbolti Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Körfubolti Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val Handbolti Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar Enski boltinn Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Enski boltinn Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Enski boltinn Jón Daði á báðum áttum en opinn fyrir heimkomu Fótbolti Arnar fundar með KSÍ Fótbolti Gæti mætt mömmu sinni á EM Sport Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Enski boltinn Fleiri fréttir Reyna að lokka Arnór aftur til Svíþjóðar Arnar fundar með KSÍ Freyr til Noregs í viðræður og Högmo tekinn við Molde Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val Maguire tvisvar tekinn fyrir hraðakstur á þremur dögum Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Jón Daði á báðum áttum en opinn fyrir heimkomu Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Dagskráin: Bónus deild karla í körfu í aðalhlutverki Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur Gæti mætt mömmu sinni á EM Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Mörk frá Gavi og Yamal komu Barcelona í úrslitaleikinn Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt AC Milan og Dortmund sögð hafa áhuga á að fá Rashford Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Breska frjálsíþróttasambandið ákært fyrir manndráp Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Sjá meira