Forstöðumönnum verði refsað 22. júní 2005 00:01 Mörg dæmi eru um að ríkisstofnanir fari fram úr fjárheimildum ár eftir ár en engin dæmi eru hins vegar um að ráðuneyti áminni forstöðumenn eins og lög gera ráð fyrir. Þetta segir ríkisendurskoðandi sem telur alvarlega misbresti á framkvæmd fjárlaga. Um 120 stofnanir og fjárlagaliðir fóru á síðasta ári það mikið fram úr að grípa hefði þurft til sérstakra ráðstafana samkvæmt reglugerð um framkvæmd fjárlaga. Það er hátt í fjórðungur. Ríkisendurskoðun telur ráðuneytin sýna linkind í þessum málum, ekki grípa til aðgerða nógu snemma og forstöðumenn ekki látnir gjalda fyrir lélega fjármálastjórn. Að mati Ríkisendurskoðunar ætti að koma til greina að stöðva greiðslur til stofnana þar til gripið hefur verið til viðeigandi ráðstafana. Einar Oddur Kristjánsson, varaformaður fjárlaganefndar, segir þetta vel geta verið rétt hjá Ríkisendurskoðanda en hann vill að litið sé þannig á málin að þetta sé „eilífðarvinna“, þ.e. að því ljúki aldrei. Einar telur það vera árangursríkara að líta þannig á málin, að það sé „seiga, jafna átakið“ sem gildi en menn láti sér ekki detta í hug að hægt sé að rykkja þessu í liðinn. „Þó hefur mér fundist í gegnum árin að þegar við höfum verið að setja út á ýmsar stofnanir og ýmsan kostnað þá höfum við fengið frekar bágt fyrir heldur en hitt,“ segir Einar. Sendiráðin, Háskólinn á Akureyri, Framkvæmdasjóður aldraðra, Heilbrigðisstofnun Suðurnesja, Landbúnaðarháskólinn á Hvanneyri og embætti forseta Íslands eru meðal þeirra sem fara hvað mest fram úr hlutfallslega en þegar kemur að krónutölu stendur Landspítali - háskólasjúkrahús hins vegar upp úr. Almennt eru það stofnanir tveggja fjárfrekustu ráðuneytanna, menntamálaráðuneytis og heilbrigðisráðuneytis, sem fara mest fram úr fjárlögum. Einar Oddur segir sumar stofnanir hafa afsökun fyrir að fara fram úr og því sé það skiljanlegt. Aðrar hafi það hins vegar ekki og það eigi ekki að líða. Í heildina hafio þó orðið mikil framför í framkvæmd fjárlaga. Einar segir menn þekkja tölurnar í tengslum Landspítalann en það sé bara ekki samstaða um hvernig beri að taka á því. „Svo eru þarna líka stofnanir sem eru að fara fram úr fjárlögum og það er ekki þeirra sök heldur er það meira sök okkar sem erum á löggjafarþinginu. Við höfum ekki ráðið við sumt í útgjaldaþróuninni, til dæmis hjá Tryggingastofnun ríkisins,“ segir Einar. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Innlent Segir Heimildarmenn hafa njósnað um son hans Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt að tuttugu stiga hiti Veður Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Innlent Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Fleiri fréttir Segir Heimildarmenn hafa njósnað um son hans Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Sjá meira
Mörg dæmi eru um að ríkisstofnanir fari fram úr fjárheimildum ár eftir ár en engin dæmi eru hins vegar um að ráðuneyti áminni forstöðumenn eins og lög gera ráð fyrir. Þetta segir ríkisendurskoðandi sem telur alvarlega misbresti á framkvæmd fjárlaga. Um 120 stofnanir og fjárlagaliðir fóru á síðasta ári það mikið fram úr að grípa hefði þurft til sérstakra ráðstafana samkvæmt reglugerð um framkvæmd fjárlaga. Það er hátt í fjórðungur. Ríkisendurskoðun telur ráðuneytin sýna linkind í þessum málum, ekki grípa til aðgerða nógu snemma og forstöðumenn ekki látnir gjalda fyrir lélega fjármálastjórn. Að mati Ríkisendurskoðunar ætti að koma til greina að stöðva greiðslur til stofnana þar til gripið hefur verið til viðeigandi ráðstafana. Einar Oddur Kristjánsson, varaformaður fjárlaganefndar, segir þetta vel geta verið rétt hjá Ríkisendurskoðanda en hann vill að litið sé þannig á málin að þetta sé „eilífðarvinna“, þ.e. að því ljúki aldrei. Einar telur það vera árangursríkara að líta þannig á málin, að það sé „seiga, jafna átakið“ sem gildi en menn láti sér ekki detta í hug að hægt sé að rykkja þessu í liðinn. „Þó hefur mér fundist í gegnum árin að þegar við höfum verið að setja út á ýmsar stofnanir og ýmsan kostnað þá höfum við fengið frekar bágt fyrir heldur en hitt,“ segir Einar. Sendiráðin, Háskólinn á Akureyri, Framkvæmdasjóður aldraðra, Heilbrigðisstofnun Suðurnesja, Landbúnaðarháskólinn á Hvanneyri og embætti forseta Íslands eru meðal þeirra sem fara hvað mest fram úr hlutfallslega en þegar kemur að krónutölu stendur Landspítali - háskólasjúkrahús hins vegar upp úr. Almennt eru það stofnanir tveggja fjárfrekustu ráðuneytanna, menntamálaráðuneytis og heilbrigðisráðuneytis, sem fara mest fram úr fjárlögum. Einar Oddur segir sumar stofnanir hafa afsökun fyrir að fara fram úr og því sé það skiljanlegt. Aðrar hafi það hins vegar ekki og það eigi ekki að líða. Í heildina hafio þó orðið mikil framför í framkvæmd fjárlaga. Einar segir menn þekkja tölurnar í tengslum Landspítalann en það sé bara ekki samstaða um hvernig beri að taka á því. „Svo eru þarna líka stofnanir sem eru að fara fram úr fjárlögum og það er ekki þeirra sök heldur er það meira sök okkar sem erum á löggjafarþinginu. Við höfum ekki ráðið við sumt í útgjaldaþróuninni, til dæmis hjá Tryggingastofnun ríkisins,“ segir Einar.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Innlent Segir Heimildarmenn hafa njósnað um son hans Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt að tuttugu stiga hiti Veður Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Innlent Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Fleiri fréttir Segir Heimildarmenn hafa njósnað um son hans Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Sjá meira