Vill stöðva greiðslur 23. júní 2005 00:01 Ríkisendurskoðun leggur til í nýrri skýrslu um framkvæmd fjárlaga að fjármálaráðuneytið stöðvi greiðslur til stofnana sem fari yfir fjögurra prósenta mörkin í fjárheimildum eða þar til gripið hafi verið til viðeigandi ráðstafana. Geir Haarde fjármálaráðherra telur meinbugi á að frysta launagreiðslur enda þyrfti að breyta ákvæðum í lögum um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins svo frysta megi launagreiðslur. "Ég held að þetta sé ekki raunhæft í því umhverfi sem við búum við. Forstöðumönnunum ber að fara eftir reglugerðum og halda sig innan fjárheimilda. Geri þeir það ekki getur því lyktað með áminningu eða brottvikningu ef sakir eru miklar," segir Geir. Ríkisendurskoðun gefur til kynna að forstöðumenn ríkisstofnana starfi oft í góðri trú. Stundum hafi þeir lagt til sparnaðaraðgerðir en ráðuneytin beðið þá að staldra við. "Þetta eigi sérstaklega við þegar um sé að ræða skerðiðngu á þjónustu sem geti verið pólítískt séð erfitt að réttlæta," eins og segir orðrétt í skýrslunni. Rekstrarhalli stofnana hefur verið fjármagnaður úr ríkissjóði með greiðslu launa og annars kostnaðar án þess að nauðsynlegar heimildir til slíkra útgjalda væru til staðar. Orðrétt segir: "Forstöðumenn hafa ýmist verið lattir til þess að grípa til sparnaðarráðstafana, sérstaklega ef sýnt þykir að þeim fylgi óþægilegur samdráttur í starfsemi, eða þeir ekki verið áminntir með þeim hætti sem lög og reglugerðir gera ráð fyrir hlíti þeir ekki fjárlögum." Geir Haarde fjármálaráðherra segist ekki taka undir að þetta sé raunin. "En ef svo er þá er það vítavert." Geir er ekki sannfærður um að auka eigi eftirlitshlutverk fjárlaganefndar, enda sé Ríkisendurskoðun í slíku hlutverki fyrir þingið. Fjármálaráðuneytið hafi auk þess yfirumsjón með framkvæmd fjárlaganna og hvert ráðuneyti fyrir sig. "Það er gott að allir leggi sig fram um að bæta ástandið. Én ég hlýt að taka fram að ástandið hefur batnað mjög mikið á undanförnum árum. Færri stofnanir fara fram úr heimildum og upphæðirnar eru lægri en áður var. Það má hins vegar beita þeim úrræðum sem til eru og jafnvel fyrr en gert er, segir Geir Haarde. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Innlent Segir Heimildarmenn hafa njósnað um son hans Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt að tuttugu stiga hiti Veður Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Innlent Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Fleiri fréttir Segir Heimildarmenn hafa njósnað um son hans Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Sjá meira
Ríkisendurskoðun leggur til í nýrri skýrslu um framkvæmd fjárlaga að fjármálaráðuneytið stöðvi greiðslur til stofnana sem fari yfir fjögurra prósenta mörkin í fjárheimildum eða þar til gripið hafi verið til viðeigandi ráðstafana. Geir Haarde fjármálaráðherra telur meinbugi á að frysta launagreiðslur enda þyrfti að breyta ákvæðum í lögum um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins svo frysta megi launagreiðslur. "Ég held að þetta sé ekki raunhæft í því umhverfi sem við búum við. Forstöðumönnunum ber að fara eftir reglugerðum og halda sig innan fjárheimilda. Geri þeir það ekki getur því lyktað með áminningu eða brottvikningu ef sakir eru miklar," segir Geir. Ríkisendurskoðun gefur til kynna að forstöðumenn ríkisstofnana starfi oft í góðri trú. Stundum hafi þeir lagt til sparnaðaraðgerðir en ráðuneytin beðið þá að staldra við. "Þetta eigi sérstaklega við þegar um sé að ræða skerðiðngu á þjónustu sem geti verið pólítískt séð erfitt að réttlæta," eins og segir orðrétt í skýrslunni. Rekstrarhalli stofnana hefur verið fjármagnaður úr ríkissjóði með greiðslu launa og annars kostnaðar án þess að nauðsynlegar heimildir til slíkra útgjalda væru til staðar. Orðrétt segir: "Forstöðumenn hafa ýmist verið lattir til þess að grípa til sparnaðarráðstafana, sérstaklega ef sýnt þykir að þeim fylgi óþægilegur samdráttur í starfsemi, eða þeir ekki verið áminntir með þeim hætti sem lög og reglugerðir gera ráð fyrir hlíti þeir ekki fjárlögum." Geir Haarde fjármálaráðherra segist ekki taka undir að þetta sé raunin. "En ef svo er þá er það vítavert." Geir er ekki sannfærður um að auka eigi eftirlitshlutverk fjárlaganefndar, enda sé Ríkisendurskoðun í slíku hlutverki fyrir þingið. Fjármálaráðuneytið hafi auk þess yfirumsjón með framkvæmd fjárlaganna og hvert ráðuneyti fyrir sig. "Það er gott að allir leggi sig fram um að bæta ástandið. Én ég hlýt að taka fram að ástandið hefur batnað mjög mikið á undanförnum árum. Færri stofnanir fara fram úr heimildum og upphæðirnar eru lægri en áður var. Það má hins vegar beita þeim úrræðum sem til eru og jafnvel fyrr en gert er, segir Geir Haarde.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Innlent Segir Heimildarmenn hafa njósnað um son hans Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt að tuttugu stiga hiti Veður Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Innlent Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Fleiri fréttir Segir Heimildarmenn hafa njósnað um son hans Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Sjá meira